Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

81. fundur 24. júní 2009 kl. 16:00 - 18:00

Sigurgeir Þórðarson, Jón Haukur Hauksson, Ása Helgadóttir, Björgvin Helgason og Benoný Halldórsson. Auk þeirra Skúli Lýðsson skipulagsog byggingarfulltrúi

Byggingarleyfis umsóknir

1. Bekansstaðir 133622, viðbygging við íbúðahús

(00.0120.00) Mál nr. BH090052

310838-4899 Anna Margrét Þóroddsdóttir, Bekansstöðum, 301 Akranes

190660-5919 Jón Valgeir Viggósson

Umsókn Bjarna O.V. Þóroddssonar fh. Önnu Margrétar og Jóns Valgeirs um

heimild til þess að byggja við húsið eins og fram kemur á meðfylgjandi

uppdráttum Bjarna og koma fyrir verönd með heitum potti.

Stærð viðbyggingar 12,8 m2 og 45,9 m3

Gjöld kr.:

Byggingarleyfisgjald kr: 11.817,-

Úttektargjald 4 aðk. kr: 36.400,-

Lokaúttekta gjald kr: 0,-

Mælingagjald kr: 0,-

_________________________________

Heildargjöld kr: 48.217,-

Erindið samþykkt.

2. Hlíðartröð 5, viðbygging (39.3700.50) Mál nr. BH090054

091066-4839 Bogi Guðmundur Árnason, Vesturfold 50, 112 Reykjavík

Umsókn Eyjólfs E. Bragasonar arkitekts faí fh. Boga um heimild til þess að

byggja við sumarhúsið samkvæmt meðfylgandi uppdráttum Eyjólfs.

Stærð viðbyggingar 46,6 m2 - 271,7 m3

Gjöld kr.:

Byggingarleyfisgjald kr: 30.107,-

Úttektargjald 5 aðk. kr: 40.500,-

Lokaúttekta gjald kr: 45.000,-

Mælingagjald kr: 0,-

_________________________________

Heildargjöld kr: 115.607,-

Erindið er samþykkt, enda ekki talið ganga gegn skipulagsskilmálum.

Skipulagsmál

3. Aðalskipulag Borgarbyggðar 2008 - 2020,

umsögn

Mál nr. BH090053

630606-1950 Hvalfjarðarsveit, Innrimel 3, 301 Akranes

Erindi sveitarstjórnar varðandi umsögn um aðalskipulag Borgarbyggðar 2008 - 2020.

Gögn á vef Landlína.

Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að fara yfir gögnin með ráðgjöfum.

4. Aðalskipulag Hvalfjarðarsveitar,

Aðalskipulag

Mál nr. BH060064

630606-1950 Hvalfjarðarsveit, Innrimel 3, 301 Akranes

Umsagnir frá:

Landgræðslu ríkisins

Vegagerð ríkisins, óskar eftir frestun vegna frekari gagna

Landsneti

Skógrækt ríkisins

Skipulagsfulltrúa uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps

Kjósarhrepp

Veðurstofu Íslands

Vesturlandsskógum

Siglingastofnun

Aðrar athugasemdir sem borist hafa frá:

Ólafi Hauki Óskarssyni varðandi göngu og reiðleiðir við Melahverfi.

Kristjáni Jóhannessyni varðandi legu þjóðvegar nr. 1.

Marteini Mássyni f.h. landeiganda á Draghálsi, varðandi vatnsverndarsvæði að Draghálsi.

Olíudreifingu ehf. varðandi breytta landnotkun á landi Litlasands.

Kristni Jens Sigurþórssyni varðandi beiðni um rökstuðning varðandi land

Saurbæjar.

Borist hafa nokkrar athugasemdir við tillögu að aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2008-2020 í kjölfar þess að hún var send til kynningar og samráðs í samræmi við skipulagsreglugerð (400/1998). Skipulags- og byggingarnefnd þakkar þann áhuga sem aðalskipulagstillögu sveitarfélagsins hefur verið sýnd með innsendum athugasemdum.

Athugasemd frá Landgræðslu ríkisins, dags. 11.5.2009. Nefndin leggur til við sveitarstjórn að tekið verði tillit til þeirra athugasemda sem fram hafa komið.

Athugasemdir frá Vegagerðinni, dags. 2.6.2009. Nefndin leggur til við

sveitarstjórn að tekið verði tillit til flestra þeirra athugasemda sem fram hafa komið. Ekki verði tekið tillit til óskar um að taka frá landsvæði til framtíðarnota um Grunnafjörð til vegaframkvæmda.

Athugasemdir frá Landsneti, dags. 8.5.2009. Nefndin leggur til við sveitarstjórn að tekið verði tillit til flestra þeirra athugasemda sem fram hafa komið. Ekki verði tekið tillit til óskar um stefnumörkun vegna tvöföldunar byggðalínu, en vakin er athygli á að þetta mál er hagsmunamál fleiri sveitarfélaga en Hvalfjarðarsveitar og því telur nefndin sér ókleift að taka einhliða afstöðu á þessari stundu.

Athugasemdir frá Skógrækt ríkisins, dags. 2.6.2009. Nefndin leggur til við

sveitarstjórn að tekið verði tillit til framkominna athugasemda varðandi

Vesturlandsskóga og um landshlutaverkefni í skógrækt sbr. lög nr. 95/2006. Lagt er til að öðrum athugasemdum bréfritara verði hafnað.

Athugasemdir frá Uppsveitum Árnessýslu og Flóahrepps, dags. 2.6.2009. Nefndin leggur til við sveitarstjórn að tekið verði tillit til þeirrar athugasemdar sem fram hefur komið, eftir því sem nauðsynlegar upplýsingar fást.

Athugasemdir frá Kjósarhreppi, dags. 4.6.2009. Nefndin leggur til við

sveitarstjórn að ekki verði tekið tillit til athugasemdarinnar.

Athugasemdir frá Veðurstofu Íslands, dags. 9.6.2009. Nefndin leggur til við

sveitarstjórn að tekið verði tillit til seinni athugasemdar bréfritara um náttúruvá, en texti um veðurfar lagfærður með tilliti til ábendingar Veðurstofunnar.

Athugasemdir frá Vesturlandsskógum, dags. 12.6.2009. Nefndin leggur til við sveitarstjórn að tekið verði tillit til síðustu athugasemdarinnar sem fram kom frá Vesturlandsskógum um að minnt sé á lög um skógrækt.

Athugasemdir frá Siglingastofnun, dags. 18.6.2009. Nefndin leggur til við

sveitarstjórn að tekið verði tillit til allra athugasemda stofnunarinnar.

Athugasemdir hafa ekki borist frá Akraneskaupstað, en samkvæmt ábendingum var haft uppi á bókun Skipulags- og umhverfisnefndar Akraneskaupstaðar um Aðalskipulag Hvalfjarðarsveitar, dags. 28.5.2009, í kjölfar þess að tillagan var send til kynningar og samráðs í samræmi við skipulagsreglugerð (400/1998). Skipulags- og byggingarnefnd þakkar þann áhuga sem aðalskipulagstillögu sveitarfélagsins er sýnd. Nefndin leggur til við sveitarstjórn að ekki verði tekið tillit til 1. athugasemdar. Tekið verði tillit til 4. athugasemdar, en nefndin telur frekari upplýsingar skorta vegna athugasemda nr. 2 og 3 til að hægt sé að fjalla um þær á fullnægjandi hátt. Nefndin gerir ráð fyrir að samráð verði haft við skipulagsfulltrúa Akraneskaupstaðar.

Búist var við athugasemdum frá Umhverfisstofnun vegna tillögunnar, en þær hafa ekki borist.

Gert er ráð fyrir að athugasemdir frá Ólafi Hauki Óskarssyni, Kristjáni

Jóhannessyni, Marteini Mássyni f.h. landeiganda Dragháls, Olíudreifingu ehf. og Kristni Jens Sigurþórssyni verði afgreiddar með öðrum athugasemdum semkunna að berast á athugasemdatíma eftir auglýsingu tillögunnar.

Nefndin leggur til við sveitarstjórn að aðalskipulagstillagan verði auglýst með nefndum breytingum og að fenginni umsögn Umhverfisstofnunar.

Önnur mál

5. Umferðamál, umferðaröryggi Mál nr. BH090055

630606-1950 Hvalfjarðarsveit, Innrimel 3, 301 Akranes

Erindi ábúenda og landeigenda á Bjarteyjarsandi varðandi umferðaröryggismál.

Skipulags- og byggingarnefnd tekur undir áhyggjur bréfritara og hvetur til

lagfæringa á gönguleiðum og merkingum.

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 16:30

Efni síðunnar