Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

76. fundur 18. mars 2009 kl. 18:00 - 20:00

 Daníel A Ottesen, Jón Haukur Hauksson, Ása Helgadóttir og Björgvin Helgason.  Auk þeirra Skúli Lýðsson skipulags- og byggingarfulltrúi

Önnur mál

1. Kúludalsárland 7 133702, auglýsingaskilti   (00.0380.70) Mál nr. BH070155

630606-1950 Hvalfjarðarsveit, Innrimel 3, 301 Akranes
590602-3610 Atlantsolía ehf, Lónsbraut 2, 220 Hafnarfjörður
Erindi Huga Hreiðarssonar fh. Atlantsolíu dags. 13 mars 2009 varðandi skilti með áminningu til ökumanna í samvinnu við Umferðastofu og FÍB.
Nefndin ákveður að leita umsagnar sýslumannsins í Borgarnesi sem lögreglustjóra, Vegagerðar ríkisins og umhverfis- og náttúruverndarnefndar Hvalfjarðarsveitar. Afgreiðslu frestað.

Skipulagsmál

2. Kúludalsá 4 A, breytt notkun   (00.0380.41) Mál nr. BH070093

310149-5869 Kristófer Þorgrímsson, Kjarrmóa 20, 260 Njarðvík
Erindi Kristófers Þorgrímssonar dags. 10. mars 2009 varðandi breytta notkun lóða úr frístundasvæði í búgarða eða smábýlalóðir.
Nefndin telur eðlilegt að um erindið verði fjallað samhliða vinnslu nýs aðalskipulags fyrir sveitarfélagið.  Afgreiðslu frestað.

3. Melar 133788, Skiljuhús og haugtankur, útrás   (00.0420.00) Mál nr. BH060032

600667-0179 Stjörnugrís hf, Vallá, 116
600667-0179 Stjörnugrís hf, Vallá, 116
570297-2289 Lex ehf, Borgartúni 26, 105 Reykjavík
Umsókn Stjörnugrís hf., um að breyta deiliskipulagi fyrir skiljuhús og haugtank og gera ráð fyrir úthlaupi til sjávar  sbr. meðfylgjandi uppdráttum Verkfræðiþjónustu Þráins Víkings ehf. og deiliskipulagsuppdrætti frá Hús og Skipulag og skýrslu frá verkfræðistofunni Vatnaskila.
Lagt er til að tillagan verði auglýst samkvæmt 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Meðfylgjandi straummælingar Hafrannsóknarstofnunar frá október 2008.
Afgreiðsla sveitarstjórnar frá 25. apríl 2008
Við fyrri umfjöllun hafa nokkur skilyrði komið fram, sem talið er að umsækjandi hafi unnið við að fullnægja.  Meðal annars kemur fram að gert er ráð fyrir að lengd úthlaups verði 900 m frá strönd, á 11 m dýpi, að magn seyru verði 14.000 m3 á ári og að rennsli verði jafnt yfir árið. Vegna þessara magnviðmiðunar telur nefndin nauðsynlegt að rennslismæling fari fram.  Að þessu athuguðu leggur nefndin til við sveitarstjórn að tillagan verði auglýst með vísan til 25. gr. skipulags - og byggingarlaga. 

4. Skipulagsmál, námur, Hvalfjörður    Mál nr. BH080022

630606-1950 Hvalfjarðarsveit, Innrimel 3, 301 Akranes
Erindi Orkustofnunar til sveitarstjórnar varðandi umsögn um leyfi til efnistöku af hafsbotni í Hvalfirði. 
Lagt fram til kynningar.

5. Svæðisskipulag, höfuðborgarsvæðis 2001-2024    Mál nr. BH080033

630606-1950 Hvalfjarðarsveit, Innrimel 3, 301 Akranes
Erindi samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu dags. 2. mars 2009 varðandi umsögn skipulags- og byggingarnefndar um verulega breytingu á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðis 2001-2024, vegna Kársness í Kópavogi.
Nefndin telur ekki ástæðu til þess að gera athugsemdir við breytinguna.

6. Þórisstaðir 133217, skipulag smáhýsa   (00.0600.00) Mál nr. BH060067

710881-0229 Starfsmannafélag Íslenska járnblendisfélagsins, Grundartanga, 301 Akranes
Erindi STJÁ varðandi breytingu á aðalskipulagi fyrir 16 lóðir fyrir smáhýsi í landi Þórisstaða.
Svæði F17b verði fellt út og O-6 verði skilgreint sem golfvöllur, tjaldsvæði, leiksvæði, smáhúsasvæði og siglingasvæði.
Nefndin tekur jákvætt í erindið en vísar því til nánari vinnslu aðalskipulags. Afgreiðslu frestað.

7. Beitistaðaland 188429, breytt landnotkun   (00.0140.02) Mál nr. BH090020

100449-6849 Einar Pétur Harðarson, Vogatungu, 301 Akranes
Erindi Ólafs Guðmundssonar fh. Einars Péturs um breytta landnotkun á landinu úr frístundabyggð í landbúnaðarsvæði.
Nefndin tekur jákvætt í erindið en vísar því til vinnslu aðalskipulags.

8. Aðalskipulag Hvalfjarðarsveitar, Aðalskipulag    Mál nr. BH060064

630606-1950 Hvalfjarðarsveit, Innrimel 3, 301 Akranes
Kynning á fundi með skipulagsstofnun. Íbúafundur og framhald vinnu við aðalskipulagið.
Rætt um drög að aðalskipulagi og umhverfisskýrslu. Rætt um undirbúning íbúafundar til kynningar aðalskipulags.

 


Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 19:00

 

Efni síðunnar