Skipulags- og byggingarnefnd
Magnús Ingi Hannesson, Daníel A Ottesen, Björgvin Helgason og Bjarni Rúnar Jónsson. Auk þeirra Skúli Lýðsson skipulags- og byggingarfulltrúi.
Byggingarleyfis umsóknir
1. Heiðarskóli 133777, skúr fyrir leikföng (00.0320.03) Mál nr. BH080118
630606-1950 Hvalfjarðarsveit, Innrimel 3, 301 Akranes
Umsókn Skipulags- og byggingarfulltrúa fh. Hvalfjarðarsveitar um heimild til þess að koma fyrir skúr fyrir leikföng á leiksvæði Heiðarskóla.
Stærð húss 4,9 m2 og 8,9 m3
Gjöld kr.: 8.167,-
Nefndin samþykkir erindið.
2. Hjallholt 21, nýtt sumarhús (60.0302.10) Mál nr. BH080115
160454-5399 Árni Aðalsteinsson, Vesturgötu 144, 300 Akranes
Umsókn Magnúsar H. Ólafssonar kt. 050550-4759 arkitekts fh. Árna um heimild til þess að reisa sumarhús samkvæmt meðfylgjandi uppdráttum Magnúsar.
Stærð húss 31,1 m2 og 84,1 m3
Gjöld kr.:
Byggingarleyfisgjald kr.: 13.800,-
Mælingagjald kr.: 77.600,-
Úttektagjöld 7 aðk. kr.: 52.500,-
Lokaúttekta gjald kr.: 41.800,-
______________________________
Alls gjöld kr.: 185.700,-
Erindið er í samræmi við gildandi deiliskipulag og er samþykkt.
3. Lambhagi 5, vélageymsla (00.0340.05) Mál nr. BH080112
190335-2679 Steinar Marteinsson, Hagamel 5, 301 Akranes
Umsókn Magnúsar H. Ólafssonar arkitekts fh. Steinars um heimild til þess að reisa vélageymslu samkvæmt bráðabirgðaákvæðum skipulags- og byggingarlaga 3. tl. og meðfylgjandi uppdráttum Magnúsar.
Stæðir: 190,2 m2 - 712,3 m3
Frestað
Fyrirspurn
4. Langatröð 5, fyrirspurn (54.0700.50) Mál nr. BH080083
230240-3459 Lúðvík Sigurðsson, Lambastaðabraut 7, 170 Seltjarnarnes
Erindi Sigurðar Gizurarsonar dags. 27.08.2008 varðandi fyrirspurn Lúðvíks um byggingarmagn á lóð
Nefndin telur að hún sé bundin af gildandi skilmálum í Svarfhólsskógi, þar sem getið er um að fjöldi húsa á lóð sé bundið við tvö hús.
Nefndin bendir á 8. gr. skipulags- og byggingarlaga, þar sem heimilt er að skjóta afgreiðslum skipulags- og byggingarnefndar til úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála.
5. Skipulagsmál, listaverk Mál nr. BH080080
010445-2219 Hallsteinn Sigurðsson, Ystaseli 37, 109 Reykjavík
Fyrirspurn Hallsteins varðandi aðstöðu fyrir vinnustofu og íbúðarhús í landi Litlu- Fellsaxlar dags. 24. ágúst 2008
Nefndin tekur jákvætt í erindið, og er tilbúin að leggja til við sveitarstjórn að breyta landnotkun úr athafnasvæði í landbúnaðarnot.
Önnur mál
6. Ytri Hólmur I 133694, aðkoma skólabíls (00.0310.00) Mál nr. BH080117
240860-2609 Guðmundur Brynjólfur Ottesen, Ytra-Hólmi 1, 301 Akranes
Erindi Brynjólfs varðandi öryggismál á áninga stöðum skólabíls á þjóðvegi.
Skipulags- og byggingarfulltrúa og formanni nefndarinnar falið að leita leiða til úrbóta.
Niðurrif
7. Digrilækur 1, rif húsa (00.0485.05) Mál nr. BH080113
590269-1749 Skeljungur hf, Hólmaslóð 8, 101 Reykjavík
Erindi Ólafs Jónssonar kt. 030256-3019 fh. Skeljungs ehf. um heimild til þess að rífa tvo bragga sem merktir eru 2935 og 2936.
Braggar óskráðir í Landsskrá fasteigna.
Nefndin frestar afgreiðslu erindisins, þar sem enn hefur ekki komið svar frá fjármálaráðuneyti varðandi kröfu sveitarfélagsins á greiðslum fasteignagjalda, vegna fasteigna á svæðinu.
8. Ós 133644, niðurrif (00.0380.00) Mál nr. BH080116
030161-4599 Ólafur Þorsteinsson, Ósi 1, 301 Akranes
Umsókn Ólafs um heimild til þess að rífa eftirtalda byggingar:
Matshluta 9, votheysturn
Matshluta 10, skúr
Matshluta 12 véla- og verkfærageymsla
Matshluta 27 véla- og verkfærageymsla
Erindið samþykkt.
Skipulagsmál
9. Brekka 133161, breyting á deiliskipulagi (00.0140.00) Mál nr. BH080059
560506-1470 Brekkmann ehf, Brekku 1, 301 Akranes
Erindi Landlína fh. Brekkmanns ehf. varðandi breytingu á deiliskipulagi Brekku Hvalfjarðarsveit.
Tillagan hefur verið grenndarkynnt samkvæmt 2. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Engar athugasemdir bárust.
Nefndin leggur til við sveitarstjórn að erindið verð samþykkt og birt.
10. Deiliskipulag Höfn II, breyting á deiliskipulagi Mál nr. BH070072
190348-2889 Guðmundur Hall Ólafsson, Mótel Venusi, 301 Akranes
Erindi skipulagsstofnunar dags. 27 ágúst 2008 varðandi birtingu á deiliskipulagi frístundabyggðar í landi Hafnar II.
Nefndin álítur að umfang ruðnings birkiskógar sé undir 0,5 ha. að stærð og því sé heimilt að birta umrætt deiliskipulag.
11. Laxárbakki 133656, deiliskipulag (00.0420.03) Mál nr. BH080114
530502-2010 Vöttur ehf, Stóra-Lambhaga 1, 301 Akranes
Tillaga Ingvars Þ. Gunnarssonar fh. Vattar ehf. um deiliskipulag Laxárbakka.
Erindið óskast auglýst samkv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga.
Nefndin frestar erindinu og gerir eftirfarandi athugsemdir:
1. Deiliskipulagið nær að landamerkjum aðliggjandi lands Stóra Lambhaga
Í þinglýstu afsali er gerð óljós grein fyrir landamerkjum og því ekki ljóst hver afmörkun lóðarinnar er. (Hnit ósamþykkt af eigendum aðliggjandi lands.)
2. Afmörkun deiliskipulagsins verði færð að lóðamörkum.
3. Gert verði ráð fyrir göngu og reiðleið upp með ánni sunnaverðu.
4. Gerð verði frekari grein fyrir vatnsveitu og frárennsli í Laxá.
5. Sýna skal staðsetningu sorpsgáms.
12. Aðalskipulag Hvalfjarðarsveitar, Aðalskipulag Mál nr. BH060064
630606-1950 Hvalfjarðarsveit, Innrimel 3, 301 Akranes
Erindi landeigenda, Fitjahvarfs, Ásgarðs og Sælu þess efnis að breyta landnotkun svæðanna úr frístundabyggð í landbúnaðarsvæði.
Erindunum vísað til endurskoðunar Aðalskipulags.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 17:45