Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

55. fundur 12. mars 2008 kl. 20:00 - 22:00

 Magnús Ingi Hannesson, Guðjón Jónasson, Daníel A Ottesen, Björgvin Helgason og Bjarni Rúnar Jónsson. Auk þeirra Skúli Lýðsson skipulags- og byggingarfulltrúi

Byggingarleyfis umsóknir
1.
Austurás 8, nýtt sumarhús
(46.1000.80)
Mál nr. BH080025
080659-2299 Elís Rúnar Víglundsson, Furugrund 40, 300 Akranes
Umsókn Elíasar Rúnars um heimild til þess að reisa sumarhús samkvæmt meðfylgjandi uppdráttum Helga Kjartanssonar tæknifræðings.
Stærð húss: 57,1 m2 - 316,8 m3
Gjöld kr.:
Byggingarleyfisgjald kr.: 26.675,-
Úttektargjald 7 útt. kr.: 32.000,-
Mælingargjald kr.: 66.200,-
Lokaúttektargjald kr.: 35.700,-
________________________________________
Heildargjöld kr.: 160.575,-
Erindið samþykkt
2.
Leirá/ íbúðarhús 192229, viðbygging
(00.0320.12)
Mál nr. BH080026
190566-3159 Ásgeir Örn Kristinsson, Leirá, 301 Akranes
Umsókn Ásgeirs Arnar um heimild til þess að byggja við íbúðarhús véla- og verkstæðishús samkvæmt meðfylgjandi uppdráttum Magnúsar H. Ólafssonar arkitekts.
Stærð húss: 196,8 m2 - 836,4 m3
Gjöld kr.:
Byggingarleyfisgjald kr.: 59.929,-
Úttektargjald 7 útt. kr.: 57.600,-
Mælingargjald kr.: 66.200,-
Lokaúttektargjald kr.: 35.700,-
________________________________________
Heildargjöld kr.: 219.429,-
Erindið samþykkt

Skipulagsmál
3.
Deiliskipulags Belgsholt, Skógarás
Mál nr. BH080014
210753-2579 Haraldur Magnús Magnússon, Belgsholti 2, 301 Akranes
Erindi Haraldar varðandi tillögu Ólafs Guðmundssonar að deiliskipulagi blandaðrar íbúða- og frístundahúsabyggðar og staðsetningu vindaflsstöðvar í landi Belgsholts lögð fram.
Tillagan gerir ráð fyrir 2 íbúðarhúsalóðum og 3 sumarhúsalóðum.
Meðfylgjandi umsögn Fornleifavernd ríkisins dags. 10. september 2007
Bréf Vegagerðarinnar dags. 11. febrúar 2008.
Samningur við Stjörnugrís um staðsetningu á brunahana vegna slökkvivatns dags.6. febrúar 2008.
Ennfremur umsögn Búnaðarsamtaka Vesturlands dags. 10 mars 2008
Nefndin leggur til við sveitarstjórn að erindið verði auglýst samkvæmt 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/19997
4.
Kalastaðir 133190, deiliskipulag- Birkihlíð, frístundabyggð
(00.0440.00)
Mál nr. BH060105
271254-3779 Þorvaldur Ingi Magnússon, Kalastöðum 2, 301 Akranes
Erindi Þorvaldar Inga Magnússonar og Brynju Þorbjörnsdóttur varðandi fjölda rotþróa á sumarhúsasvæðinu.
Nefndin felur skipulags- og byggingarfulltrúa að hafa samband við landeiganda og fara yfir fyrirhugaðar staðsetningar rotþróa og leggja fyrir nefndina.
Nefndin tekur undir sjónarmið landaeiganda um að heimila staðsetningu rotþróa á lóðarmörkum.
5.
Litla-Fellsöxl 133641, deiliskipulag Litlu- Borga
(00.0360.00)
Mál nr. BH080007
240174-4729 Hreinn Heiðar Oddsson, Litlu-Fellsöxl, 301 Akranes
Tillaga Ólafs Guðmundssonar fh. landeigenda, að deiliskipulagi frístundahúsabyggðar í landi Litlu Fellsaxlar lögð fram.
Tillagan gerir ráð fyrir 38 lóðum frá 0,37 upp 0,58 hektara að stærð.
Meðfylgjandi umsögn Fornleifavernd ríkisins dags. 13. desember 2007
Bréf Vegagerðarinnar dags. 20. nóvember 2007.
Tillagan hefur verið auglýst samkvæmt 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997
Engar athugasemdir bárust.
Nefndin leggur til við sveitarstjórn að erindið verði samþykkt og birt í B- deild stjórnartíðinda.
6.
Melahverfi, deiliskipulag
Mál nr. BH070133
630606-1950 Hvalfjarðarsveit, Innrimel 3, 301 Akranes
Tillögur VSÓ að fyrsta áfanga deiliskipulag Melahverfis auk athugun á staðsetningu rotþróar.
.Nefndin fellst á loka tillögu með smá breytingum á greinargerð og uppdrætti sem komið verður til hönnuða fyrir næsta fund nefndarinnar.

7.
Vatnaskógur, Lindarrjóður 133498, deiliskipulag
(50.0000.20)
Mál nr. BH080024
521182-0169 Skógarmenn KFUM, Holtavegi 28, 104 Reykjavík
Erindi Guðjóns Magnússonar arkitekts hjá Arkform fh. Skógarmanna KFUM varðandi tillögu að deiliskipulagi Vatnaskógar.
Óskað er eftir því að tillagan verði tekin fyrir og samþykkt verði að auglýsa hana samkvæmt 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997
Nefndin frestar erindinu og óskar eftir nánari skilgreiningu á byggingarmagni hæð húsa í byggingarreitum b1 til b12.

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 21:10

Efni síðunnar