Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

52. fundur 23. janúar 2008 kl. 16:00 - 18:00

Ása Helgadóttir, Sigurgeir Þórðarson, Magnús Ingi Hannesson, Jón Haukur Hauksson og Björgvin Helgason. Auk þeirra Skúli Lýðsson skipulags- og byggingarfulltrúi

Stöðuleyfi
1.
Ytri Hólmur I 133694, stöðuleyfi
(00.0310.00)
Mál nr. BH070107
240860-2609 Guðmundur Brynjólfur Ottesen, Ytra-Hólmi 1, 301 Akranes
Umsókn Guðmundar Brynjólfs um framlengingu á stöðuleyfi fyrir aðfluttan vinnuskúr í 6 mánuði vegna tafa í teiknivinnu.
gjöld kr.: 6.400,-
Samþykkt.
Önnur mál
2.
Kirkjuból 133697, auglýsingaskilti
(00.0340.00)
Mál nr. BH080011
630606-1950 Hvalfjarðarsveit, Innrimel 3, 301 Akranes
Auglýsingaskilti við hringtorg að Hvalfjarðargöngum.
Við afgreiðslu í maí 2000 var bókað að við leyfisveitingu skyldi setja niður tímamörk en í bréfi láðist að geta þeirra. Skipulags- og byggingarfulltrúa er falið að ræða við leyfishafa og landeiganda um ákvörðun tímamarka.
3.
Skipanes 133793, skipting lands
(00.0500.00)
Mál nr. BH080008
200266-5369 Stefán Gunnar Ármannsson, Skipanesi, 301 Akranes
Umsókn Stefáns um heimild til þess að skipta landi eins og fram kemur á meðfylgjandi uppdrætti Landlína dags. 14. janúar 2008.
Nefndin samþykkir erindið fyrir sitt leyti.
4.
Stóra-Fellsöxl 133650, náma
(00.0400.00)
Mál nr. BH080012
630606-1950 Hvalfjarðarsveit, Innrimel 3, 301 Akranes
Reglur um umhverfismat vegna náma.
Nefndin beinir þeirri ábendingu til sveitarstjórnar að vinna þarf umhverfismat vegna náma í eigu sveitarfélagsins fyrir 1. júlí næst komandi.
5.
Vallanesland C, breytt notkun
(00.0480.30)
Mál nr. BH080009
010657-3939 Þórður Magnússon, Öldugötu 10, 101 Reykjavík
Erindi Þórðar um heimild til þess að fjarlægja sumarhús og byggja íbúðarhús í staðinn.
Nefndin tekur jákvætt í erindið og veitir leyfi til niðurrifs/brottflutnings núverandi húss. Sækja þarf um byggingarleyfi fyrir nýju húsi.

Skipulagsmál
6.
Aðalskipulag Hvalfjarðarsveitar, Aðalskipulag
Mál nr. BH060064
630606-1950 Hvalfjarðarsveit, Innrimel 3, 301 Akranes
Áframhald skipulagsvinnu.
Formaður skýrir frá fundi með Landlínum.
Lögð drög að lokavinnu við drög að greinargerð.
7.
Bjarkarás 1, breyting á aðalskipulagi
(14.0000.10)
Mál nr. BH070161
210245-4489 Kristján Jóhannesson, Bjarkarási 1, 301 Akranes
Bréf Skipulagsstofnunar dags. 11 janúar 2008, varðandi frekari rökstuðning sveitarstjórnar
Afgreiðslu frestað til næsta fundar.
8.
Deiliskipulag Hafnarás, breytt deiliskipulag
Mál nr. BH080010
410169-4019 Trésmiðjan Akur ehf, Pósthólf 11, 302
Umsókn Halldórs Stefánssonar fh. Trésmiðjunnar Akurs ehf. um breytingu á lóðarmörkum lóðanna 3 og 5 við Hafnarsel.
Óskað er eftir því að breytingin verði grenndarkynnt samkvæmt 2. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Umsækjendur eru taldir einu aðilarnir sem hagsmuna eiga að gæta. Frekari grenndarkynning en þegar hefur farið fram er talin óþörf. Lagt er til að breytingin verði samþykkt.
9.
Höfn 2 174854, Breyting á aðalskipulagi
(00.0287.00)
Mál nr. BH070106
190348-2889 Guðmundur Hall Ólafsson, Mótel Venusi, 301 Akranes
280149-3229 Margrét J Jónsdóttir, Höfn 3, 301 Akranes
Bréf Skipulagsstofnunar dags. 10. janúar 2008, varðandi frekari rökstuðning sveitarstjórnar
Afgreiðslu frestað til næsta fundar.
10.
Melahverfi, deiliskipulag
Mál nr. BH070133
630606-1950 Hvalfjarðarsveit, Innrimel 3, 301 Akranes
Tillögur VSÓ að fyrsta áfanga deiliskipulag Melahverfis.
Lagt fram til kynningar.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18:30

Efni síðunnar