Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

51. fundur 09. janúar 2008 kl. 16:00 - 18:00

Ása Helgadóttir, Sigurgeir Þórðarson, Magnús Ingi Hannesson, Jón Haukur Hauksson og Björgvin Helgason, auk þeirra Skúli Lýðsson skipulags- og byggingarfulltrúi

Önnur mál
1.
Belgsholt 133734, vindrafstöð
(00.0160.00)
Mál nr. BH080002
210753-2579 Haraldur Magnús Magnússon, Belgsholti 2, 301 Akranes
Erindi Haraldar varðandi fyrirhugaða uppsetningu á vindrafstöð.
Nefndin tekur jákvætt í erindið, en telur ekki forsendur til að taka endanlega afstöðu. Skiplags- og byggingarfulltrúa falið að svara bréfritara.
2.
Fjárhagsáætlun 2008, tillaga
Mál nr. BH080005
630606-1950 Hvalfjarðarsveit, Innrimel 3, 301 Akranes
Fjárhagsáætlun 2008 lögð fram.
Fjárhagsáætlun samþykkt með þeirri breytingu að liður 12 Landupplýsingakerfi og loftmyndir er hækkað úr 750.000,- í kr. 1.300.000,-
Niðurrif
3.
Belgsholt 133734, rif bygginga
(00.0160.00)
Mál nr. BH080001
210753-2579 Haraldur Magnús Magnússon, Belgsholti 2, 301 Akranes
Umsókn Haraldar um heimild til þess að rífa votheysturn sem skemmdist í veðri í byrjun desember.
Haraldur ræddi við skipulags- og byggingarfulltrúa um að hann gæti þurft að rífa turninn strax vegna hættu á hruni og var skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkur því að það yrði gert.
Gjöld kr.: 6.400,-
Erindið samþykkt

Viðurkenning meistara
4.
Staðbundin viðurkenning meistara, húsasmíðameistari
Mál nr. BH080004
190335-2679 Steinar Marteinsson, Gullengi 29, 112 Reykjavík
Umsókn Steinars um staðbundna viðurkenningu sem húsasmíðameistari í lögsagnarumdæmi Hvalfjarðarsveitar.
Meðfylgjandi Meistarabréf dags. 18. 12. 2007
Sveinsbréf dags. 6.12.2007 lokið 10.07.1964
Samþykkt.

Skipulagsmál
5.
Aðalskipulag Hvalfjarðarsveitar, tvöföldun Hvalfjarðarganga
Mál nr. BH070005
630606-1950 Hvalfjarðarsveit, Innrimel 3, 301 Akranes
Erindi Skipulagsstofnunar dags. 5. desember 2007 varðandi ný jarðgöng undir Hvalfjörð.
Lagt fram og vísað til endurskoðunar aðalskipulags.
6.
Digrilækur 1, skipulagsmál
(00.0485.05)
Mál nr. BH080003
590269-1749 Skeljungur hf, Hólmaslóð 8, 101 Reykjavík
Erindi framsent af sveitarstjóra til nefndarinnar er varðar skipulagsmál Digralæks (olíub.stöðvar í Hvalfirði)
Erindinu vísað til endurskoðunar Aðalskipulags
7.
Dragháls 133163, breytt landnotkun
(00.0160.00)
Mál nr. BH070150
260842-4719 Grétar Sveinsson, Rauðarárstíg 33, 105 Reykjavík
450400-3510 VA arkitektar ehf, Borgartúni 6, 105 Reykjavík
Erindi Hróbjarts Hróbjartssonar arkitekts fh. Grétars Sveinssonar landeiganda Dragháls,varðandi breytta landnotkun á hluta lands Dragháls úr landbúnaðarnotkun í Frístundabyggð.
Breytingin óskast auglýst samkvæmt 18. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997
Nefndin leitaði eftir umsögn umhverfis- og náttúrverndarnefndar Hvalfjarðarsveitar og heilbrigðisnefndar Vesturlands og liggja þær fyrir.
Umhverfis- og náttúruverndarnefnd leggst gegn byggð á grannsvæði, en gerir ekki athugasemdir við byggð á fjarsvæði. Heilbrigðiseftirlit Vesturlands leggst gegn breytingum á aðalskipulagi þar til rannsóknir hafa farið fram sem sýni að mannvirkjagerð muni ekki spilla viðkomandi svæði til frambúðar. Nefndin telur að ekki liggi fyrir forsendur fyrir breytingum á vatnsverndarsvæðinu og leggst að svo stöddu gegn breytingu á aðalskipulagi. Nefndin beinir því til umsækjanda að hann gangist fyrir rannsóknum.
8.
Litla-Fellsöxl 133641, deiliskipulag Litlu- Borga
(00.0360.00)
Mál nr. BH080007
240174-4729 Hreinn Heiðar Oddsson, Litlu-Fellsöxl, 301 Akranes
Tillaga Ólafs Guðmundssonar fh. landeigenda, að deiliskipulagi frístundahúsabyggðar í landi Litlu Fellsaxlar lögð fram.
Tillagan gerir ráð fyrir 38 lóðum frá 0,37 upp 0,58 hektara að stærð.
Meðfylgjandi umsögn Fornleifavernd ríkisins dags. 13. desember 2007
Bréf Vegagerðarinnar dags. 20. nóvember 2007.
Nefndir gerir kröfu um að rotþrær verði ekki fleiri en sýndar eru á uppdrætti. Bætt verði inn ákvæðum um að gervihnattamóttökudiskar skuli lítt áberandi á húsum.
Nefndin leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði, eftir breytingu, auglýst samkvæmt 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr 73/1997.

9.
Skipulagsmál, námskeið 2008
Mál nr. BH080006
630606-1950 Hvalfjarðarsveit, Innrimel 3, 301 Akranes
Tilkynning um námskeið í skipulagsgerð sveitarfélaga 2008
Lagt er til að tveir nefndarmenn hafi heimild til að sækja námskeiðið.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 17:45

Efni síðunnar