Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

50. fundur 12. desember 2007 kl. 16:00 - 18:00

Ása Helgadóttir, Sigurgeir Þórðarson, Magnús Ingi Hannesson, Jón Haukur Hauksson og Björgvin Helgason, auk þeirra Skúli Lýðsson skipulags- og byggingarfulltrúi

Önnur mál
1.
Stóri-Lambhagi sláturhús 133656, breytt heiti lóðar
(00.0420.03)
Mál nr. BH070162
530502-2010 Vöttur ehf, Stóra-Lambhaga 1, 301 Akranes
Umsókn Ingavars Gunnarssonar fh. Vattar hf. um heimild til þess að breyta nafni lóðar úr Stóri Lambhagi sláturhús í Laxárbakki.
Nefndin samþykkir fyrir sitt leyti breytingu á nafni lóðarinnar.
Skipulagsmál
2.
Bjarkarás 1, breyting á aðalskipulagi
(14.0000.10)
Mál nr. BH070161
210245-4489 Kristján Jóhannesson, Bjarkarási 1, 301 Akranes
Umsókn Kristjáns um heimild til breyta notkun lóða við Bjarkarás úr frístundasvæði í íbúðasvæði á aðalskipulagi.
Sótt er um að breytingin verði auglýst samkvæmt 2. mgr. 21. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997
Gerðar eru breytingar á drögum að skilmálum í aðalskipulagi. Nefndin telur að betra sé að svæðið verið notað sem íbúðarsvæði eins og landeigendur fara fram á, enda voru fyrri skilmálar óljósir og slík þróun byrjuð í skjóli þeirra. Með breytingunni minnkar íbúðarsvæði í 10 ha úr 27,5 ha frístundasvæði og 17,5 ha verða landbúnaðarsvæði. Breytingin er talin fela í sér minni heildaráhrif, þar á meðal minni umferð, en fyrra frístundasvæðisskipulag. Landeigendur bera ábyrgð á vegagerð að svæðinu og um svæðið, snjómokstri, vatnsöflun og vatnslögnum, fráveitu, raf- og gagnaveitu, enda er svæðið ekki þéttbýli. Nefndin leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði auglýst samkvæmt 2. mgr. 21. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
3.
Deiliskipulag Svarfhólsskógi, breyttir skilmálar leigulóða
Mál nr. BH070163
460204-2590 Félag leigulóða í Svarfhólslandi Hraunholti 11, 250 Garður
Umsókn Gunnars Kvaran formanns Félags leigulóðahafa Svarfhólsskógi um að breyta byggingarskilmálum fyrir sumarhúsalóðir (leigulóðir) í Landi Svarfhóls Hvalfjarðarsveit til samræmis við skilmála eignalóða á sama stað.
Erindið ber ekki með sér að landeigandi hafi fjallað um málið, sem er talið nauðsynlegt. Auk þess er talið rétt að skilmálar verði endurskoðaðir í heild sinni ef þeir eru teknir upp á annað borð. Afgreiðslu frestað.

4.
Höfn 2 174854, Breyting á aðalskipulagi
(00.0287.00)
Mál nr. BH070106
190348-2889 Guðmundur Hall Ólafsson, Mótel Venusi, 301 Akranes
280149-3229 Margrét J Jónsdóttir, Höfn 3, 301 Akranes
Breytt tillaga Guðmundar og Margrétar um heimild til þess að stækka námasvæði til vesturs sbr. meðfylgjandi uppdráttur Landlína.
Nefndin telur betra sé að námusvæðið verið notað í suðvestur eins og landeigendur fara fram á. Minni umhverfisáhrif eru talin verða af nýtingu á þann hátt sem landeigendur hafa óskað eftir og breytingin miðar að. Nefndin telur að þar sem eldra svæði verður lokað og nýtingu þar hætt sé rétt að samþykkja breytinguna. Lagt er fyrir landeigendur að gengið verði frá eldri og aflögðum hluta svæðisins. Lagt er til að breytingin verði auglýst skv. 2. mgr. 21. gr. laga nr. 73/1997.
5.
Melahverfi, deiliskipulag
Mál nr. BH070133
630606-1950 Hvalfjarðarsveit, Innrimel 3, 301 Akranes
Tillaga 3 frá V. S. Ó varðandi þéttbýli í Melahverfi.
1. Hönnunarsamningur
2. Smári Johnsen kemur á fundinn.
Smári Johnsen og Fríða Björg Eðvarðsdóttir mæta á fundinn. Fjallað er um nánari útfærslu hugmynda um deiliskipulag í Melahverfi. Þau viku af fundi eftir að umræðu um hugmyndir. Rætt var um drög að hönnunarsamningi og lagt til við sveitarstjórn að gengið sé frá samningnum.
Framkvæmdarleyfi
6.
Grundartangahöfn 133676, framkvæmdaleyfi
(31.0001.00)
Mál nr. BH070164
530269-7529 Faxaflóahafnir sf, Tryggvagötu 17, 101 Reykjavík
Umsókn Guðmundar Eiríkssonar fh. Faxaflóahafna um heimild til framkvæmda í samræmi við deiliskipulag austurs og vestursvæðis og felur í sér framkvæmdir er varða gatnagerð, lagnir, sjóvarnir, lóðagerð og umhverfisfrágang.
Gjöld kr.:
Framkvæmdaleyfisgjald kr.: 24.168,-
Eftirlit 10 aðkomur kr.: 60.420,-
_________________________________
Heildargjöld kr.: 84.588,-
Erindið er í samræmi við skipulag og er samþykkt með fyrirvara um að fornleifakönnun er ekki lokið. Lagt er til við sveitarstjórn að skipulags- og byggingarfulltrúa verði veitt heimild til að gefa út framkvæmdaleyfi gefi fornleifakönnun ekki tilefni til frekari rannsókna. 2

7.
Vatnaskógur, Lindarrjóður 133498, könnun á jarðvegi
(50.0000.20)
Mál nr. BH070160
521182-0169 Skógarmenn KFUM, Holtavegi 28, 104 Reykjavík
Umsókn Ársæls Aðalbergssonar fh. Skógarmanna um heimild til þess að kanna jarðveg vegna fyrirhugaðar viðbyggingar við Birkiskála.
Gjöld kr.: 6.042,-
Umbeðið leyfi er veitt, en felur eingöngu í sér heimild til könnunar jarðvegs, sem er hluti af undirbúningi framkvæmda, og felur ekki í sér byggingarleyfi.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18:00 

Efni síðunnar