Skipulags- og byggingarnefnd
Þessir nefndarmenn sátu fundinn: Jón Haukur Hauksson, Daníel A Ottesen og Björgvin Helgason, Ása Helgadóttir sem einnig á sæti í sveitarstjórn, Magnús Ingi Hannesson sem einnig á sæti í sveitarstjórn,
Auk þeirra úr sveitarstjórn: Hallfreður Vilhjálmsson oddviti, Arnheiður Hjörleifsdóttir, Hlynur Sigurbjörnsson, Stefán G. Ármannsson, Sigurður Sverrir Jónsson.
Einar Örn Thorlacius sveitarstjóri var fundarstjóri og Skúli Lýðsson skipulags- og byggingarfulltrúi ritaði fundargerð.
Skipulagsmál
1.
Aðalskipulag Hvalfjarðarsveitar, Aðalskipulag
Mál nr. BH060064
630606-1950 Hvalfjarðarsveit, Innrimel 3, 301 Akranes
Framhald vinnu við aðalskipulag.
Sameiginlegur fundur með sveitarstjórn.
Nokkur stefnumarkandi mál, sem verða til umræðu:
Leiðarljós og meginmarkmið aðalskipulagsins.
Skoða 1.5 Leiðarljós og Meginmarkmið
1. Samgöngur
A. Göngu-, hjólreiða- og reiðleiðir.
B. Tvöföldun hringvegar 1 í gegnum sveitarfélagið.
C. Grunnafjarðarleið.
2. Þéttbýli
A. Framtíðar uppbygging þéttbýlisins.
Melahverfi.
Innnes.
Hlíðarbær.
B. Bjarkarás, breytt notkun (erindi frá sveitarstjórn)
C. Ás, breytt notkun (erindi frá sveitarstjórn)
3. Frístundabyggð
A. Frístundabyggð í náttúrulegum birkiskógum
B. Fjöldi frístundasvæða í Hvalfjarðarsveit.
C. Fjarlægð framkvæmda frá Ramsarsvæði. 50 m skv. reglum, þrýstingur um 100 m.
D. Þéttleiki innan frístundasvæða? Fjöldi bústaða á hektara? Stærðir bygginga á frístundasvæðum, á að setja e-h viðmið.
4. Landbúnaður.
A. Varsla landbúnaðarlands til framtíðarnota. (til grasræktar, akuryrkju og kvikfjárræktar.)
B. Þauleldislandbúnaður, mótvægisaðgerðir , hreinsun útblásturs.
C. Fjöldi íbúðarhúsa á jörð.
D. Landsskipti og fjölgun lögbýla.
E. Frístundabyggð á landbúnaðarlandi.
5. Smábýlabyggð.
A. Á að stuðla að slíkri uppbyggingu í sveitarfélaginu?
B. Hvar í sveitarfélaginu og hversu stór svæði?
6. Iðnaður.
A. Stefna sveitarfélagsins um framtíðaruppbyggingu við Grundartanga.
B. Iðnaðarlóðir fyrir einyrkja. Aðeins við Grundartanga eða víðar?
7. Sorpförgun.
A. Moldartippur í sveitarfélaginu. Hvar? Fleiri en einn?
B. Sorpurðunarstaður í sveitarfélaginu?
Önnur mál.
Formaður setti fund og útskírði þá vinnu sem nú þegar hefur verið unnin vegna samþættingar aðalskipulags hreppanna fjögurra.
Nokkur stefnumarkandi mál til umræðu:
Leiðarljós og meginmarkmið aðalskipulagsins.
Bókun: Leiðarljós og meginmarkmið eru nú þegar nokkuð vel skilgreind, en mjög almenns eðlis. Skipulags- og byggingarnefnd kallar eftir skoðunum sveitarstjórnar um skírari leiðsögn.
1. Samgöngur :
A. Göngu-, hjólreiða- og reiðleiðir.
Bókun: Fundarmenn leggja til að reynt verði til hlítar að ná sáttum við landeigendur um staðsetningu þessara leiða.
B. Tvöföldun hringvegar 1 í gegnum sveitarfélagið.
Bókun: Fundarmenn leggja til að fresta umræðu um þetta erindi, þar til eftir fund með vegamálastjóra þann 10. september
C. Grunnafjarðarleið.
Bókun: Fundarmenn leggja til að fresta umræðu um þetta erindi, þar til eftir fund með vegamálastjóra þann 10. september
2. Þéttbýli:
A. Framtíðar uppbygging þéttbýlisins.
Bókun: Áfram verði unnið með þrjá þéttbýlisstaði
í Melahverfi á Innnesi og Hlíðarbæ. Fjöldi húsa á bújörðum verður ekki takmarkaður sérstaklega, en við þriðja hús á bújörð verði unnið deiliskipulag af fyrirhugaðri byggð.
B. Bjarkarás, breytt notkun:
Bókun: Fundarmenn leggja til að landnotkun verði breytt úr frístundabyggð í íbúðabyggð.
C. Ás, breytt notkun:
Bókun: Fundarmenn leggja til að kallað verði frekari upplýsingum varðandi málefnið.
Ákveðið að halda áfram á með umræðuna á sameiginlegum fundi nefndarinnar og sveitarstjórnar á fimmtudaginn 13. september kl 15:30
Fleira ekki gert, fundi slitið kl 19:00