Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

37. fundur 08. ágúst 2007 kl. 16:00 - 18:00

Ása Helgadóttir, Sigurgeir Þórðarson, Magnús Ingi Hannesson, Jón Haukur Hauksson og Björgvin Helgason. Auk þeirra skipulags- og byggingarfulltrúi Skúli Lýðsson

Stöðuleyfi
1.
Litli-Sandur Olíustöð 133532, stöðuleyfi
(56.0000.10)
Mál nr. BH070024
660695-2069 Olíudreifing ehf, Pósthólf 4230, 124 Reykjavík
Stöðuleyfi olíutanks útrunnið.
Viðbótarfrestur sá sem Olíudreifing ehf. fékk til þess að fjarlægja olíutank þann sem í fjörunni stendur rann út þann 1. ágúst sl.
Olíudreifingu ehf. er hér með gefin frestur til næsta fundar skipulags- og byggingarnefndar, 22. ágúst n.k., til þess að fjarlægja olíutankinn úr fjörunni.
Ef það verður ekki gert hyggst nefndin beita ákvæðum 210. gr. byggingarreglugerðar nr. 441/1998, er varða beitingu dagsekta.
Dagsektir verði kr. 20.000,- á dag frá 22. ágúst 2007.
2.
Ytri Hólmur I 133694, stöðuleyfi
(00.0310.00)
Mál nr. BH070107
240860-2609 Guðmundur Brynjólfur Ottesen, Ytra-Hólmi 1, 301 Akranes
Umsókn Guðmundar Brynjólfs um stöðuleyfi fyrir aðfluttan vinnuskúr.
Frestað, skipulags- og byggingarfulltrúa falið að afla frekari gagna.
Byggingarleyfis umsóknir
3.
Kúludalsá 4B, nýtt hús
(00.0380.42)
Mál nr. BH070074
010682-4799 Ómar Örn Kristófersson, Kjarrmóa 20, 260 Njarðvík
Umsókn Ómars um heimild til þess að reisa sumarhús samkvæmt meðfylgjandi uppdráttum Páls Gunnlaugssonar kt. 210552-2199 arkitekts.
Stærðir húss 106,3 m2 og 363,4 m3
bílgeymsla 35,8 m2 - 130,5 m3
bílskýli 42,3 m2
Gjöld kr.:
Byggingarleyfisgjald kr.: 35.873,-
Úttektargjöld 10 aðk. kr.: 60.400,-
Mæligjöld kr.: 62.540,-
Lokaúttektargjald kr.: 33.708,-
----------------------------------------------------------
Heildargjöld kr.: 191.521,-
Erindið samþykkt.

Endurnýjun byggingarleyfis
4.
Galtarvík 2, endurnýjun byggingarleyfis
(00.0180.10)
Mál nr. BH070103
211272-2959 Geir Harðarson, Vesturgötu 48, 300 Akranes
Umsókn Geirs um endurnýjun byggingarleyfis frá 6. mars 2003.
Gjöld kr.: 6.042,-
Umrætt svæði fellur innan núverandi þynningarsvæðis frá iðnaðarsvæði við Grundartanga og innan þess er ekki heimilt að reisa íbúðarhús. Erindinu er frestað til endurskoðunar aðalskipulags, þar sem m.a. fer fram endurskoðun á umræddu þynningarsvæði.
Önnur mál
5.
Akrakotsland Tún 133678, deiliskipulag
(00.0100.01)
Mál nr. BH070018
100829-2159 Gunnar Nikulásson, Höfðabraut 3, 300 Akranes
Umsókn Erlings Þórs Pálssonar fh. Gunnars um heimild til þess að skipta landi eins og fram kemur á meðfylgjandi uppdrætti gerðum af Ólafi Guðmundssyni.
Ekki eru komin fram rök sem mæla með að svo mjó landspilda verði gerð að sjálfstæðu landi (spildu), sem ekki er fyrirséð að hægt sé að nýta. Þar að auki er hluti umræddrar spildu innan veghelgunarsvæðis. Nefndin hafnar erindinu.
6.
Galtarvík 133628, skipting lands / stækkun eldri spildu
(00.0180.00)
Mál nr. BH070104
100254-7869 Guðný Elín Geirsdóttir, Galtarvík, 301 Akranes
080353-3919 Hörður Jónsson, Galtarvík, 301 Akranes
Umsókn Harðar og Guðnýjar Elínar um heimild til þess að skipta landi eins og fram kemur á meðfylgjandi uppdráttum frá Sigurbjörgu Ósk Áskelsdóttur landslagsarkitekts FÍLA hjá Landlínum.
Samþykkt
7.
Höfn 133742, skipting lands
(00.0280.00)
Mál nr. BH070105
030955-4209 Ólafína Ingibjörg Palmer, Höfn, 301 Akranes
Umsókn Ólafínu um heimild til þess að skipta landi eins og fram kemur á meðfylgjandi uppdráttum gerðum af Ólafi K. Guðmundssyni.
Frestað, vantar umsögn Vegagerðarinnar. Nefndin óskar eftir því að landeigandi geri heildarskipulag af landi jarðarinnar (þar sem skipt hefur verið út spildum).
8.
Höfn 2 174854, stækkun námusvæðis
(00.0287.00)
Mál nr. BH070106
190348-2889 Guðmundur Hall Ólafsson, Mótel Venusi, 301 Akranes
280149-3229 Margrét J Jónsdóttir, Höfn 3, 301 Akranes
Umsókn Guðmundar og Margrétar um heimild til þess að stækka námasvæði til vesturs sbr. meðfylgjandi uppdráttur Landlína.
Nefndin tekur jákvætt í erindið, en því er vísað til endurskoðunar aðalskipulags.

9.
Styrktarsjóður EBÍ 2007, erindi sveitarstjórnar
Mál nr. BH070109
630606-1950 Hvalfjarðarsveit, Innrimel 3, 301 Akranes
Erindi sveitarstjórnar dags. 6. júní 2007 til nefnda, varðandi bréf frá Styrktarsjóði EBÍ.
Nefndin felur formanni og skipulags- og byggingarfulltrúa að vinna að umsókn vegna skýrslu vegna vegamóta, merkinga á sveitarfélagamörkum og merkinga á bæjum, ferðamannastöðum o.fl. í sveitarfélaginu.
Skipulagsmál
10.
Grundartangaland verksmiðja 133675, skipulagsmál
(31.0000.20)
Mál nr. BH070108
640675-0209 Íslenska járnblendifélagið ehf, Grundartanga, 301 Akranes
Erindi Ingimundar Birnis forstjóra Járnblendifélagsins ehf. varðandi svar Skipulagsstofnunar við fyrirspurn félagsins um málsmeðferð varðandi eftirvinnslu kísiljárns.
Nefndin lítur svo á að frekar uppbygging á lóð Járnblendisfélagsins kalli á endurskoðun á deiliskipulagi lóðarinnar.
11.
Aðalskipulag Hvalfjarðarsveitar, Aðalskipulag
Mál nr. BH060064
630606-1950 Hvalfjarðarsveit, Innrimel 3, 301 Akranes
Framhald vinnu við aðalskipulag.
Yfirferð og samlestur korta
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18:30

Efni síðunnar