Skipulags- og byggingarnefnd
Ása Helgadóttir (vék af fundi 18:55), Sigurgeir Þórðarson, Magnús Ingi Hannesson, Jón Haukur Hauksson, Bjarni Jónsson (mætti í stað Ásu kl. 18.55) og Björgvin Helgason. Auk þeirra Skúli Lýðsson skipulags- og byggingarfulltrúi og Helgi Helgason heilbrigðisfulltrúi (vék af fundi 21:30), Gísli Karel Halldórsson byggingarfulltrúi á iðnaðarlóð Norðuráls ehf.
Þá eru mættir í boði nefndarinnar sveitarstjórnarmennirnir Hallfreður Vilhjálmsson og Stefán G. Ármannsson og sveitarstjóri, Einar Örn Thorlacius.
Fulltrúar Faxaflóahafna sf., Vignir Albertsson skipulagsfulltrúi og Guðmundur Eiríksson forstöðumaður tæknideildar.
Fundurinn var haldinn í Fannahlíða, þar var fjallað um 17. og 18. lið dagskrár til kl. 17.50, þá var gert fundarhlé og skipulags- og byggingarnefnd flutti sig um set og var fundi framhaldið í Miðgarði og liðir 1-16 afgreiddir.
Stöðuleyfi
1.
Grundartangahöfn, hliðshús
Mál nr. BH070052
530269-7529 Faxaflóahafnir sf, Tryggvagötu 17, 101 Reykjavík
Umsókn Bjarna Vésteinssonar kt. 250945-4429 byggingarfræðings fh. Faxaflóahafna um stöðuleyfi fyrir hliðhús vegna hafnarverndar Grundartangahafnar.
Gjöld kr.: 6.042,-
Stöðuleyfi er veitt til 16. maí 2008.
Byggingarleyfis umsókn
2.
Ferstikluland 133171, viðbygging
(00.0260.10)
Mál nr. BH070054
100153-2629 Örlygur Stefánsson, Eyrarflöt 11, 300 Akranes
Umsókn Halldórs Stefánssonar kt. 291261-5909 tæknifræðings fh. Örlygs um heimild til þess að byggja við húsið samkvæmt meðfylgjandi uppdráttum Bjarna Vésteinssonar kt. 250945-4429 byggingarfræðings.
Stærðir húss: 93,1 m2 - 280,3 m3
Aukning: 32,8 m2 - 65,2 m3
Gjöld kr.:
Byggingarleyfisgjald kr.: 9.981,-
Úttektargjöld 5. aðk. kr.: 30.210,-
Lokaúttektargjald kr.: 33.708,-
-------------------------------------------------------------
Alls gjöld kr.: 73.899,-
Erindið er í samræmi við lög, samþykkt.
1
3.
Kúhalli 15, nýtt sumarhús
(60.0201.50)
Mál nr. BH070053
131249-4119 Guðjón Guðmundsson, Suðurgötu 37, 300 Akranes
Umsókn Guðjóns um heimild til þess að reisa sumarhús samkvæmt meðfylgjandi uppdráttum Vigfúsar Halldórssonar kt. 1760-5849 byggingarfræðings.
Stæðir húss: 74,1 m2 - 224,9 m3
Gjöld kr.:
Byggingarleyfisgjald kr.: 19.630,-
Úttektargjöld 2 aðk.: 12.084,-
Mælingagjald kr.: 62.540,-
Lokaúttektargjald kr.: 33.708,-
---------------------------------------------------
Heildargjöld kr.: 127.962,-
Erindið er í samræmi við lög og er samþykkt.
4.
Ölver 15, viðbygging
(99.0701.50)
Mál nr. BH070051
121129-4779 Ríkharður Jónsson, Heiðarbraut 53, 300 Akranes
Umsókn Runólfs Sigurðssonar kt. 090157-2489 tæknifræðings fh. Ríkharðs um heimild til þess að byggja við húsið eins og fram kemur á meðfylgjandi uppdráttum Runólfs.
Stærðir húss 71,8 m2 - 201,8 m3
Aukning 5,9 m3
Gjöld kr.: 6.398,-
Erindið er samþykkt.
Niðurrif
5.
Litli-Sandur Hvalstöð 133470, niðurrif
(38.0000.10)
Mál nr. BH070055
650169-6549 Hvalur hf,Hvalfirði, Pósthólf 233, 222 Hafnarfjörður
Umsókn Kristjáns Loftssonar fh. Hvals h.f. um heimild til þess að láta rífa Járnsmíðaverkstæði 224-1893 og skúr 224-1906.
Gjöld kr.: 6.042,-
Erindið er samþykkt.
Önnur mál
6.
Friðlýsing, æðarvarp
Mál nr. BH070058
630606-1950 Hvalfjarðarsveit, Innrimel 3, 301 Akranes
Erindi sveitarstjórnar varðandi friðlýsingu æðarvarps í Hvalfirði.
Lagt fram til kynningar.
7.
Hafnarland, Mótel Venus 174559, umsögn um áfengisleyfi
(00.0285.00)
Mál nr. BH060119
630606-1950 Hvalfjarðarsveit, Innrimel 3, 301 Akranes
Erindi Sveitarstjórnar dags. 7. maí varðandi umsögn um veitingu leyfis til áfengisveitinga.
Erindi er samþykkt, enda verði athugasemdir slökkviliðsstjóra og eldvarnareftirlits hvað varðar öryggismál lagfærðar fyrir 1. júlí nk.
2
8.
Skipulagsmál, skólamál
Mál nr. BH070050
630606-1950 Hvalfjarðarsveit, Innrimel 3, 301 Akranes
Erindi sveitarstjórnar varðandi álit Fræðslu- og skólanefndar á framtíðar uppbyggingu grunnskólans.
Lagt fram til kynningar.
9.
Umferðamál, 30 km. skilti við Bugðumel
Mál nr. BH070056
630606-1950 Hvalfjarðarsveit, Innrimel 3, 301 Akranes
Erindi skipulags- og byggingarfulltrúa dags. 3. maí, þar sem lagt er til að færa 30. km. við Bugðumel til vesturs og jafnframt að merkja Bugðumel við þjóðveg 1 með byggðamerki.
Erindið samþykkt. Framkvæmdin talin mjög gagnleg.
Skipulagsmál
10.
Akrakotsland Tún 133678, deiliskipulag
(00.0100.01)
Mál nr. BH070018
051153-3679 Erling Þór Pálsson, Áshamri, 301 Akranes
Umsókn Erlings um heimild til þess að skipta landi eins og fram kemur á meðfylgjandi uppdrætti gerðum af Ólafi Guðmundssyni.
Nefndin kallar eftir nánari upplýsingum um skilmála umræddra kaupa og telur þörf á að skýrt verði kveðið á um umferðarrétt þeirra lóða sem að umræddu landi liggja og um veghelgunarsvæði Vegagerðarinnar. Afgreiðslu frestað.
11.
Bjarkarás- deiliskipulag, breytt notkun
Mál nr. BH070009
210245-4489 Kristján Jóhannesson, Bjarkarási 1, 301 Akranes
Bréf Kristjáns dags. 15. apríl til sveitarstjórnar, varðandi breytta notkun lóðanna við Bjarkarás, sem vísað var til skipulags- og byggingarnefndar.
Nefndin tekur jákvætt í að Bjarkarás fái lögbýlisrétt en bendir á að landið er að mestu leyti skipulagt sem frístundasvæði í samþykktu en óstaðfestu aðalskipulagi, aðeins lóð nr. 1 er skilgreind sem landbúnaðarland. Að öðru leyti getur nefndin ekki unnið að breytingum á aðalskipulagi þar sem samþykkt aðalskipulag hefur ekki verið staðfest af ráðherra.
12.
Efra-Skarð 133164, deiliskipulag
(00.0180.00)
Mál nr. SK060022
441200-2340 Landlínur ehf, Jaðri 2, 311 Borgarnes
Erindi Veðurstofu Íslands dags. 4. maí 2007, varðandi bráðabirgðahættumat vegna ofanflóða.
Erindi varðandi bráðabirgðahættumat vegna ofanflóða lagt fram til kynningar.
3
13.
Fagrabrekka 133686, Leikskóli, skipulagstillaga.
(00.0200.00)
Mál nr. BH060077
500602-3170 Stafna á milli ehf, Kirkjubraut 56, 300 Akranes
Erindi skipulagsstofnunar dags. 4. maí 2007, varðandi heimild til birtingar á deiliskipulaginu.
Nefndin hefur svarað athugasemdum efnislega með bréfum dags. 12. apríl s.l. Nefndin leggur fyrir skipulags- og byggingarfulltrúa að leita skýrari afstöðu Skipulagsstofnunar vegna athugasemdar um aðkomuveg. Nefndinni er kunnugt um að lóðarleigusamningur alifuglabús í nágrenninu er uppsegjanlegur með fjögurra mánaða fyrirvara. Afgreiðslu frestað.
14.
Melar 133788, deiliskipulag varphús
(00.0420.00)
Mál nr. BH060081
600667-0179 Stjörnugrís hf, Vallá, 116
Rafpóstur Geirs Gunnars frá 26. apríl 2007 varðandi fyrirhuguð varphús að Melum
Bréfritari óskar eftir tilteknum bréfum og gögnum sem nefndin felur skipulags- og byggingarfulltrúa að senda.
Miklar umræður urðu um upphaflegt erindi bréfritara. SÞ og JHH gera tillögu um að upphaflegt erindi bréfrita verði endurupptekið fyrir nefndinni og tekið til efnislegrar afgreiðslu. Tillagan lá ekki fyrir við fundarboðun og atkvæðagreiðslu er frestað.
15.
Ós 2 133648, deiliskipulag lóðar
(00.0385.00)
Mál nr. BH060078
070855-4459 Hrafnhildur Waage, Ósi 2, 301 Akranes
210949-7719 Lárus Einarsson, Ósi 2, 301 Akranes
Tillaga Bjarna O. V. Þóroddssonar tæknifræðings hjá Hönnun fh. Hrafnhildar og Lárusar, að deiliskipulagi lóðar Ós II.
Tillagan var grenndarkynnt eigendum aðliggjandi lóðar og lands sbr. 7. mgr. 43. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997
Sameiginlegar athugasemdir bárust frá þessum aðilum.
Fjallað er um framkomnar athugasemdir. 1. Nefndin tekur undir að ásýnd að Ósi hafi verið til fyrirmyndar, en sér ekki rök fyrir breytingu á því þótt fyrirhuguð framkvæmd verði leyfð. 2. Reiðleið liggur meðfram þjóðvegi (51). Auk þess er umferðarréttur um heimreið. Nefndin sér ekki röksemdir við að banna framkvæmdina þótt ekki sé skilgreind reiðleið að húsum, og vegurinn hefur verið nýttur sem reiðleið að og frá Ósi. 3. Vatnsöflun er ekki á ábyrgð sveitarfélagsins í þessu tilviki. 4. Ekki þarf að búast við mikilli aukningu í fráveitu, enda fer búfjárúrgangur ekki í fráveitu. 5. Landbúnaður hefur lengi verið og er enn á Ósi og lykt frá þeirri starfsemi, eins og eðlilegt er. Ekki verður séð að fyrirhugaðar framkvæmdir séu í eðli sínu breyting á því, auk þess að vera í samræmi við skipulag um búgarðabyggð. 6. Ekki verður annað sé en grenndarkynning hafi verið ítarleg og í samræmi við fyrirmæli laga.
Nefndin gerir þá kröfu til framkvæmdaraðila að taðgeymsla/taðþró verði lokuð (yfirbyggð).
Nefndin leggur til við sveitarstjórn að erindið verði samþykkt og leggur fyrir skipulags- og byggingarfulltrúa að svara athugasemdunum bréflega.
4
16.
Stóri-Lambhagi sláturhús 133656, aðalskipulag
(00.0420.03)
Mál nr. BH070027
530502-2010 Vöttur ehf, Stóra-Lambhaga 1, 301 Akranes
Erindi skipulagsstofnunar varðandi auglýsingu á breytingu á aðalskipulagi Skilmannahrepps. Skipulagsstofnun telur ekki hægt að auglýsa breytingatillögu, þar sem aðalskipulag er óstaðfest.
Nefndin leggur til að sveitarstjórn beiti sér fyrir því að aðalskipulag Leirár- og Melahrepps og Skilmannahrepps verði staðfest að því leyti ráðherra gerir ekki athugasemdir. Nefndin telur að fram hafi komið að ráðherra geri aðeins athugasemdir við veglínu yst í Grunnafirði og búgarðabyggð innan þynningarsvæðis iðnaðarsvæðisins við Grundartanga. Nefndin telur heimilt að staðfesta fyrirliggjandi aðalskipulög með vísan til heimildar í 2. mgr. 20. gr. og 3. mgr. 19. gr. laga nr. 73/1997. Núverandi staða er þegar farin að valda alvarlegri töf í skipulagsmálum í Hvalfjarðarsveit og yfirvofandi tjón fyrir framkvæmdaraðila og sveitarfélagið.
17.
Grundartangahöfn 133676, deiliskipulag kynning
(31.0001.00)
Mál nr. BH070057
630606-1950 Hvalfjarðarsveit, Innrimel 3, 301 Akranes
Fulltrúar Faxaflóahafna mæta og kynna breytt deiliskipulag.
Vignir Albertsson, skipulagsfulltrúi, og Guðmundur Eiríksson, forstöðumaður tæknideildar, kynntu drög Faxaflóahafna sf. að deiliskipulagi fyrir hafnarsvæðið við Grundartanga og hluta af landi Klafastaða og svöruðu fyrirspurnum fundarmanna og fundargesta.
Nefndin tekur jákvætt undir framkomnar tillögur og leggur til að þær verði sem fyrst fullunnar.
18.
Deiliskipulag, vatnsbúskapur
Mál nr. BH070059
630606-1950 Hvalfjarðarsveit, Innrimel 3, 301 Akranes
Staða mála varðandi vatnsbúskap á iðnaðarsvæðinu við Grundartanga og íbúða í Melahverfi.
Oddviti Hallfreður Vilhjálmsson og Gísli Karel Halldórsson mæta á fundin og gera grein fyrir stöðu mála
Í máli Hallfreðs og Gísla Karels kom fram að Íslenska járnblendifélagið hf. á og rekur vatnsveitu. Margir notendur hafa fengið aðgang að þessari veitu og hún er nú fullnýtt. Gísli Karel og Hallfreður kynntu nýjar upplýsingar varðandi vatnsbúskap og vatnsöflun.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 21:45