Skipulags- og byggingarnefnd
Lilja Guðrún Eyþórsdóttir, Ása Helgadóttir, Magnús Ingi Hannesson, Daníel A Ottesen og Björgvin Helgason. Auk þeirra Skúli Lýðsson skipulags- og byggingarfulltrúi.
Byggingarleyfis umsóknir
1.
Bláskógar 2, viðbygging
(09.7700.20)
Mál nr. BH070049
090152-2119 Ægir Frímannsson, Hraunholti 11, 250 Garður
Umsókn Ægis um heimild til þess að byggja við húsið eins og fram kemur á meðfylgjandi uppdráttum Ingólfs Björnssonar.
Stærðir eftir breytingu: 65,0 m2 - 201,8 m3
Stækkun: 13,4 m2 - 42,2 m3
Gjöld kr:
Byggingarleyfisgjald kr.: 8.591,-
Úttektagjöld 3 úttektir kr.:18.124,-
Lokaúttektargjald kr.: 33.708,-
--------------------------------------------------
Gjöld alls kr.: 60.423,-
Samþykkt
2.
Grundartangaland verksmiðja 133675, Gt- tækni mhl 32
(31.0000.20)
Mál nr. BH070048
480402-4050 GT Tækni ehf, Grundartanga, 301 Akranes
Umsókn Magnúsar H. Ólafssonar fh. GT. tækni um heimild til þess að reisa vélaverkstæði á lóðinni eins og meðfylgjandi uppdrættir Magnúsar sýna.
Stærðir 843,9 m2 - 7.696,1 m3
Gjöld kr.:
Byggingarleyfisgjald kr.: 470.880,-
Úttektargjöld (15 aðk.): 90.630,-
Mælingagjöld 2 mæl.: 62.540,-
Lokaúttektargjald: 33.708,-
--------------------------------------------------------
Alls gjöld kr.: 657.758,-
Samþykkt
3.
Hrísabrekka 13, nýtt sumarhús
(20.3001.30)
Mál nr. BH070046
290363-3499 Guðjón Þór Guðmundsson, Hryggjarseli 20, 109 Reykjavík
Umsókn Kristins Magnússonar kt. 201032-4829 fh. Guðjóns Þórs um heimild til þess að reisa sumarhús á lóðinni eins og fram kemur á meðfylgjandi uppdráttum Kristins.
Stærð húss:
Frestað vegna athugasemda við aðaluppdrætti
Önnur mál
4.
Skipulagsmál, skólamál
Mál nr. BH070050
630606-1950 Hvalfjarðarsveit, Innrimel 3, 301 Akranes
Erindi stýrihóps um skólastefnu í Hvalfjarðarsveit.
Skipulags og bygginganefnd vill minna á öryggis-, heilbrigðis- og ferlimál þ.e.a.s. að jafnt aðgengi sé fyrir alla. Farið verði í hvívetna eftir lögum og reglugerðum er varða skóla og skólaumhverfi.
Skipulagsmál
5.
Aðalskipulag Hvalfjarðarsveitar, Aðalskipulag
Mál nr. BH060064
630606-1950 Hvalfjarðarsveit, Innrimel 3, 301 Akranes
Framhald vinnu við aðalskipulag.
Bygginganefnd ákveður að halda sér fundi fyrir aðalskipulagsvinnu.
6.
Beitistaðir 133732, deiliskipulag
(00.0140.00)
Mál nr. BH060088
621099-2569 Tjörn ehf, Stillholti 14, 300 Akranes
Erindi Skipulagsstofnunar varðandi athugasemdir við birtingu deiliskipulags frístundabyggðar í landi Beitistaða.
Tekið fyrir bréf Skipulagsstofnunar þar sem bent er á að hún geti ekki tekið afstöðu til efnisins fyrr en sveitarstjórn hefur brugðist við umsögn Umhverfisstofnunar. Ásamt því að leitað skuli álits Fornleifaverndar ríkisins um deiliskipulagið. Byggingafulltrúi vinnur áfram að málinu.
7.
Kalastaðir 133190, deiliskipulag- Birkihlíð, frístundabyggð
(00.0440.00)
Mál nr. BH060105
271254-3779 Þorvaldur Ingi Magnússon, Kalastöðum 2, 301 Akranes
Erindi Skipulagsstofnunar varðandi athugasemdir við birtingu deiliskipulags frístundabyggðar í landi Kalastaða.
Tekið fyrir bréf frá Skipulagsstofnun er varðar deiliskipulag fyrir frístundarbyggð í landi Kalastaða Hvalfjarðarsveit. Skipulagsstofnun tekur ekki afstöðu til erindisins fyrr en afstaða sveitastjórnar til umsagnar Umhverfisstofnunar liggur fyrir, ennfremur er óskað eftir umsagnar Fornleifaverndar, Skógræktar ríkisins og umsagnar Vegagerðarinnar. Byggingafulltrúa falið að vinna að málinu.
8.
Lambhagi 133637, deiliskipulag Lambhagamelur
(00.0340.00)
Mál nr. BH070047
120451-4999 Ólafur Haukur Óskarsson, Hagamel 14, 301 Akranes
Erindi Ólafs Hauks varðandi heimild til þess að auglýsa deiliskipulag Lambhagamels fyrir 22 búgarðalóðir í landi Lambhaga, samanber meðfylgjandi uppdráttur Ólafs K. Guðmundssonar.
Lögð fram drög að deiliskipulagi fyrir Lambhagamel Hvalfjarðarsveit. Málinu frestað kallað eftir frekari gögnum.
Kærur
9.
Melar 133788, Stöðvun framkvæmda
(00.0420.00)
Mál nr. BH060021
Erindi fulltrúa sýslumannsins í Borgarnesi varðandi kæru vegna stöðvunar framkvæmda þann 12. júlí 2006
Byggingafulltrúa falið að fella niður kæruna þar sem viðkomandi byggingastjóri hefur verið ávíttur sb.212 grein byggingareglugerðar nr. 441/1998.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 17:15