Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

25. fundur 04. apríl 2007 kl. 16:00 - 18:00

Magnús Ingi Hannesson, Jón Haukur Hauksson, Daníel A Ottesen, Björgvin Helgason og Bjarni Rúnar Jónsson. Auk þeirra Skúli Lýðsson skipulags- og byggingarfulltrúi

Byggingarleyfis umsóknir
1.
Efstiás 13, nýtt sumarhús
(46.1501.30)
Mál nr. BH070025
161161-2929 Sigurður Ásgrímsson, Ægisvöllum 7, 230 Keflavík
Erindi Hlédísar Sveinsdóttur arkitekts fh. Sigurðar varðandi breytingu á deiliskipulagsskilmálum vegna nýbyggingar á lóðinni.
Erindið felur í sér svo miklar breytingar á deiliskipulagsskilmálum að nefndin er ekki reiðubúin til þeirra breytinga. Nefndin telur umrædda byggingu stinga í stúf við aðrar byggingar á svæðinu hvað varðar þakgerð, þakstefnu, aðalbyggingarefni og stærð húss. Erindinu synjað.
Skipulagsmál
2.
Aðalskipulag Hvalfjarðarsveitar, Aðalskipulag
Mál nr. BH060064
630606-1950 Hvalfjarðarsveit, Innrimel 3, 301 Akranes
Vinnutillaga skipulags- og byggingarfulltrúa lögð fram.
Lagt fram til kynningar. Samþykkt.
3.
Gröf 133629, Stækkun frístundarbyggðar
(00.0200.00)
Mál nr. BH070044
240134-5359 Jón Jóns Eiríksson, Gröf 2, 301 Akranes
Erindi Jóns varðandi stækkun frístundarbyggðar á jörðinni
Vísað til endurskoðunar aðalskipulags.
4.
Skipulagsmál, staðsetning grunnskóla
Mál nr. BH070029
630606-1950 Hvalfjarðarsveit, Innrimel 3, 301 Akranes
Erindi sveitarstjórnar varðandi staðsetningu grunnskóla.
Farið yfir tillögur um staðsetningu grunnskóla. Formanni falið að koma afgreiðslu nefndarinnar til sveitarstjórnar.
5.
Stóri-Lambhagi sláturhús 133656, aðalskipulag
(00.0420.03)
Mál nr. BH070027
530502-2010 Vöttur ehf, Flyðrugranda 20, 107 Reykjavík
Umsókn Ingvars Þ. Gunnarssonar fh. Vattar ehf. um heimild til þess að breyta notkun lóðarinnar úr iðnaðarlóð í athafna og þjónustulóð og óskar eftir að heimilt verði að auglýsa breytinguna samkvæmt 17. 0g 18. gr. skipulags og byggingarlaga nr. 73/1997
Erindi sama efnis var afgreitt í hreppsnefnd Skilmannahreppi 26. apríl 2006. Nefndin leggur til við sveitarstjórn að breytingin verði auglýst skv. ofangreindu.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18:30

Efni síðunnar