Skipulags- og byggingarnefnd
Ása Helgadóttir, Magnús Ingi Hannesson, Jón Haukur Hauksson, Daníel A Ottesen og Björgvin Helgason. Auk þeirra Skúli Lýðsson skipulags- og byggingarfulltrúi
Skipulagsmál
1.
Skipulagsmál, staðsetning grunnskóla
Mál nr. BH070029
630606-1950 Hvalfjarðarsveit, Innrimel 3, 301 Akranes
Erindi sveitarstjórnar varðandi staðsetningu grunnskóla.
Ákveðið að setja saman í greinargerð yfirlit yfir helstu kosti og galla hinna ýmsu staðsetninga grunnskóla til frekari úrvinnslu.
2.
Skipulagsmál, umferðarmál
Mál nr. BH070030
630606-1950 Hvalfjarðarsveit, Innrimel 3, 301 Akranes
Erindi sveitarstjórnar varðandi forgangsröðun á viðhaldsverkefnum vegakerfis.
Formaður nefndarinnar og Magnús lögðu fram frumdrög að forgangsröðun viðhaldsverkefna.
Formanni og Magnúsi falið að ganga frá endanlegum tillögum í samræmi við umræður á fundinum og leggja fram á næsta fundi.
3.
Ós 2 133648, deiliskipulag lóðar
(00.0385.00)
Mál nr. BH060078
070855-4459 Hrafnhildur Waage, Ósi 2, 301 Akranes
210949-7719 Lárus Einarsson, Ósi 2, 301 Akranes
Tillaga Bjarna O. V. Þóroddssonar tæknifræðings hjá Hönnun fh. Hrafnhildar og Lárusar, að deiliskipulagi lóðar Ós II lögð fram.
Tillagan gerir ráð fyrir að byggja megi útihús, sem væri innréttað sem hesthús og geymsla allt að 200,0 m2 að stærð.
Í samráði við Ólaf Brynjar Halldórsson hjá Skipulagsstofnun er lagt til að grenndarkynna fyrirhugaða byggingu eigendum aðliggjandi lóðar og lands sbr. 7. mgr. 43. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997
Nefndin samþykkir að grenndarkynna framkvæmdina.
1
Önnur mál
4.
Leirá 133774, skipting lands
(00.0320.00)
Mál nr. BH070019
190566-3159 Ásgeir Örn Kristinsson, Leirá, 301 Akranes
210470-4259 Anna Leif Elídóttir, Leirá, 301 Akranes
Umsókn Björns Jónssonar um heimild til þess að skipta landi eins og fram kemur á meðfylgjandi uppdráttum gerðum af Kristni H. Sveinssyni.
Engin aðkoma er að landi frá vegi
Sýnt hefur verið fram á aðkomu að landinu. Erindið samþykkt.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 22:45