Skipulags- og byggingarnefnd
Ása Helgadóttir, Magnús Ingi Hannesson, Jón Haukur Hauksson, Daníel A Ottesen og Björgvin Helgason auk þeirra byggingarfulltrúi Skúli Lýðsson og Helgi Helgason heilbrigðisfulltrúi.
Stöðuleyfi
1.
Litli-Sandur Olíustöð 133532, stöðuleyfi
(56.0000.10)
Mál nr. BH070024
660695-2069 Olíudreifing ehf, Pósthólf 4230, 124 Reykjavík
Umsókn Einars Sveins Ólafssonar fh. Olíudreifingar um heimild til þess að geyma olíugeymi tímabundið í fjörunni.
Gjöld kr.: 24.168,-
Umræddur olíugeymir var fluttur á staðinn án þess að sótt hafi verið um stöðuleyfi. Fyrir höndum er mesti ferðamannatími ársins. Nefndin fellst á að veita stöðuleyfi til 1. júni 2007.
Önnur mál
2.
Beitistaðir 133732, auglýsingaskilti
(00.0140.00)
Mál nr. BH070023
171057-4429 Sæmundur Víglundsson, Ásabraut 17, 300 Akranes
Umsókn Sæmundar um heimild til þess að koma fyrir auglýsingaskilti á langvegg hlöðu sbr. meðfylgjandi ljósmynd.
Erindinu er synjað með vísan til ákvæða 43. gr.náttúrverndarlaga nr. 44/1999: "Auglýsingar utan þéttbýlis.
Óheimilt er að setja upp auglýsingar meðfram vegum eða annars staðar utan þéttbýlis. Þó er heimilt, að uppfylltum ákvæðum annarra laga, að setja upp látlausar auglýsingar um atvinnurekstur eða þjónustu eða vörur á þeim stað þar sem slík starfsemi eða framleiðsla fer fram.
Umhverfisráðherra setur í reglugerð nánari ákvæði um efni greinarinnar og úrskurðar um vafaatriði."
3.
Gröf 133629, skipting lands
(00.0200.00)
Mál nr. BH070028
240134-5359 Jón Jóns Eiríksson, Gröf 2, 301 Akranes
Umsókn Jóns um heimild til þess að skipta landi eins og fram kemur á meðfylgjandi uppdráttum gerðum af Ólafi K. Guðmundssyni.
Gerð er grein fyrir aðkomu að lóðum á uppdrætti.
Um er að ræða að gerð er lóð um íbúðarhús og lítilsháttar breyting á mörkum Grafar 3. Erindið er samþykkt.
1
4.
Leirá 133774, skipting lands
(00.0320.00)
Mál nr. BH070019
190566-3159 Ásgeir Örn Kristinsson, Leirá, 301 Akranes
210470-4259 Anna Leif Elídóttir, Leirá, 301 Akranes
Umsókn Björns Jónssonar um heimild til þess að skipta landi eins og fram kemur á meðfylgjandi uppdráttum gerðum af Kristni H. Sveinssyni.
Engin aðkoma er að landi frá vegi
Ekki liggja fyrir upplýsingar um aðkomu að landinu. Nefndin telur nauðsynlegt að landið hafi aðkomu af vegi. Erindinu er frestað.
5.
Skipulagsmál, fundur
Mál nr. BH070026
630606-1950 Hvalfjarðarsveit, Innrimel 3, 301 Akranes
Bréf Skipulagsstofnunar varðandi Skipulagsdag 2007
Skipulagsdagar eru boðaðir á Akureyri 12. og 13. apríl. Nefndin ákveður að sækja um til sveitarstjórnar að tveir fulltrúar fari á fundinn.
Skipulagsmál
6.
Aðalskipulag Hvalfjarðarsveitar, Aðalskipulag
Mál nr. BH060064
630606-1950 Hvalfjarðarsveit, Innrimel 3, 301 Akranes
Aðalskipulag Hvalfjarðarsveitar.
Drög Landlína að aðlöguðu aðalskipulagi lagt fram.
Gögn borin út til nefndarmanna.
Lagt fram til kynningar. Byggingarfulltrúa falið að útfæra tillögu að vinnuáætlun. Rætt um fyrirkomulag kynningar til íbúa.
7.
Melahverfi, nýtt deiliskipulag
(21.9000.00)
Mál nr. BH060084
630606-1950 Hvalfjarðarsveit, Innrimel 3, 301 Akranes
Tillaga Sigurbjörg Áskelsdóttir landslagsarkitekts og Guðlaugar Ernu Jónsdóttur arkitekts hjá Landlínum að rammaskipulagi Melahverfis.
Lagt fram til kynningar. Ákveðið er að leita eftir heimild sveitarstjórnar til að afla hugmynda frá fleiri stöðum. Frestað.
8.
Stóri-Lambhagi sláturhús 133656, aðalskipulag
(00.0420.03)
Mál nr. BH070027
530502-2010 Vöttur ehf, Flyðrugranda 20, 107 Reykjavík
Umsókn Ingvars Þ. Gunnarssonar fh. Vattar ehf. um heimild til þess að breyta notkun lóðarinnar úr iðnaðarlóð í athafna og þjónustulóð og óskar eftir að heimilt verði að auglýsa breytinguna samkvæmt 17. 0g 18. gr. skipulags og byggingarlaga nr. 73/1997
Ákveðið er að fresta umfjöllun til endurskoðunar aðalskipulags. Byggingarfulltrúa falið að afla eldri gagna um erindið.
2
9.
Ölver- Móhóll, deiliskipulag
Mál nr. BH070022
030955-4209 Ólafína Ingibjörg Palmer, Höfn, 301 Akranes
Erindi Skipulagsstofnunar þar sem óskað er eftir afstöðu skipulags- og byggingarnefndar varðandi breytta uppdrætti svæðis B.
Nefndin telur ákvæði um stærð og hæð húsa ekki kalla á nýja auglýsingu, en lítur á nýjar upplýsingar sem fyllri skýringar skipulagshönnuðar. Ákveðið er að mæla með birtingu deiliskipulagsins.
10.
Skipulagsmál, staðsetning grunnskóla
Mál nr. BH070029
630606-1950 Hvalfjarðarsveit, Innrimel 3, 301 Akranes
Erindi sveitarstjórnar varðandi staðsetningu grunnskóla.
Ákveðið er að taka erindið fyrir á sérfundi miðvikud.21.mars n.k.
11.
Skipulagsmál, umferðarmál
Mál nr. BH070030
630606-1950 Hvalfjarðarsveit, Innrimel 3, 301 Akranes
Erindi sveitarstjórnar varðandi forgangsröðun á viðhaldsverkefnum vegakerfis.
Ákveðið er að formaður og Magnús vinni frumdrög að forgangsröðun viðhaldsverkefna fyrir næsta fund nefndarinnar. Ákveðið er að kalla fulltrúa Vegagerðarinnar á samráðsfund um vegamál í stærra samhengi. Byggingarfulltrúa falið að leggja drög að slíkum fundi.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18:20