Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

16. fundur 24. janúar 2007 kl. 16:00 - 18:00

Magnús Ingi Hannesson, Ása Helgadóttir, Jón Haukur Hauksson, Daníel A Ottesen og Björgvin Helgason.
Auk þeirra skipulags- og byggingarfulltrúi Skúli Lýðsson og heilbrigðisfulltrúi Helgi Helgason.

Fundargerð 15. fundar samþykkt og undirrituð.
Skipulagsmál
1.
Efra-Skarð 133164, deiliskipulag
(00.0180.00)
Mál nr. SK060022
441200-2340 Landlínur ehf, Jaðri 2, 311 Borgarnes
Deiliskipulag og skilmálar fyrir frístundabyggð og efnistöku í landi Efra Skarðs.Tvö svæði fyrir frístundahús á svæði 1 eru 27 lóðir og á svæði 2 eru 13 frístundalóðir. Efnistaka er á 4000 m2 svæði fyrir vegagerð svæðisins. Einnig er afmarkað svæði fyrir bæjarhúsin.
Erindið auglýst samkvæmt 25. gr. Skipulags- og byggingarlaga.
Ein athugasemd barst frá Sigurði Arnari Sigurðssyni
Skipulags- og byggingarfulltrúi hefur gert drög að svari við framkomnum athugasemdum, og er falið að svara þeim í samræmi við drögin og umræður á fundinum. Vakin er athygli á að gera þarf nánari grein fyrir fornleyfa punktum 004 og 006 á uppdrætti og að jafnframt verði gerð jarðvegsmön við sorpgáma.
Nefndin leggur því til við sveitarstjórn að deiliskipulagið verði samþykkt með þessum breytingum.
2.
Bjarkarás- deiliskipulag, breytt notkun
Mál nr. BH070009
210245-4489 Kristján Jóhannesson, Bjarkarási 1, 301 Akranes
Bréf Kristjáns dags. 15. janúar, varðandi notkun lóðanna nr. 8 og 10 við Bjarkarás.
Nefndin telur að breyta þurfi aðalskipulagi til þess að koma til móts við óskir umsækjanda, þar sem svæðið er skilgreint sem svæði fyrir frístundabyggð.
Meirihluti nefndarinnar fellst ekki á erindið.
Magnús óskar bókað að hann telji að samþykkja beri erindið. 1
3.
Melar 133788, deiliskipulag varphús
(00.0420.00)
Mál nr. BH060081
600667-0179 Stjörnugrís hf, Vallá, 116
Lögð fram deiliskipulagstillaga fyrir varphús að Melum Hildigunnur Haraldsdóttir hjá Teiknistofunni Hús og Skipulag gerði uppdráttinn.
Meðfylgjandi fyrirspurn byggingarfulltrúa til Skipulagsstofnunar varðandi samlegðar áhrif tillögunnar dags. 16. 11. 2006 og 29.11.2006
Svar Skipulagsstofnunar 23.11.2006 og 7.12.2006
Rafpóstur Magnúsar Hannessonar frá 10. janúar 2007 og svar Þorodds F. Þoroddssonar sama dag.
Grænt bókhald svínabúsins á Melum 2005.
Rafpóstur byggingarfulltrúa dags. 18. janúar til Geirs Gunnars og svar hans.
Umsögn Umhverfis- og náttúrunefndar frá 17. janúar 2007.
Skipulags- og byggingarfulltrúi fór yfir málið í heild, núverandi aðstæður á Melum, forsögu erindisins og þær umsagnir sem nefndin hefur kallað eftir, auk þess sem farið var yfir aðalskipulagsskilmála.
Allnokkrar umræður urðu um erindið og umfang starfseminnar á jörðinni. Meðal annars með tilliti til hagsmuna nágranna af lyktarmengun sem frá starfseminni er og getur orðið.
Formaður lagði fram tillögu um að erindinu væri vísað til endurskoðunar aðalskipulags.
Tillaga formanns samþykkt með 3 atkvæðum. Tveir sátu hjá.
Heilbrigðisfulltrúi lagði fram bókun varðandi greinargerð umhverfis- og náttúrunefndar, svohljóðandi:
Heilbrigðiseftirlit Vesturlands lýsir yfir vonbrigðum sínum með greinargerð umhverfis- og náttúrunefndar Hvalfjarðarsveitar frá fundi nefndarinnar 17. janúar sl.
Þar eru m.a. settar fram órökstuddar fullyrðingar um háttsemi starfsmanna Heilbrigðiseftirlits Vesturlands gagnvart aðilum sem kvartað hafa vegna starfsemi Melabúsins.
Heilbrigðiseftirlit Vesturlands óskar eftir því að umhverfis- og náttúrunefnd endurskoði greinargerðina með þetta í huga. Helgi Helgason (sign)
4.
Deiliskipulag, fornleyfaskráning
Mál nr. BH070010
691001-2960 Fornleifavernd ríkisins, Suðurgötu 39, 101 Reykjavík
Erindi Fornleyfaverndar varðandi umsögn um drög að staðli um fornleyfaskráningu.
Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að svara á þá leið að engar athugasemdir séu gerðar.
2
Sameiginleg mál
5.
Staðardagskrá 21, minnispunktar
Mál nr. BH070004
630606-1950 Hvalfjarðarsveit, Innrameli 3, 301 Akranes
Minnispunktar vinnufundar 30. nóv. lagðir fram.
Punktar frá Helga Helgasyni heilbrigðisfulltrúa lagðir fram.
Nefndarmenn fjölluðu um minnispunkta frá fundi með stýrihópi um staðardagskrá 21 og skiptu með sér verkum um nánari umfjöllun.
Önnur mál
6.
Erindisbréf, skipulags- og byggingarnefndar
Mál nr. BH070011
630606-1950 Hvalfjarðarsveit, Innrameli 3, 301 Akranes
Tillaga að erindisbréfi skipulags- og byggingarnefndar lagt fram.
Formanni falið að senda sveitarstjóra uppkastið sem nefndin gerði lítilsháttar athugasemdir við.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18:10
3

Efni síðunnar