Skipulags- og byggingarnefnd
Sigurgeir Þórðarson, Ása Helgadóttir, Magnús Ingi Hannesson, Jón Haukur Hauksson og Björgvin Helgason.
Auk þeirra Skúli Lýðsson skipulags- og byggingarfulltrúi, Gísli Karel Halldórsson byggingarfulltrúi á iðnaðarsvæði Norðuráls við Grundartanga og Helgi Helgason heilbrigðisfulltrúi
Byggingarleyfis umsóknir
1.
Grundartangaland verksmiðja 133675, millilager og pökkun
(31.0000.20)
Mál nr. BH060096
640675-0209 Íslenska járnblendifélagið ehf, Grundartanga, 301 Akranes
Umsókn Bjarna Snæbjörnssonar arkitekts fh. Íslenska Járnblendifélagsins ehf. Grundartanga um heimild til þess að reisa hús fyrir millilager, mölun og pökkun samkvæmt meðfylgjandi uppdráttum Bjarna.
Meðfylgjandi umsögn Brunamálastofnunar ríkisins og Vinnueftirlits ríkisins.
Heildarstærð húss: 2.398,6 m2 - 19.965,1 m3
Erindinu var frestað þar sem umsagnir Brunamálastofnunar og Vinnueftirlits lágu ekki fyrir. Umsagnir liggja nú fyrir. Byggingin hefur farið í gegnum ítarlegri brunatæknilega hönnun og byggingarfulltrúa er heimilt að samþykkja erindið þegar endanlegir uppdrættir liggja fyrir.
2.
Grundartangi álver 133197, nýbyggingar og rif
(00.0470.03)
Mál nr. BH070002
570297-2609 Norðurál ehf. Grundartanga
Umsókn Magnúsar H. Ólafssonar fh. Norðuráls varðandi rif þjónustuhúsa á byggingartíma og byggingu blásarahúss, mötuneytis og gasstöð.
Umsókn um leyfi fyrir byggingu blásarahúss. Samþykkt. Umsóknin er í samræmi við skipulag. Byggingin er ekki á lista yfir áður umsamdar byggingar við 5. áfanga verksmiðjunnar og leyfisgjöld fara því eftir gjaldskrá sveitarfélagsins.
Umsókn um að fjarlægja skrifstofuhús. Samþykkt.
Leyfisgjald er ákveðið 25.000 kr.
Umsókn um leyfi til að fjarlægja kennsluhús. Samþykkt.
Leyfisgjald er ákveðið 25.000 kr.
Umsókn um leyfi til að fjarlægja skriftstofuhús og mötuneyti. Samþykkt. Leyfisgjald er ákveðið 25.000 kr.
Umsókn um leyfi fyrir byggingu mötuneytishúss. Umsóknin er í samræmi við skipulag. Byggingin er ekki á lista yfir áður umsamdar byggingar við 5. áfanga verksmiðjunnar og leyfisgjöld fara því eftir gjaldskrá sveitarfélagsins. Erindið er samþykkt með fyrirvara um samþykki heilbrigðisnefndar vegna mötuneytis.
Umsókn um leyfi fyrir byggingu gasstöðvar. Samþykkt. Leyfisgjöld fara eftir gjaldskrá sveitarfélagsins. Fyrirvarar Brunamálastofnunar verði færðir inn á uppdrætti.
1
3.
Litla-Fellsöxl 2 191591, breytt notkun húss
(00.0360.02)
Mál nr. BH060092
240174-4729 Hreinn Heiðar Oddsson, Litlu-Fellsöxl, 301 Akranes
Umsókn Hreins Heiðars um heimild til þess að breyta notkun húsnæðis úr aukahúsi á bújörð í heilsárshús samkvæmt meðfylgjandi uppdráttum Kristins Magnússonar tæknifræðings.
Meðfylgjandi yfirlýsing yfir eignahald lands.
Samþykkt.
Önnur mál
4.
Fjárhagsáætlun 2007, tillaga
Mál nr. BH070003
630606-1950 Hvalfjarðarsveit, Innrameli 3, 301 Akranes
Fjárhagsáætlun 2007 lögð fram.
Nefndin fjallaði um tillögur að fjárhagsáætlun, meðal annars að ekki virðist gert ráð fyrir kaupum á búnaði sem nefndin telur þörf á að kaupa og að kostnaður vegna aðalskipulags er talinn vanáætlaður, auk fleiri atriða. Formanni er falið að kynna afstöðu nefndarinnar fyrir sveitarstjóra.
5.
Gatnamót Hringvegar og nokkurra vega., Umferðarmál
Mál nr. BH060050
630606-1950 Hvalfjarðarsveit, Innrameli 3, 301 Akranes
Tilboð Smára Ólafssonar hjá V.S.Ó varðandi viðbótargögn vegna gatnamóta Innnesvegar og Akranesvegar.
Lagt er til að tilboðinu verði tekið.
6.
Höfn 133742, skipting lands
(00.0280.00)
Mál nr. BH060123
030955-4209 Ólafína Ingibjörg Palmer, Höfn, 301 Akranes
Umsókn Ólafínu um heimild til þess að skipta landi eins og fram kemur á meðfylgjandi uppdráttum gerðum af Ólafi K. Guðmundssyni.
Nefndin lítur svo á að landnotkun verði óbreytt. Nefndin óskar eftir að gerð verði grein fyrir aðkomu. Afgreiðslu er frestað.
7.
Kirkjuból 133697, skipting lands
(00.0340.00)
Mál nr. BH060122
080737-3009 Sigurjón Guðmundsson, Kirkjubóli, 301 Akranes
270544-2749 Kristín Marisdóttir, Kirkjubóli, 301 Akranes
Umsókn Kristínar um heimild til þess að skipta landi eins og fram kemur á meðfylgjandi uppdráttum gerðum af Landlínum.
Erindið er samþykkt.
8.
Ytri Hólmur I 133694, Skipting lands
(00.0310.00)
Mál nr. BH070001
240860-2609 Guðmundur Brynjólfur Ottesen, Ytra-Hólmi 1, 301 Akranes
Umsókn Guðmundar Brynjólfs um heimild til þess að skipta landi eins og fram kemur á meðfylgjandi uppdráttum gerðum af Ólafi K. Guðmundssyni.
Meiri hluti nefndarinnar óskar eftir að gerð verið grein fyrir landnotkun. Magnús óskaði bókað að hann telji rétt að samþykkja erindið.l Afgreiðslu er frestað.
2
Sameiginleg mál
9.
Staðardagskrá 21, minnispunktar
Mál nr. BH070004
630606-1950 Hvalfjarðarsveit, Innrameli 3, 301 Akranes
Minnispunktar vinnufundar 30. nóv. lagðir fram.
Ákveðið er að málefnið verði tekið fyrir á sérfundi. Afgreiðslu frestað.
Skipulagsmál
10.
Aðalskipulag Hvalfjarðarsveitar, tvöföldun Hvalfjarðarganga
Mál nr. BH070005
630606-1950 Hvalfjarðarsveit, Innrameli 3, 301 Akranes
Erindi sveitarstjórnar dags. 8. janúar 2007 varðandi bréf Spalar um tvöföldun Hvalfjarðarganga.
Vísað til endurskoðunar aðalskipulags, en nefndin tekur jákvætt undir erindið.
11.
Aðalskipulag Leirár- og Melahrepps, úrskurður
Mál nr. BH070007
630606-1950 Hvalfjarðarsveit, Innrameli 3, 301 Akranes
Erindi sveitarstjórnar dags. 8. janúar 2007, varðandi úrskurð Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála
Lagt fram til kynningar.
12.
Deiliskipulag, iðnaðarsvæði
Mál nr. BH070006
630606-1950 Hvalfjarðarsveit, Innrameli 3, 301 Akranes
Erindi Sveitarstjórnar dags. 8 janúar, varðandi bréf Þorsteins Vilhjálmssonar, þar sem óskað er eftir lóð fyrir iðnaðarhús.
Vísað til endurskoðunar aðalskiplags. Nefndin tekur jákvætt í erindið.
13.
Efra-Skarð 133164, Deiliskipulag
(00.0180.00)
Mál nr. SK060022
630606-1950 Hvalfjarðarsveit, Innrameli 3, 301 Akranes
Deiliskipulag og skilmálar fyrir frístundabyggð og efnistöku í landi Efra Skarðs.Tvö svæði fyrir frístundahús á svæði 1 eru 27 lóðir og á svæði 2 eru 13 frístundalóðir. Efnistaka er á 4000 m2 svæði fyrir vegagerð svæðisins. Einnig er afmarkað svæði fyrir bæjarhúsin.
Erindið auglýst samkvæmt 25. gr. Skipulags- og byggingarlaga.
Ein athugasemd barst frá Sigurði Arnari Sigurðssyni
Byggingarfulltrúa er falið að vinna drög að svari við athugasemdunum. Afgreiðslu frestað.
14.
Fagrabrekka 133686, Leikskóli, skipulagstillaga.
(00.0200.00)
Mál nr. BH060077
500602-3170 Stafna á milli ehf, Kirkjubraut 56, 300 Akranes
Deiliskipulagstillaga Stafna á Milli gerð af Glámu Kím vegna leikskóla í landi Fögrubrekku.
Ása vék af fundi á meðan erindið var til meðferðar.
Nefndin leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagið verði auglýst með vísan til 25. gr. laga nr. 73/1997.
3
15.
Melahverfi, breyting á deiliskipulagi
Mál nr. BH060094
630606-1950 Hvalfjarðarsveit, Innrameli 3, 301 Akranes
Erindi skipulagsfulltrúa varðandi breytingu á deiliskipulagi Melahverfis vegna breytingar á stærðum og lóðarmörkum lóðanna Innrimels 1 og númer 3 við Innrimel.
Tillagan hefur verið grenndarkynnt fyrir íbúum og eigendum við Hagamel nr. 1, 3, 5 og 7 og við Lækjarmel nr. 2, 4 , 6 og 8., samkvæmt 2. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga.
engar athugasemdir bárust.
Lagt er til við sveitarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt og að sveitarstjórn ábyrgist bætur til þeirra sem kunna að verða fyrir tjóni vegna breytingarinnar.
16.
Melar 133788, Deiliskipulag varphús
(00.0420.00)
Mál nr. BH060081
600667-0179 Stjörnugrís hf, Vallá, 116
Lögð fram deiliskipulagstillaga fyrir varphús að Melum Hildigunnur Haraldsdóttir hjá Teiknistofunni Hús og Skipulag gerði uppdráttinn.
Meðfylgjandi fyrirspurn byggingarfulltrúa til til Skipulagsstofnunar varðandi samlegðar áhrif tillögunnar dags. 16. 11. 2006 og 29.11.2006
Svar Skipulagsstofnunar 23.11.2006 og 7.12.2006
Nefndin hefur kallað eftir afstöðu Skipulagsstofnunar vegna hugsanlegra samlegðaráhrifa framkvæmdarinnar (vegna varphúsa og svínahúsa). Skipulagsstofnun telur samlegðaráhrif vera hverfandi. Sjónarmið eru rædd, meðal annars hagsmunir nágranna af umfangsmeiri búrekstri á Melum. Byggingarfulltrúa er falið að afla nýjustu upplýsinga um magn úrgangs frá búinu í ljósi þeirra breytinga sem fyrirsjáanlegar eru í meðferð úrgangs á næstunni. Jafnframt er ákveðið að kalla eftir áliti umhverfisnefndar Hvalfjarðarsveitar. Afgreiðslu er frestað.
17.
Narfastaðir 133790, deiliskipulag
(00.0460.00)
Mál nr. BH060109
021148-3699 Steini Þorvaldsson, Heiðarhjalla 19, 200 Kópavogur
Tillaga Gísla Gíslasonar landslagsarkitekts hjá Landmótun fh. landeigenda, að deiliskipulagi frístundahúsabyggðar í landi Narfastaða lögð fram.
Tillagan gerir ráð fyrir 47 lóðum frá 0,4 upp 0,8 hektara að stærð.
Meðfylgjandi umsögn Fornleifaverndar
Nefndir óskar eftir því að samningur um vatnsöflun verði lagður fram eða sýnt fram á viðurkennt vatnsból. Nefndin mælir með að sameinast verði um rotþrær þar sem því verður við komið, sbr. samþykkt sveitarstjórnar. Afgreiðslu frestað.
4
18.
Ós 2 133648, Fyrirspurn, geymsla/hesthús
(00.0385.00)
Mál nr. BH060078
070855-4459 Hrafnhildur Waage, Ósi 2, 301 Akranes
210949-7719 Lárus Einarsson, Ósi 2, 301 Akranes
Tillaga Bjarna O. V. Þóroddssonar tæknifræðings hjá Hönnun fh. Hrafnhildar og Lárusar, að deiliskipulagi lóðar Ós II lögð fram.
Tillagan gerir ráð fyrir að byggja megi útihús, sem væri innréttað sem hesthús og geymsla allt að 200,0 m2 að stærð.
Erindið er í samræmi við skipulag og er lagt er til við sveitarstjórn að deiliskipulagið verði auglýst skv. 25. gr. laga nr. 73/1997.
19.
Herdísarholt 207331, deiliskipulag
(00.0480.02)
Mál nr. BH070008
291154-3959 Gunnar Hlöðver Tyrfingsson, Höfn, 301 Akranes
201055-4669 Unnur Herdís Ingólfsdóttir, Höfn, 301 Akranes
Tillaga Péturs H. Jónssonar arkitekts fh. landeigenda, að deiliskipulagi fyrir íbúðar- og þjónustuhúsa í Herdísarholti í landi Vallarness.
Tillagan gerir ráð fyrir einu íbúðarhúsi ásamt 10 smáhúsum.
Nefndin tekur jákvætt í erindið, en það þarfnast nánari úrvinnslu. Frestað.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 19:15
5