Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

12. fundur 22. nóvember 2006 kl. 16:00 - 18:00

Sigurgeir Þórðarson, Ása Helgadóttir, Magnús Ingi Hannesson, Jón Haukur Hauksson og Björgvin Helgason formaður nefndarinnar.  Auk þeirra sátu fundinn Helgi Helgason heilbrigðisfulltrúi og Skúli Lýðsson skipulags- og byggingarfulltrúi.

 

Byggingarleyfisumsóknir

 

1.

Hrísabrekka 16, geymsluhús 

(20.3001.60)

Mál nr. BH060102

 

030368-2909 Helga Jónsdóttir, Lækjasmára 11, 201 Kópavogur

Umsókn Helgu um heimild til þess að byggja geymsluhús á lóðinni samkvæmt meðfylgjandi uppdráttum Björgvins Víglundssonar arkitekts.

Stæð:  20,0 m2  -  98,4 m3

Gjöld

Byggingarleyfisgjöld: 11.308,-

úttektargjöld:                  17.100,-

_________________________

Heildargjöld kr.:            28.408,-

Samþykkt. Erindið rúmast innan deiliskipulagsskilmála.

 

Önnurmál

 

2.

Umferðarmál, bílastæði stórra bíla 

 

Mál nr. BH060099

 

630606-1950 Hvalfjarðarsveit, Innrameli 3, 301 Akranes

Erindi Hjalta Hafþórssonar dags. 13. nóvember 2006, varðandi bifreiðarstæði fyrir stórar bifreiðar

Tekið er jákvætt í tillögur bréfritara og ákveðið að vinna að skipulagningu geymslusvæðis og bílastæði fyrir stóra bíla.  Byggingarfulltrúa falið að móta tillögur um svæði sem gæti hentað.

 

Viðurkenning meistara

 

3.

Staðbundin viðurkenning meistara, húsasmíðameistari 

 

Mál nr. BH060107

 

160856-4839 Guðni Birgisson, Þórsvöllum 3, 230 Keflavík

Umsókn Guðna um staðbundna viðurkenningu sem húsasmíðameistari í lögsagnarumdæmi Hvalfjarðarsveitar.

Meðfylgjandi Meistarabréf dags. 13. júlí 1982

Samþykkt.  Umsækjandi hefur lagt fram fullnægjandi gögn.

 

 

Skipulagsmál

 

4.

Aðalskipulag, skógrækt 

 

Mál nr. BH060108

 

630606-1950 Hvalfjarðarsveit, Innrameli 3, 301 Akranes

Erindi sveitarstjórnar dags. 8. nóvember 2006 varðandi ályktun Skógræktarfélags Íslands um að auka vægi skógræktar í aðal- og deiliskipulagstillögu.

Nefndin ákveður að taka erindið til meðferðar við endurskoðun aðalskipulags.

 

5.

Kalastaðir 133190, smáhýsi 

(00.0440.00)

Mál nr. BH060106

 

271254-3779 Þorvaldur Ingi Magnússon, Kalastöðum 2, 301 Akranes

Tillaga Guðlaugar Ernu Jónsdóttur arkitekts hjá Landlínum fh. Þorvaldar Inga, að breytingu á deiliskipulagi smáhúshúsabyggðar í landi Kalastaða, lögð fram.

Tillagan gerir ráð fyrir fjölgun smáhúsa úr þremur húsum í sex.

Jón Haukur vék af fundi vegna vanhæfis meðan erindið var til umfjöllunar.  Erindinu hafnað með tilvísun í aðalskipulag, þar sem það heimilar einungis 3 aukahús og frístundahús, sem ekki tengist búrekstri.

 

6.

Kalastaðir 133190, deiliskipulag- Birkihlíð, frístundabyggð 

(00.0440.00)

Mál nr. BH060105

 

271254-3779 Þorvaldur Ingi Magnússon, Kalastöðum 2, 301 Akranes

Tillaga Guðlaugar Ernu Jónsdóttur arkitekts hjá Landlínum fh. Þorvaldar Inga, að deiliskipulagi frístundahúsabyggðar í landi Kalastaða lögð fram.

Tillagan gerir ráð fyrir 49 lóðum frá 1/2 upp í tvo hektara að stærð.

Jón Haukur vék af fundi meðan erindið var afgreitt.  Nefndin leggur til að hönnuður lagfæri uppdrætti í samræmi við athugasemdir skipulags og byggingafulltrúa og í framhaldi af því mælir hún mað að sveitarstjórn auglýsi tillöguna skv. 1. mgr 25.gr laga nr. 73/1997.

 

7.

Melahverfi 01, nýtt deiliskipulag 

(21.9000.00)

Mál nr. BH060084

 

 

Erindi sveitarstjórnar dags. 5. október 2006 varðandi tillögu Guðlaugar Ernu Jónsdóttur arkitekts hjá Landlínum að nýju deiliskipulagi í Melahverfi.

Erindinu er frestað til frekari vinnslu.  Ákveðið er að fá skipulagshönnuð á fund nefndarinnar.

 

 

8.

Ós 2 133648, Fyrirspurn, geymsla/hesthús 

(00.0385.00)

Mál nr. BH060078

 

070855-4459 Hrafnhildur Waage, Ósi 2, 301 Akranes

210949-7719 Lárus Einarsson, Ósi 2, 301 Akranes

Tillaga Bjarna Vésteinssonar byggingarfræðings hjá Hönnun fh. Hrafnhildar og Lárusar, að deiliskipulagi lóðar Ós II  lögð fram.

Tillagan gerir ráð fyrir að byggja megi vélageymslu á einni hæð í stíl við íbúðarhús.

Lóðin að Ósi 2 er skilgreind sem landbúnaður/búgarðar í drögum að aðalskipulagi, merkt B2. Lögð er fram tillaga að deiliskipulagi einnar, um það bil hálfs hektara lóðar, á 10 ha landbúnaðar/búgarðasvæði.  Nefndin telur rétt að svæði B2 sé deili skipulagt sem heild.  Erindinu er frestað til frekari vinnslu.

 

 

 

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 17:30

Efni síðunnar