Menningar- og atvinnuþróunarnefnd 2011-2018
Brynja Þorbjörnsdóttir formaður, Áskell Þórisson, Brynjólfur Sæmundsson og Ása Líndal Hinriksdóttir félagsmála- og frístundafulltrúi
1. 17 júní hátíðarhöldin 2018.
Ása fór yfir hvernig tókst til á síðasta ári. Þar sem undirbúningur hófst seint þá varð kostnaður meiri en áætlað var þar sem ódýrari listamenn voru uppbókaðir. Því þyfti að hefja undirbúning sem fyrst. Ákveðið var að ræða við forsvarsmenn Tónlistarfélagsins um það hvort félagið væri fáanlegt til að halda áfram með þetta verkefni.
2. Hvalfjarðardagar 2018
Ása fór yfir hvernig gekk á síðasta ári. Ákveðið var að fella niður Helgusund og hlaup þar sem þátttaka var ekki nægjanleg. Dagskrárliðir voru mis vel sóttir, sumir vel en aðrir mjög illa. Rætt var um hvort eigi að breyta fyrirkomulagi Hvalfjarðardaga og fækka dögum niður í einn. Ákveðið var að boða til fundar með ferðaþjónustuaðilum og aðilum sem hafa komið að dagskrárliðum á síðustu árum til að kanna áhuga fólks á að taka þátt á þessu ári og viðhorf þeirra til dagafjölda.
3. Önnur mál.
Brynjólfur vakti máls á málum varðandi félagsheimilið Hlaðir.
Nefndin lýsir yfir áhyggjum sínum af því að jafn fjölsóttur, árlegur menningarviðburður eins og þorrablót UMH sé fært í húsnæði sem rúmar ekki þann fjölda sem ælta má að sæki blótið.
Það er ófært að mati nefndarinnar að sveitafélagið ráði ekki yfir húnæði sem er nógu stórt fyrir samkomur á borð við þorrablót. Nefndin er þeirrar skoðunar að leigusamningur hvers tíma eigi að gera ráð fyrir að íbúar hafi greiðan aðgang að húsinu undir stærri samkomur.
Marka þarf stefnu um stórt húsnæði af þessu tagi í sveitarfélaginu en nefdin telur rangt að selja eða leigja Hlaðir til langs tíma þar til framtíð félagsheimila í Hvalfjaðrarsveit hefur verið mótuð.
Fleira ekki gert fundi slitið kl. 19:10