Fara í efni

Menningar- og atvinnuþróunarnefnd 2011-2018

40. fundur 04. nóvember 2016 kl. 16:00 - 18:00

Brynja Þorbjörnsdóttir, Ásta Marý Stefánsdóttir, Brynjólfur Sæmundsson, Áskell Þórisson og Ingibjörg Halldórsdóttir

1.       Hvalfjarðardagar 2016:

Farið yfir skýrslu frá Guðnýju Kristínu Guðnadóttur sem var verkefnastjóri Hvalfjarðardaga. Nefndin lýsir yfir almennri ánægju með verkefnið og telur að Guðný hafi staðið sig mjög vel í starfi. Nefdin telur að full ástæða sé til að efla Hvalfjarðardaga enn frekar og  tekur undir með verkefnastjóra að skynsamlegt sé að taka Miðgarð einnig frá fyrir dagskrá hátíðarinnar. Þá mætti einnig athuga að gefa dagskrá hátíðarinnar út á ensku.

 

2.       Framhald umræðu um starfandi fyrirtæki í sveitafélaginu:

Lagður var fram listi yfir starfandi fyrirtæki í sveitafélaginu. Þar kemur fram að starfsemi í sveitarfélaginu er fjölbreytt. Nefndin telur að það séu sóknarfæri í atvinnulífi í sveitarfélaginu og vill geta lagt sitt af mörkum meðal annars með því að halda námskeið og kynningar.

 

3.       Önnur mál:

1.       Rætt um verkefni er varðar kynningar á áhugaverðum stöðum innan svæðisins fyrir ferðamenn

2.       Fundartími, framvegis verða fundir nefndarinnar haldnir kl 18:00 á fimmtudögum.

 

 

Fleira var ekki rætt og fundi slitið kl 16:50

Efni síðunnar