Menningar- og atvinnuþróunarnefnd 2011-2018
Jónella Sigurjónsdóttir, Brynjar Ægir Ottesen og Brynjólfur
Sæmundsson. Áskell Þórisson, 1. varamaður sat fundinn fyrir hönd
Alexöndru Chernyshovu sem boðaði forföll. Ingibjörg Halldórsdóttir
boðaði einnig forföll en ekki náðist í varamann fyrir hana.
Einnig mætti á fundinn undir 1. lið Anna Leif Elídóttir.
1. Stefnumótun. Anna Leif Elídóttir kynnti meistaraverkefni sitt „Menning og
menningararfur í Hvalfjarðarsveit“. Nefndin þakkar Önnu Leif kærlega fyrir
fræðandi erindi. Anna Leif vék af fundi kl. 19.30. Nefndin ræddi
stefnumótun áfram.
2. Fjárhagsáætlun 2016. Tillaga nefndarinnar verður send til sveitarstjóra.
3. Dagsetningar viðburða 2016. Nefndin ræddi dagsetningu Hvalfjarðardaga
en sú hugmynd hefur komið upp að flytja þá til og halda dagana í byrjun
sumars. Haft verður samband við ferðaþjónustuaðila til þess að fá fram
þeirra skoðun. Sautjánda júní hátíðarhöld verða þann 17. júní. Að auki
verður stefnt að menningartengdum viðburði í byrjun aðventu.
Fleira ekki gert fundi slitið kl. 21.10