Fara í efni

Menningar- og atvinnuþróunarnefnd 2011-2018

32. fundur 10. september 2015 kl. 18:00 - 20:00

 

Jónella Sigurjónsdóttir, Brynjar Ægir Ottesen, Brynjólfur Sæmundsson og Alexandra Chernyshova.

1.  Uppgjör Hvalfjarðardaga 2015. Sigurvegari ljósmyndasamkeppni 

Hvalfjarðardaganna, Guðjón Guðmundsson, kom á fund nefndarinnar og 

dómnefndar keppninnar og tók á móti verðlaunum. Heiður Hallfreðsdóttir, 

verkefnastjóri, lagði fram greinargerð sína um framkvæmd 

Hvalfjarðardaganna. Hún útskýrði einstaka þætti greinargerðarinnar og fór 

yfir fjárhagslegt uppgjör daganna. Nefndin lýsir yfir ánægju sinni með 

faglega nálgun Heiðar að verkefninu. Hún hélt ákaflega vel utan um 

verkefnið og var skipulagning og framkvæmd til mikillar fyrirmyndar. Að 

mati nefndarinnar tókust Hvalfjarðardagarnir afar vel og vill nefndin þakka 

Heiði og öllum þeim sem tóku þátt í viðburðum og lögðu hönd á plóg við 

framkvæmd daganna.

 

2.  Stefnumótun menningar- og atvinnuþróunarnefndar. Nefndin hefur fengið 

Önnu Leif Elídóttur til þess að koma á næsta fund nefndarinnar og segja frá 

efni meistararitgerðar sinnar sem fjallar um menningarlíf í 

Hvalfjarðarsveit.

 

 

Fleira ekki gert fundi slitið kl. 20.30

Efni síðunnar