Menningar- og atvinnuþróunarnefnd 2011-2018
Jónella Sigurjónsdóttir, Brynjar Ægir Ottesen, Brynjólfur
Sæmundsson og Alexandra Chernyshova. Ingibjörg Halldórsdóttir boðaði forföll
1. Hvalfjarðardagar 2015. Farið yfir dagskrána. Nefndin lýsir yfir ánægju sinni
með glæsilega dagskrá. Ákveðið að hitta Heiði Hallfreðsdóttur
verkefnastjóra að hátíð lokinni og fara yfir verkefnið með henni.
2. Stefnumótunarvinna. Unnið að stefnumótun í menningar- og
atvinnumálum.
3. 17. júní hátíðarhöld. Rætt um að það þurfi að bæta alla umgjörð um
fjallkonuna og hennar hlutverk hverju sinni. Nefndin er mjög ánægð með
framkvæmd 17. júní hátíðarhaldanna 2015, ákveðið að leita til
Tónlistarfélags Hvalfjarðarsveitar um áframhaldandi samstarf.
4. Fjárhagsáætlun. Nefndin ræddi fjárhagsáætlun fyrir árin 2015 og 2016.
Farið yfir hvernig áætlunin stendur í dag og hugmyndir að fjárhagsáætlun
2016 ræddar.
Fleira ekki gert fundi slitið kl. 19.30