Menningar- og atvinnuþróunarnefnd 2011-2018
Jónella Sigurjónsdóttir, Ingibjörg Halldórsdóttir, Brynjar Ottesen, Brynjólfur Sæmundsson.
1. Hvalfjarðardagar 2015
Undir þessum lið komu nokkrir fulltrúar frá þeim ferðaþjónustuaðilum sem hafa staðið að Hvalfjarðardögum undanfarin ár, þau Guðjón Sigmundsson, Arnheiður Hjörleifsdóttir og Björn Páll Fálki. Áhugi var til staðar hjá báðum aðilum að efla hátíðina.
2. Drög að fjárhagsáætlun 2015
Fjárhagsáætlun nefndarinnar fyrir árið 2015 rædd.
Lagt er til að fjárhagsáætlun ársins líti svona út:
· Hvalfjarðardagar – 650.000
· 17. júní – 300.000
· Hátíðardagskrá – 150.000
Þar sem ekki er búið að leysa að fullu húsnæðismál vegna þorrablóta leggur nefndin til að kostnaður vegna þorrablóta verið færður af fjárhagsreikningi sveitarfélagsins þar til þau mál hafa verið leyst. Ef til þess kemur, ekki þarf nefndir 200.000 kr. aukalega á fjárhagsáætlun sína.
Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 22:45