Menningar- og atvinnuþróunarnefnd 2011-2018
Anna Leif Elídóttir, Jóhanna Harðardóttir, Ása Hólmarsdóttir, Sigurgeir
Þórðarson og Birgitta Guðnadóttir. Brynjar Ottesen boðaði forföll.
1) Anna Leif setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna.
2) Fjárhagsáætlun 2014.
Nefndin fór yfir fjárhagsáætlun ársins 2014.
3) Sagnaöflun nefndarinnar.
JH hefur skilað af sér fréttum, viðtölum, greinum og myndum sem hún
hefur safnað á vegum nefndarinnar til sveitarskrifstofu. Auk þess gefur
hún höfundarrétt á eigin efni sem hún hefur skrifað í gegn um tíðina og
tengist svæðinu. Eru þessi gögn geymd í gagnaveri Hvalfjarðarsveitar.
Nefndin leggur til við sveitarstjórn að efnið verði gert aðgengilegt á
heimasíðu Hvalfjarðarsveitar. Þar geta skólarnir og allir áhugasamir
nýtt sér það til skemmtunar og fróðleiks. Auk þessa efnis er viðtal
Sævars Jónssonar við Vífil Búason aðgengilegt á sama stað. Nefndin
þakkar Jóhönnu G. Harðardóttur kærlega fyrir vel unnin störf.
4) Erindi Baldvins Björnssonar vegna þorrablóts.
Erindinu hafnað þar sem á fjárhagsáætlun fyrir árið 2014, sem
afgreidd var af sveitarstjórn, er ekki gert ráð fyrir fjárveitingu til
menningarmálanefndar vegna þorrablóts á árinu.
5) Erindi Alexöndru Chernyshova vegna verkefnisins „Í Skálholti“.
Erindinu hafnað þar sem á fjárhagsáætlun fyrir árið 2014, sem
afgreidd var af sveitarstjórn , er ekki gert ráð fyrir fjárveitingu til
menningarmálanefndar vegna verkefnisins.
Fleira ekki gert.
Fundi slitið kl 18:50.
Fundargerð ritaði: Anna Leif Elídóttir í tölvu.