Fara í efni

Menningar- og atvinnuþróunarnefnd 2011-2018

16. fundur 23. september 2013 kl. 20:00 - 22:00

Anna Leif Elídóttir, Brynjar Ottesen, Ása Hólmarsdóttir og Sigurgeir Þórðarson.

Jóhanna Harðardóttir boðaði forföll

 

1.   Erindi frá Alexöndru Chernyshova sem er að semja óperu sem fjallar
um vináttu Ragnheiðar Brynjólfsdóttur og Hallgríms Péturssonar prests í
Saurbæ. Í tilefni af að það eru liðin 400 ár frá fæðingu hans. Guðrún
Ásmundsdóttir mun semja sagnahlutann um sögu Hallgríms. Nefndin
leggur til við sveitarstjórn að kaupa dagskrá til heiðurs Hallgrími
Péturssyni á 400 ára ártíð hans en hann fæddist árið 1614. Dagskráin
mun kosta 1.000.000 kr.


2.  Fjárhagsáætlun fyrir 2014. Drög að fjárhagsáætlun gerð.


  Réttarkaffi 200.000
  Húsaleiga vegna Þorragleði 100.000
  Þjóðhátíðardagur 300.000
  Sumarhátíð 300.000
  Þrettándagleði 410.000
  Páskahátíð /Ártíð Hallgríms Péturssonar 1.000.000
  Sögukort og merkingar á merkum stöðum 400.000
  Ófyrirséð 100.000


3.  Skiltamál. Nefndin bendir sveitarstjórn á að viðhald upplýsingaskilta er
aðkallandi  þar sem meðal annars eitt skiltanna er fokið niður.

 


Fleira ekki gert
Fundi slitið kl.21:15

Brynjar Ottesen

Efni síðunnar