Fara í efni

Menningar- og atvinnuþróunarnefnd 2011-2018

13. fundur 15. janúar 2013 kl. 18:00 - 20:00

Anna Leif Elídóttir, Jóhanna Harðardóttir , Brynjar Ottesen, Ása Hólmarsdóttir og Jón Valgeir Viggósson sem varamaður fyrir Sigurgeir Þórðarsonar. Ása Hólmarsdóttir vék af fundi k.l 19:20.

1. Formaður setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna.


2. Þorrablót 2013.


Mikil umræða fór fram um það hvort og hvernig menningar- og atvinnuþróunarnefnd á að koma að þorrablóti. Ákveðið var að styrkja þorrablót um 85.000 kr. vegna leigu að þessu sinni. Ástæðurnar eru nokkrar en þar ber hæðst að víðast eru þorrablót í húsnæði sem eru í rekstri sveitarfélaga og því þarf ekki að greiða sérstaka leigu vegna þeirra. Auk þess er almennt litið á þorrablótið sem nokkurs konar árshátíð íbúa sveitarfélagsins. Upphaflega var fjármagnið þó hugsað innan nefndarinnar til þess að tryggja það að þorragoði þyrfti ekki sjálfur að taka á sig tap vegna blótsins ef svo færi. Björn Páll Fálki Valsson og Brynjólfur Sæmundsson viku af fundi.


3. Þrettándagleðin að Hlöðum sunnudaginn 6. janúar gekk með eindæmum vel og mættu sveitungar og nærsveitamenn og skemmtu sér vel. Það hafa verið ríflega 120 manns sem komu á svæðið og þáðu veitingar og svo var dansað í kringum jólatréð og jólasveinar komu og kvöddu börnin og foreldra.
Ingó töframaður sýndi töfrabrögð og fengu margir að taka þátt í þeirri stórkostlegu sýningu og máttu sjá gapandi munna yfir þessum sjónhverfingum. Að lokum var farið út og horft á flugeldasýningu og menn fóru glaðir og sælir frá þessari þrettándagleði.

 

Fleira ekki gert
Fundi slitið kl.19:40

Brynjar Ottesen

Efni síðunnar