Fara í efni

Menningar- og atvinnuþróunarnefnd 2011-2018

10. fundur 24. september 2012 kl. 19:00 - 21:00

Anna Leif Elídóttir, Jóhanna Harðardóttir, Brynjar Ottesen og Sigurgeir Þórðarson. Auk þeirra sátu Sævar Ari Finnbogason og Guðjón Steindórsson fyrsta lið fundarins.

1. Formaður setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna.


2. Kynning um IPA verkefnin.


Lögð voru fram gögn um vinnslu á tilögum fyrir styrkumsókn IPA. Stuttur tími til stefnu ákvarðanir ekki teknar. Fylgst verður með framvinnslu málsins. SAF og GS véku af fundi kl 20:05.


3. Fjárhagsáætlun 2013.


Drög að fjárhagsáætlun 2013 rædd.


4. Þjónustuskilti.


Ákveðið var að klára verkefnið. Jóhönnu falið að semja við Logoflex og fá leyfi til að setja síðasta skiltið við gangnaplan. Formaður tekur að sér að athuga með málun skiltarammanna.


5. Lausnir vegna viðburða.


Rætt var um framkvæmdir viðburða á vegum sveitarfélagsins.


6. Styrkur frá Brunabót vegna sagnaöflunar um Hvalfjarðarsveit.


Nefndin hefur fengið 200.000 kr vegna sagnaritunar mótframlag upp á 50% frá Hvalfjarðarsveit.


7. Sumarhátíð í Hvalfjarðarsveit.


Nefndin þakkar „Sveitinni milli stranda“ fyrir sitt framlag til hátíðarinnar sem var mjög vel lukkað.

 


Fleira ekki gert fundi slitið k.l 21:35
Brynjar Ottesen


Efni síðunnar