Menningar- og atvinnuþróunarnefnd 2011-2018
Anna Leif Elídóttir, Jóhanna Harðardóttir , Brynjar Ottesen, Sigurgeir Þórðarson og Ása Hólmarsdóttir
1. Páskahátíð.
Páskahátíðin var vel heppnuð í alla staði, öflug dagskrá sem var mjög vel sótt.
2. 17. júní skemmtun.
Forsvarsmönnum kvenfélagsins Greinar, Ungmennaráðs Hvalfjarðarsveitar, Ungmennafélagi Hvalfjarðarsveitar, Leikfélagsins sunnan Skarðsheiðar og skóla sveitarfélagsins var sent bréf þess efnis að athuga áhuga þeirra að aðkomu hátíðardagskrár.
3. Sumarhátíð.
Menningar- og atvinnuþróunarnefnd verður með menningarlegt innlegg í sumarhátíðardagskrá ferðarþjónustuaðila í Hvalfjarðarsveit.
4. Erindi Frá Magnúsi Þór Hafsteinssyni varðandi útgáfu ljósmyndabókar um hernámsárin á Vesturlandi.
Erindið lagt fram til kynningar.
5. Sögusetur.
Menningar og atvinnumálanefnd þakkar Írisi fyrir skemmtilega og metnaðarfulla hugmynd. Slíkt safn væri til sóma hvar sem það væri staðsett. Menningar og atvinnuþróunarnefnd beinir til sveitarstjórnar að meta hvort húsnæði gamla Heiðarskóla henti í slíka starfsemi.
6. Atvinnumál.
Nefndin ræddi atvinnumál í sveitarfélaginu og nýsköpun í atvinnumálum.
Nefndin fer fram á að fá upplýsingar um fjölda atvinnulausra
Í sveitarfélaginnu á síðustu tólf mánuðum.
7. Önnur mál.
Sævari Jónssyni sent bréf er varðar söguritun Hvalfjarðarsveitar.
Næsti fundur verður haldinn þriðjudaginn 8 maí k.l 17:00
Fleira ekki gert fundi slitið k.l 19:00