Fara í efni

Fræðslu- og skólanefnd 2009-2014

117. fundur 20. apríl 2015 kl. 17:00 - 19:00

Hjördís Stefánsdóttir formaður, Ólafur Ingi Jóhannesson varaformaður, Eyrún Jóna 

Reynisdóttir ritari, Björn Páll Fálki Valsson aðalmaður, Guðmundur Ólafsson 

aðalmaður, Helena Bergström áheyrnafulltrúi, Jón Rúnar Hilmarsson embættismaður 

og Arndís Halla Jóhannesdóttir embættismaður.

 

Arndís Halla Jóhannesdóttir  félagsmálastjóri, ritaði fundargerð.

 

Elín Ósk og Ragna eru forfallaðar.

1.   1503034 - Reglur um útleigu í Heiðarskóla og Heiðarborg.

 

Drög að reglum lagðar fram um útlegu í Heiðarskóla og Heiðarborg. 

Áframhaldandi vinna fyrirhuguð.

 

2.   1503028 - Stefnumótun í íþrótta- og æskulýðsmálum.

 

Farið yfir stöðuna og hvað er framundan.

 

3.   1410063 - Fundargerð foreldrafélags leik- og grunnskóla 

Hvalfjarðarsveitar

 

Fundargerð foreldrafélags leik- og grunnskóla lögð fram til kynningar.

 

4.   1408011 - Beiðni um þátttöku í kostnaði vegna leikskóladvalar barns 

utan sveitarfélagsins.

 

Fræðslu- og skólanefnd hefur farið yfir umsókn BMA þar sem þess er 

óskað að Hvalfjarðarsveit komi að kostnaðarþátttöku vega dvalar barns 

hennar á leikskóla utan lögheimilissveitarfélags. Í málinu liggur fyrir 

umsókn, dags. 20. mars 2015, staðfesting frá Endurmenntun Háskóla 

Íslands, dags. 1. apríl 2015 og minnispunktar félagsmálafulltrúa. 

Í reglum Hvalfjarðarsveitar um kostnaðarþátttöku og leikskóladvöl barna 

utan lögheimilissveitarfélags sem samþykktar voru í sveitarstjórn þann 10. 

febrúar 2015 kemur fram að meginreglan sé sú að sveitarfélagið bjóði 

börnum með lögheimili í sveitarfélaginu leikskóladvöl í sveitarfélaginu, í 

samræmi við reglur og gjaldskrá. Í undantekningartilvikum er unnt að óska 

eftir að Hvalfjarðarsveit greiði tímabundna leikskóladvöl fyrir barn með 

lögheimili í Hvalfjarðarsveit í öðru sveitarfélagi. Jafnframt segi í 1. gr. 

reglanna að hver og ein umsókn skuli metin sérstaklega með hagsmuni 2 

viðkomandi barns að leiðarljósi og afstaða tekin á málefnalegan hátt. Hafa 

skal í huga að um undantekningu er að ræða frá þeirri meginreglu að barn 

sæki leikskóla í því sveitarfélagi sem lögheimili þess er. 

Verður ekki annað sé en að ástæða þess að sótt eru um kostnaðarþátttöku 

Hvaljfarðarsveitar sé sú að umsækjandi (móðir barnsins) stundar 

meistarnám í jákvæðri sálfræði við Endurmenntun Háskóla Íslands og því 

sé hentugra að barnið sæki leikskóla í Reykjavík heldur en í 

lögheimilissveitarfélaginu sem er Hvalfjarðarsveit. Um er að ræða svokalla 

lotunám, sem samanstendur af þremur 5 daga lotum á hvorri önn.

Fræðslu- og skólanefnd telur ljóst að félagsleg sjónarmið eigi ekki í máli 

þessu, einungis sé um það að ræða að fjölskyldan dvelji í Reykjavík vegna 

lotunáms umsækjanda. Nefndin telur það eitt og sér ekki vera þess eðlis að 

víkja eigi frá þeirri meginreglu sem fram kemur í 1. gr. reglanna, að barn 

sæki leikskóla í löghemilissveitarfélagi sínu. Sveitarfélagið er staðsett í 

nálægð við Reykjavík og er það all nokkuð tíðkað að íbúar sæki vinnu 

daglega á höfðuðborgarsvæðið. Á grundvelli framangreinds er beiðninni 

hafnað.

 

5.   1502028 - Trúnaðarmál.

 

Fært í sérstaka trúnaðarbók.

 

 

Fleira gerðist ekki. Fundargerðin upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 18:30 

Efni síðunnar