Fara í efni

Fræðslu- og skólanefnd 2009-2014

114. fundur 03. desember 2014 kl. 17:00 - 19:00

Hjördís Stefánsdóttir formaður, Ólafur Ingi Jóhannesson varaformaður, Eyrún Jóna Reynisdóttir ritari, 

Björn Páll Fálki Valsson aðalmaður, Guðmundur Ólafsson aðalmaður, Jón Rúnar Hilmarsson

skólastjóri, Guðrún Dadda Ásmundsdóttir áheyrnafulltrúi, Ragna Kristmannsdóttir áheyrnafulltrúi og 

Elín Ósk Gunnarsdóttir áheyrnafulltrúi. 

 

Eyrún Jóna Reynisdóttir ritaði fundargerð. 

1.  Fundargerð síðasta fundar lögð fram. 

 

HS benti á að hún hefði ekki ritað fundargerð heldur Hildur Jakobína, þáverandi félagsmálastjóri 

sem einnig sat fundinn, þá hafði láðst að bóka að Elín Ósk Gunnarsdóttir, fulltrúi foreldar 

leiksókabarna sat einnig fundinn. 

 

2.  Fjárhagsáætlun 2015. 

 

Kristjana Helga Ólafsdóttir bókari sveitarfélagsins mætti á fundinn og svaraði fyrirspurnum ásamt 

skólastjóra. Farið var yfir fjárhagsáætlun varðandi fræðslu- og uppeldismál og æskulýðs- og 

íþróttamál. Nefndin telur brýnt að fá að koma að fjárhagsáætlunargerð varðandi þessa 

málaflokka strax í upphafi og að hún hafi fullt aðgengi að gögnum. Væntir nefndin þess að þau 

vinnubrögð verði viðhöfð í framtíðinni. 

Varðandi erindi frá foreldrafélaginu um samvinnu sem tekið var fyrir á síðasta fundi samanber 

bókun þar um, tekur nefndin þar fram að hún lýsir yfir vilja til samstarfs við félagið. 

 

3.  Ungmennaráð. 

 

Nefndin vísar til fyrri umfjöllunar um Ungmennaráð á fundi nefndarinnar þann 24. nóvember sl. 

 

 

Fleira gerðist ekki. Fundargerðin upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 18.15

Efni síðunnar