Fara í efni

Fræðslu- og skólanefnd 2009-2014

113. fundur 24. nóvember 2014 kl. 17:00 - 19:00

Hjördís Stefánsdóttir formaður, Ólafur Ingi Jóhannesson varaformaður, Björn Páll Fálki 

Valsson aðalmaður, Guðmundur Ólafsson aðalmaður, Guðrún Dadda Ásmundsdóttir 

áheyrnafulltrúi, Helena Bergström áheyrnafulltrúi, Ragna Kristmundsdóttir 

áheyrnafulltrúi, Jón Rúnar Hilmarsson embættismaður og Guðný Kristín Guðnadóttir 

Varamaður.

 

Hjördís Stefánsdóttir  formaður fræðslu- og skólanefndar, ritaði fundargerð.

1.   1410002F - Fræðslu- og skólanefnd - 113

 

Í síðustu fundargerð láðist að taka fram að í forföllum Jóns Rúnars 

Hilmarssonar skólastjóra, sátu Þórdís Þórisdóttir og Sigríður Lára 

Guðmundsdóttir fundinn.

 

1.1.  1410035 - Samstarfssamningur um ýmis málefni á sviði félagsog íþróttamála

 

Fræðslu- og skólanefnd leggur til við sveitarstjórn að samningum við 

Akraneskaupstað frá 20. desember 2007, verði sagt upp fyrir 1. 

janúar 2015. Nefndin telur rétt að finna aðra leið til þess að 

styrkjaíþróttastarf barna og unglinga í sveitarfélaginu svo sem með 

beinum fjárstyrk til íþróttafélaga.

 

2.   1411012 - Fjárhagsáætlun 2015 - 2018.

 

Óskað verður frekari gagna frá skrifstofu Hvalfjarðarsveitar og málið tekið 

fyrir á fundi miðvikudaginn 3.desember nk. Þar mun skólastjóri einnig 

gera grein fyrir stöðunni.

 

3.   1410043 - Erindi frá Gídeon félaginu á Akranesi

 

Fræðslu- og skólanefnd gerir ekki athugasemd við að Gídeon félagið 

heimsæki börn í 5. bekk í Heiðarskóla og afhendi þeim Nýja testamentið 

að gjöf. Heimsóknin skal fara fram í samráði við skólastjóra en þess skal 

gætt af forráðamönum sé fyrirfram tilkynnt um hana þannig að þeir geti 

óskað eftir því að þeirra barn sé ekki viðstatt.2 

 

4.   1411026 - Samkomulag á milli Hvalfjarðarsveitar og 

Akraneskaupstaðar um rekstur tónlistarskóla. Formaður leitaði 

afbrigða við boðaða dagskrá og bar upp tillögu þess efnis að liður 

nr. 10 yrði afgreiddur samhliða lið 5. Lagt er fram bréf skólastjóra 

dagsett 18.11.14 er varðar samning Hvalfjarðarsveitar við 

tónlistarskóla Akraness.

 

Fræðslu- og skólanefnd leggur til við sveitarstjórn að samkomulagi um 

rekstur tónlistarskóla frá 20.desember 2007 verði sagt upp fyrir 1. janúar 

2015. Nefndin telur rétt að finna aðra leið til að sinna tónlistarnámi í 

sveitarfélaginu.

 

5.   1411020 - Ungmennaráð

 

Staða ungmennaráðs rædd. Nefndin telur brýnt að kosið verði í 

ungmennaráð en telur þó rétt að endurskoða starfsreglur þess áður en 

tilnefnt verður í ráðið.

 

6.   1410063 - Fundur foreldrafélag leik og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar

 

Fundargerðir dagsettar 21.október og 11. nóvember lagðar fram til 

kynningar.

 

7.   1411024 - Erindi frá foreldrafélaginu um samvinnu

 

Erindi frá foreldrafélagni um samvinnu varðandi fræðslu í forvarnarskyni. 

Nefndin tekur vel í erindið og mun skoða það á næsta fundi þegar farið 

verður nánar yfir fjárhagsáætlun.

 

8.   1411023 - Ábending varðandi tómstundaávísanir

 

Ábending barst frá Ásu Hólmarsdóttur um að veita ungmennum á 

aldrinum 18 - 20 ára sem eru í námi tómstundastyrk.

Nefndin þakkar góða ábendingu og telur rétt að vísa erindinu til vinnuhóps 

er vinnur að stefnumótun í Íþrótta- æskulýðs og tómstundamálum hjá 

sveitarfélaginu.

 

9.   1411031 - Erindi frá skólastjóra- uppsögn samnings vegna 

tónlistarskóla

 

Sjá lið nr. 5

 

10.   1411021 - Tillögur starfshóps um málefni frístundaheimila í 

grunnskólum

 

Lagt fram til kynningar

 

11.   1411039 - Drög að reglum um skólavist utan lögheimilissveitarfélags 

 

Umræðu frestað

 

12.   1410062 - Til umsagnar frumvarp til alþingis um breytingu á lögum 

um framhaldsskóla

 

Lagt fram til kynningar

 

13.   1410044 - Kennsluumhverfið - hlúum að rödd og hlustun

 

Lagt fram til kynningar

 

14.   1410045 - Ungt fólk 2013 framhaldsskólar

 

Lagt fram til kynningar

 

15.   1411042 - Erindi frá skólastjóra um breyttan lokunartíma leik- og 

grunnskóla

 

Fræðslu- og skólanefnd telur aðstæður þannig að ekki sé unnt að verða 

við erindi skólastjóra um lengri lokun leikskólans Skýjaborgar.

 

 

Fleira gerðist ekki. Fundargerðin upp lesin og samþykkt.

Efni síðunnar