Fara í efni

Fræðslu- og skólanefnd 2009-2014

105. fundur 05. desember 2013 kl. 17:15 - 19:15

Ása Helgadóttir, Valgerður Jóna Oddstóttir, Stefán Ármannsson, Dagný Hauksdóttir og Helgi Pétur Ottesen sem ritarði fundargerð.


Auk þeirra Jón Rúnar Hilmarsson, skólastjóri, Einar Sigurðsson, fulltrúi kennara
grunnskólasviðs, Ragna Kristmundsdóttir fulltrúi kennara leikskólasviðs og Daniela Gross fulltrúi foreldra leikskólabarna.

 

1.  Setning fundar.


Formaður setti fundinn og bauð fundargesti velkomna.


2.  Mánaðarskýrsla skólastjóra.  Skólastjóri fór starfsemi leik- og grunnskólans í nóvember.


1. Í mánaðarskýrslunni kom m.a fram að Helena Bergström, verkefnastjóri
umhverfismenntunar, var með erindi á ráðstefnu Sambands íslenskra
sveitarfélaga um verkefnið „Matarvigtun og minnkun úrgangs“. Þar kemur m.a.
fram að upp hafi verið sett nýtihilla í Heiðarskóla. Þar sem hægt er að leggja í
hilluna muni sem fólk er hætt að nota og taka úr ef eitthvað gæti komið að
gagni. Sveitarstjórn kom í heimsókn í Skýjaborg til að kynna sér aðstæður og
hugsanlegar breytingar á aðstöðu. Þórdís Þórisdóttir hætti sem sviðstjóri
Skýjaborgar og sneri aftur í sitt fyrra starf sem deildarstjóri.

2.  Reglur um afreksstyrki. Á fundi sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar þann 12.
nóvember 2013 lagði sveitarstjórn til að fræðslu- og skólanefnd móti ramma
um reglur um afreksstyrki. Nefndin tekur jákvætt í að það sé heimild fyrir því að
veita styrk til þeirra sem skarað hafa framúr á sviðum íþrótta, lista eða vísinda.
Formanni var falið að vinna áfram að tillögðum um afreksstyrktarsjóð fyrir
næsta fund.

 

3.  Íbúaþing greinagerð. Á fundi sveitastjórnar þann 12. nóvember 2013 lagðisveitarstjórn til að vísa greinagerðinni til umfjöllunar í nefndum og stofnunum Hvalfjarðarsveitar. Nefndin fór yfir nokkra þætti greinargerðarinnar þar sem m.a. kemur fram ábendingar um skóladagvistarmál, fjölskyldusamfélag og heilsueflingu. Nefndin lýsti ánægju sinni með jákvæðni íbúa til
skólasamfélagsins. Nefndin fól formanni að koma ábendingum til starfshópsins
sem undirbjó þingið.


4.  Málþing „Það þarf heilt samfélag til þess að ala upp barn„.
Fræðslu- og skólanefnd ásamt foreldrafélagi Heiðarskóla ætlar að standa
fyrir málþingi þann 11. desember 2013 klukkan 17:30 um eineltismál. Málþingið
er undir nafninu „Það þarf heilt samfélag til þess að ala upp barn“. Sýnd verður
heimildarmynd um sögu Páls Óskars Hjálmtýssonar. Páll Óskar mun síðan
kynna myndina. Boðið verður upp á súpu og brauð. Síðan munu Magnús
Stefánsson frá Maritafræðslunni og Bryndís Jónsdóttir, framkvæmdastjóri
Samfóks, vera með erindi.

5.  Niðurstöður úr Skólapúlsinum. Heiðarskóli kom í flestum tilfellum vel út úr
skólapúlsinum en úr könnuninni kom út að börnin okkar eru að hreyfa sig lítið
eftir skóla. Skólastjóri kom inn á að börnunum líður vel í skólanum.


6.  Önnur mál. Niðurstöður úr PISA-könnuninni. Börn á landsbyggðinni eru að
koma verr út úr könnunni en börn á höfuðborgarsvæðinu, skólastjóri ræddi
niðurstöðuna og benti á að taka ætti þessa niðurstöðu með fyrirvara.


Fyrirspurn Dagnýjar Hauksdóttur um fjárhagsáætlun og sundlaugina í
Heiðarborg. Formaður og skólastjóri svöruðu fyrirspurninni.


Nefndin tók jákvætt í að skólastjóri myndi sækja um styrk til Námsmatsstofnun
til að gera ytra mat á leikskólanum árið 2014.


Mál til kynningar

 

  Skipun  stýrihóps varðandi húsnæðismál leikskólans. Sveitarstjórn
samþykkti að skoða heildstætt núverandi húsnæði Skýjaborgar. Stýrihópnum er
falið að annast undirbúning og endurskoðun á húsnæðisþörf leikskólans.
Sveitarstjórn skipaði  Sigurð  Sverri Jónsson, Ásu Helgadóttur og  Björgvin
Helgason  í  stýrihópinn. Með hópnum starfar Jón Rúnar Hilmarsson, skólastjóri. Stýrihópurinn skal gæta þess að starfsmenn  leikskólans og foreldrar fái
tækifæri til að koma skoðunum sínum á framfæri við endurskoðun á
húsnæðinu. Miðað er við að stýrihópurinn  ljúki störfum eigi síðar en 1. ágúst
2014.

 


Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið klukkan 19:20.


Ása Helgadóttir
Valgerður Jóna Oddsdóttir
Helgi Pétur Ottesen
Stefán Ármannsson
Dagný Hauksdóttir

Efni síðunnar