Fara í efni

Fræðslu- og skólanefnd 2009-2014

101. fundur 06. júní 2013 kl. 17:30 - 19:30

Ása Helgadóttir, Stefán Ármannsson, María L. Kristjánsdóttir og Helgi Pétur Ottesen sem ritar fundargerð. Valgerður Jóna Oddsdóttir og Ásgeir Kristinsson boðuðu forföll.


Auk þeirra Jón Rúnar Hilmarsson, skólastjóri, Brynjólfur Sæmundsson fulltrúi foreldra leikskólabarna, Ragna Kristmundsdóttir, fulltrúi kennara leikskólasviðs

og Dagný Hauksdóttir, fulltrúi foreldra grunnskólabarna og Einar Sigurðsson, fulltrúi kennara grunnskólasviðs

1.  Setning fundar.

Ása, formaður, setti fundinn og bauð fundargesti velkomna.


2.  Mánaðarskýrsla skólastjóra.


Skólastjóri fór yfir skýrslu maímánaðar. Nefndin lýsir ánægju sinni með starfssemi
skólanna í maí. 


3.  Björn Páll Fálki Valsson kynnti starfssemi félagsmiðstöðvarinnar 301.


Björn fór yfir starfssemi félagsmiðstöðvarinnar sem að er staðsett í Heiðarskóla og ber heitið 301. Björn lýsti þeim hugmyndum sem að uppi eru fyrir starfssemina í
framtíðinni. Farið var yfir tækja- og aðbúnað 301 og tillögur um úrbætur. Nefndin lýsir ánægju sinni með félagsstarfið. 

 
4.  Skólanámskráin. Þrír fyrstu kaflarnir.


  •   Stefna skólans.
  •   Samstarf og samfella.
  •   Grunnþættirnir sex.


Umræður um þrjá fyrstu kaflana.


5.  Breytingar á stundatöflu.


Skólastjóri fór yfir hugmyndir um breytingar á stundatöflu nemenda. Gat þess að
nemendum var m.a. gefin kostur á því að koma fram með tillögur á breytingum og
nýttust sumar af þeim til breytingarvinnunar. Umræður um stundatöfluna.


6.  Breytingar á stafsmannahaldi.


Skólastjóri fór yfir þær breytingar á starfsmannahaldi í leik- og grunnskóla. Skólastjóri fór yfir þær starfsmannaráðningar sem að áttu sér stað fyrir skömmu. Skólastjóri sagði að mikill áhugi af góðu fólki hefði verið eftir auglýstum störfum.

 

7.  Viðhorfskönnun starfsmanna.


Ása fór yfir viðhorfskönnunina sem að Valgerður Oddsdóttir hafði yfirumsjón með.
Farið var yfir helstu niðurstöður sem að voru jákvæðar. Ákveðið var að fresta
umræðum fram að næsta fundi og gera greiningu á niðurstöðunum.


8.  Viðhorfskönnun foreldra.


Ása fór yfir viðhorfskönnunina sem að Valgerður Oddsdóttir hafi yfirumsjón með.
Farið var yfir helstu niðurstöður sem að voru jákvæðar. Ákveðið var að fresta
umræðum fram að næsta fundi og gera greiningu á niðurstöðunum.


9.  Tónlistarskólinn.


Ása og Jón sögðu frá heimsókn sinni í tónlistarskóla Akraness og viðræðum sínum við skólastjóra tónlistarskólans. Umræður um tónlistarnám nemenda í Hvalfjarðarsveit.

 


Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið klukkan 18:20.


Ása Helgadóttir
María L. Kristjánsdóttir
Stefán Ármannsson
Helgi Pétur Ottesen

Efni síðunnar