Fara í efni

Fræðslu- og skólanefnd 2009-2014

97. fundur 07. febrúar 2013 kl. 17:15 - 19:15

Ása Helgadóttir, Stefán Ármannsson, Valgerður Jóna Oddsdóttir og Helgi Pétur Ottesen sem ritar fundargerð. Ásgeir Kristinsson boðaði forföll.

 

Auk þeirra Jón Rúnar Hilmarsson, skólastjóri, Brynjólfur Sæmundsson fulltrúi foreldra leikskólabarna, Ragna Kristmundsdóttir, fulltrúi kennara leikskólasviðs

og Dagný Hauksdóttir, fulltrúi foreldra grunnskólabarna og Einar Sigurðsson, fulltrúi kennara grunnskólasviðs.


1. Setning fundar.


Ása, formaður, setti fundinn og bauð fundargesti velkomna.


2. Mánaðarskýrsla skólastjóra.


Skólastjóri fór yfir mánaðarskýrsluna. Nefndin lýsir yfir ánægju sinni með starfsemi skólanna í janúarmánuði.


3. Erindisbréf fræðslu- og skólanefndar, yfirferð.


Valgerður fór yfir hluta erindisbréfar fræðslu- og skólanefndar. Fjallað var um húsnæðismál skólanna og vill fræðslu- og skólanefnd koma þeirri ábendingu til sveitarstjórnar að Skýjaborg sé að verða fullsetinn. Einnig var formanni falið að óska eftir lagfæringu á erindisbréfinu í kafla III. 6. 19 gr. þar sem að fjallað er um bókasöfn.


4. Danmerkurferð starfsmanna Skýjaborgar.


Rætt var um fyrirhugða Danmerkurferð starfsmanna Skýjaborgar frá 24. apríl – 28. apríl 2013. Skólastjóri gat þess að mögulega þyrfti að lengja starfsdaginn 24. apríl úr hálfum í heilann. Nefndin tekur jákvætt í erindið.

5. Markmið með sameiningu leik- og grunnskóla, farið yfir þrjú fyrstu markmiðin.


a . Meiri samfella og sveigjanleiki milli skólastiga
b. Skilvirkari stjórnun
c. Betri nýting á mannauði


Ása fór yfir úttektarskýrslu sem að unnin var árið 2007. Rætt var um markmiðin a, b og c, innihald þeirra og bestu leiðina til að ná settum markmiðum. Formanni og skólastjóra var falið að koma með tillögu að því hvernig sé best að standa að næstu úttektarskýrslu.


Mál til kynningar


6. Dagur leikskólans 6. febrúar.


Ragna kynnti fyrir nefndinni degi leikskólans á Skýjaborg.


7. Endurmenntunarsjóður grunnskóla, umsókn um styrk vegna skólaársins 2013-2014.


Lagt fram.


8. Sprotasjóður leik-, grunn-, og framhaldsskóla.


Lagt fram.


9. Nefndarálit um taflþjálfun ásamt skýrslu.


Lagt fram.


10. Rétt málsmeðferð – öruggt skólastarf, námskeið á vegum sambandsins.


Lagt fram. Skólastjóri gerir ráð fyrir að sækja námskeiðið.


11. Gjaldskrá 2013, viðmiðunarreglur vegna nemenda í grunnskóla.

Lagt fram.


12. Önnur mál.


Sparkvöllur við Heiðarskóla. Nefndin harmar þá töf sem að hafa orðið við framkvæmdir sparkvallarins. Nefndin beinir því til sveitarstjórnar að fylgja málinu eftir og að öryggi nemenda við verkstað verði tryggt.

 

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið klukkan 18:48.


Ása Helgadóttir
Valgerður Jóna Oddsdóttir
Stefán Ármannsson
Helgi Pétur Ottesen

Efni síðunnar