Fræðslu- og skólanefnd 2009-2014
Ása Helgadóttir, Stefán Ármannsson, Ásgeir Kristinsson, Valgerður Jóna Oddsdóttir og Helgi Pétur Ottesen sem ritar fundargerð.
Auk þeirra Jón Rúnar Hilmarsson, skólastjóri, Brynjólfur Sæmundsson fulltrúi foreldra leikskólabarna,
Sara Margrét Ólafsdóttir, fulltrúi kennara leikskólasviðs og Dagný Hauksdóttir, fulltrúi foreldra grunnskólabarna.
1. Skoðunarferð í Heiðarskóla.
Skólastjóri veitti nefndinni leiðsögn um Heiðarskóla og kynnti starfssemina.
2. Setning fundar.
Formaður setti fundinn og bauð fundargesti velkomna. Formaður leitaði afbrigða á dagskrá og óskaði eftir því að fá að taka lið nr. 6, 10 og 11 fram fyrir aðra liði á dagskrá. Það var samþykkt. Stefán Ármannsson yfirgaf fundinn sökum anna.
3. Kynning á uppbyggingastefnunni, Uppeldi til ábyrgðar, Bostonferð og næstu skref í Heiðarskóla.
Skólastjóri sagði frá uppbyggingastefnunni og ferð starfsmanna Heiðarskóla til Boston á námskeið um uppbyggingastefnuna. Uppeldi til ábyrgðar í skólastarfi er hugmyndafræði sem felst í aðferð og stefnumörkun til betri samskipta.
Sáttmáli Heiðarskóla um samskipti er svohljóðandi: Virðing-Metnaður-Sjálfstæði.
Næstu skref í Heiðarskóla er að starfsmannahópurinn mun ræða um og skilgreina hvernig við viljum hafa skólann okkar, hvað varðar mannleg samskipti, metnað og áhuga.
4. Mánaðarskýrsla skólastjóra.
Skólastjóri fór yfir starfsemina í desember. Fram kom að skólastjóri hafi verið viðstaddur afhendingu verðlauna á Bessastöðum þar sem Daníel Eldar, nemandi í 9. bekk, tók á móti viðurkenningu og verðlaunum fyrir þátttöku í netleik ÍSÍ í tengslum við forvarnardaginn. Fræðslu- og skólnefnd óskar Daníel Eldar innilega til hamingju með verðlaunin. Haldin var jólavaka í Heiðarskóla 20. des og foreldrum boðið í morgunmat og skemmtun. Fræðslu- og skólanefnd lýsir ánægju sinni með þessa nýbreytni.
5. Niðurstaða samræmdu prófanna í Heiðarskóla.
Skólastjóri kynnti að nemendafjöldi í árangri sem telur c.a. sex nemendur er ekki marktækur sem fjöldi fyrir meðaltalsútreikning miðað við landsmeðaltal, því er erfitt að meta árangur árgangsins. Fram kom hjá skólastjóra að nemendur eru almennt að sýna framfarir milli prófa.
6. Verkferlar Skýjaborgar er varða úthlutun sérkennslutíma/stuðnings í leikskólanum.
Farið yfir verkferlana og þeir samþykktir með smávægilegum breytingum. Fræðslu- og skólanefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja verkferlana.
7. Erindisbréf fræðslu- og skólanefndar, yfirferð.
Valgerður Oddsdóttir fór yfir hluta erindisbréfsins.
8. Markmið með sameiningu leik- og grunnskóla, farið yfir þrjú fyrstu markmiðin.
a . Meiri samfella og sveigjanleiki milli skólastiga
b. Skilvirkari stjórnun
c. Betri nýting á mannauði
Skólastjóri sagði frá því að skólanámsskrárvinnan í leik- og grunnskóla eigi eftir draga fram sem starfsfólk telur að sé skólunum í heild til góða í samfellu og samstarfi. Rætt var um skilvirkari stjórnun og betri nýtingu á mannauði. Rætt var um að gera könnun á vordögum til að meta stöðuna. Ákveðið var að ræða fyrrgreind markmið aftur á næsta fundi.
9. Innleiðing og markmið Ipadvæðingar.
Skólastjóri sagði að spjaldtölvur ættu eftir að nýtast vel í skólastarfi, þær ættu að bjóða uppá fjölbreyttari leiðir í kennsluháttum og leiðum nemenda til að nálgast námsefnið á mismunandi hátt. Spjaldtölvur hafa nýst nemendum með sérþarfir mjög vel, einnig þeim sem eiga erfitt með að skrifa eða eiga við lestrarerfiðleika að stríða. Innleiðingarferlið hófst s.l. haust og núna 7. janúar 2013 fengu kennarar afhentar tölvur. Elstu nemendurnir frá afhentar tölvur næsta haust og á vorönn 2015 eiga allir starfsmenn grunn- og leikskóla að fá tölvur.
10. Mannauðsstefna Hvalfjarðarsveitar.
Fræðslu- og skólanefnd samþykkir mannauðstefnuna fyrir sitt leyti utan smávægilegra ábendinga, nefndin felur formanni að koma ábendingum til sveitarstjóra.
11. Tómstundaávísanir gildistími 1/1-31/8 2013.
Formaður leggur til að fræðslu- og skólanefnd beini því til sveitastjórnar að gefa út tómstundaávísanir uppá 15.000 kr.- með gildistíma 1/1-31/8 2013. Samþykkt.
12. Verkaskipting stjórnenda og starfslýsing skólastjóra.
Lagt fram.
13. Verkferlar í Heiðarskóla.
Lagt fram.
14. Önnur mál.
Formaður kynnti fyrir nefndinni hugsanlega sölu á gamla skólahúsnæðinu.
Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið klukkan 20:00.
Ása Helgadóttir
Valgerður Jóna Oddsdóttir
Stefán Ármannsson
Ásgeir Kristinsson
Helgi Pétur Ottesen