Fræðslu- og skólanefnd 2009-2014
Ása Helgadóttir, Stefán Ármannsson, Ásgeir Kristinsson, María Lúísa Kristjánsdóttir og Valgerður Jóna Oddsdóttir sem ritar fundargerð.
Auk þeirra Sigríður Lára Guðmundsdóttir, fulltrúi stjórnenda, Einar Sigurðsson, fulltrúi kennara grunnskólasviðs,
Sara Margrét Ólafsdóttir, fulltrúi kennara leikskólasviðs, Dagný Hauksdóttir, fulltrúi foreldra grunnskólabarna og Brynjólfur Sæmundsson, fulltrúi foreldra leikskólabarna.
1. Setning fundar
Fræðslu- og skólanefnd þakkar Söru og Þórdísi fyrir góða kynningu á leikskólastarfinu fyrir síðasta fund nefndarinnar.
2. Mánaðarskýrsla skólastjóra
Fræðslu- og skólanefnd fagnar ánægjulegri og vel heppnaðri fullveldishátíð í skólanum sem haldin var 4. desember sl.
3. Fjárhagsáætlun
Fræðslu- og skólanefnd samþykkir fjárhagsáætlunina fyrir sitt leiti.
4. Tillaga að viðmiðun um útreikning barngilda í Skýjaborg og afgreiðsla undanþágubeiðna.
Fræðslu- og skólanefnd leggur til að sveitarstjórn samþykki fyrirliggjandi tillögu.
5. Verkferlar Skýjaborgar, er varða úthlutun sérkennslutíma/stuðnings í leikskólanum
Frestað til næsta fundar. Skólastjóra falið að vinna það nánar.
6. Markmiðið með sameiningu leik- og grunnskóla
Á næsta fundi er ætlunin að taka fyrir þrjá liði og ræða hvaða leiðir er hægt að fara til að ná betur settum markmiðum.
7. Erindisbréf fræðslu- og skólanefndar, yfirferð
8. Skýrsla Haraldar Finnsonar
Rætt um að fylgja eftir umbótum sem lagðar eru fram í skýrslunni.
Mál til kynningar:
9. Samanburður á rekstri Heiðarskóla, Skýjarborgar á milli ára
Lagt fram
10. Fræðslustjóri að láni
Upplýsingar um fræðsluáætlun fyrir almnenna starfsmenn skólans lagt til kynningar.
Önnur mál
-
Fræðslu- og skólanefnd óskar eftir að sjá niðurstöður samræmdra prófa. - Mikil hálka hefur verið á akstursleið skólabilana og skólalóðum. Fræðslu- og skólanefnd vill að öryggi nemenda og starfsfólks sé í lagi.
-
Bókun:
Á.K. óskar eftir því að fá að vita hvaðan hugmynd um Ipad-væðingu í skólanum kemur. Einnig er óskað eftir innleiðingaráætlun, markmiðum og hvaða mælikvaðar verði notaðir til að meta árangur verkefnisins. - Óskað er eftir að fá kynningu á verkferlum Heiðarskóla, er varða úthlutun sérkennslutíma/stuðnings í skólanum. Gott væri að skoða verkferlana saman á báðum skólastigum.
Fundi slitið kl. 19:10.
Ása Helgadóttir
Ásgeir Kristinsson
María Lúísa Kristjánsdóttir
Stefán Ármannsson
Valgerður Jóna Oddsdóttir sem ritaði fundargerð