Fræðslu- og skólanefnd 2009-2014
Valgerður Jóna Oddsdóttir, Sigurbjörg Kristmundsdóttir, Bjarni Jónsson, Ásgeir Kristinsson og Arna Arnórsdóttir sem ritar fundargerð.
Auk þeirra Ingibjörg Hannesdóttir skólastjóri, Þórdís Þórisdóttir fulltrúi kennara leikskólasviðs, Brynjólfur Sæmundsson fulltrúi foreldra leikskólabarna
og Dagný Hauksdóttir fulltrúi foreldra grunnskólabarna. Katrín Rós Sigvaldadóttir fulltrúi kennara grunnskólasviðs boðaði forföll
1. Setning fundar.
Varaformaður setur fundinn og býður fólk velkomið.
2. Fundargerð 78. fundar fræðslu- og skólanefndar dags. 28. nóvember 2011.
Varaformaður fer yfir fundargerð 78. fundar.
Bókun:
Fræðslu- og skólanefnd vill koma því á framfæri að nafnatillögur sem bárust í nafnasamkeppnina voru kóðaðar af ritara Heiðarskóla, settar í lokuð umslög og númeraðar.
3. Mánaðarskýrsla skólastjóra fyrir nóvember 2011.
Helstu viðburðir mánaðarins voru eftirfarandi:
- Húgó Þórisson kom með frábæran fyrirlestur, þar sem foreldrar og starfsmenn sameinaðs skóla var boðið í samstarfi skólans og foreldrafélaganna. Yfir 60 manns mættu.
-
8. nóvember var unnið með dag helgaðan baráttunni gegn einelti. Allir nemendur sameinaðs skóla fengu armband frá Menntamálaráðuneytinu. Dagur ísl. tungu var haldinn hátíðlegur. Fallegur söngur í byrjun dags, frábær lestur þriðju bekkinga fyrir leikskólabörnin sem þökkuðu fyrir sig með
söngatriði og svo einstaklega vel unnin hátíðardagskráin í grunnskólanum með söng, leiklist, stuttmyndasýningu og svo einstaklega erfiðri spurningakeppni milli kennara og nemenda. - Sviðsstjórar tóku formlega til starfa.
- Skólastjóri og sviðsstjóri leikskólasviðs sóttu ráðstefnur um innleiðingu nýrrar Aðalnámsskrár
- Skólaþing í boði fræðslu- og skólanefndar í grunnskólanum. Allir starfsmenn sameinaðs skóla lögðu sitt af mörkum við endurskoðun skólastefnu Hvalfjarðarsveitar.
- Þriðji starfsmannafundur sameinaðs skóla haldinn 22. nóvember. Kynning á grunnskólasviði, nafnasamkeppni og línudans!
- Ein vika af nóvember fór í pappírsgerð á leikskólasviði. Pappírsgerðin er ferli sem getur tekið yfir langan tíma þar sem safna þarf pappír sem hentar í pappírsgerðina, það er leikið með pappír úr pappírstætaranum, svo þarf að rífa niður, leggja í bleyti og blanda svo úr verði úrvals pappírsgerðarefni. Allir sem vildu fengu síðan að taka þátt í að búa til endurunnin pappír sem síðan nýtist okkur í skapandi vinnu í leikskólanum.
- Mikill tími fór í lok mánaðar á grunnskólasviði í undirbúning 1. des skemmtunar.
- Skólaheimsóknum elstu árganga barna úr leikskólanum lauk fyrir áramót í nóvember. Í síðasta tímanum kom jólasveinninn í heimsókn og unnu börnin verkefni sem tengdust umhverfi og náttúru með 1. bekk, undirbjuggu 1. desember skemmtun skólans og fengu einnig að vinna verkefni með myndmenntakennara sem tengist jólunum og verður nánar sagt frá síðar! Jólaföndur foreldrafélags leikskólans fór fram í nóvember að venju. Hefð hefur skapast fyrir því að föndrað er úr endurvinnanlegum og endurnýtanlegum efnivið í anda grænfánastefnunnar. Í ár bauð foreldrafélagið rithöfundinum Helgu Jóhönnu Úlfarsdóttur í heimsókn og las hún upp úr bók og fengu síðan öll leikskólabörnin bókagjöf. Frábært framtak hjá foreldrafélaginu.
Bókun:
V.J.O. vill koma á framfæri hversu vel 1. des. skemmtunin tókst og þá sérstaklega hversu vel leikþættir í leikritinu runnu vel saman þar sem börn á leikskólasviði og grunnskólasviði stigu á stokk. Starfsfólk og nemendur eiga hrós skilið.
4. Undanþágubeiðni á reglum leikskóla dags. 29. nóvember 2011.
Afgreiðsla á undanþágubeiðni frestað til næsta fundar fræðslu- og skólanefndar.
5. Útkoma úr samræmdum prófum haust 2011.
Ingibjörg skólastjóri fer yfir útkomu úr samræmdum prófum miðað við landsmeðaltal. Niðurstaðan var að í 4. bekk í íslensku var meðaltalseinkunn
jafnt og landsmeðaltal en aðrar niðurstöður voru aðeins undir landsmeðaltali.
Umræður.
6. Forvarnarstefna Hvalfjarðarsveitar. Drög.
Lagt fram. Umræður.
7. 21. fundur foreldrafélags Heiðarskóla dags. 20. október 2011.
Dagný fer yfir fundargerðina.
8. 22. Fundur foreldrafélags Heiðarskóla dags. 17. nóvember 2011.
Dagný fer yfir fundargerðina.
9. Önnur mál.
Umræður um akstur skólabíla og öryggi nemenda á leið inn og út úr skólabílum.
B. J. var með fyrirspurn hvort skólinn gæti fengið kynningu á Fablab. Skólastjóri tók vel í þá hugmynd.
Fundi slitið kl. 19:58
Bjarni Jónsson
Ásgeir Kristinsson
Sigurbjörg Kristmundsdóttir
Valgerður Jóna Oddsdóttir
Arna Arnórsdóttir sem ritar fundargerð