Fara í efni

Fræðslu- og skólanefnd 2009-2014

78. fundur 28. nóvember 2011 kl. 19:30 - 21:30

Arna Arnórsdóttir, Bjarni Jónsson, Hlynur Máni Sigurbjörnsson, Valgerður Jóna Oddsdóttir og Birna María Antonsdóttir sem ritar fundargerð.


Auk þeirra Ingibjörg Hannesdóttir skólastjóri, Samúel Þorsteinsson fulltrúi kennara grunnskólasviðs, Dagný Hauksdóttir fulltrúi foreldrafélags Heiðarskóla

og Brynjólfur Sæmundsson fulltrúi foreldrafélags leikskólabarna.


Þórdís Þórisdóttir fulltrúi kennara leikskólasviðs var veðurteppt og tók þátt í fundinum í gegnum netsímtal á Skype.

 

FUNDARGERÐ
78. fundur fræðslu- og skólanefndar Hvalfjarðarsveitar.


Haldinn mánudaginn 28.nóvember 2011 kl. 19:30 að Innrimel 3

 

Arna Arnórsdóttir, Bjarni Jónsson, Hlynur Máni Sigurbjörnsson, Valgerður Jóna Oddsdóttir og Birna María Antonsdóttir sem ritar fundargerð.


Auk þeirra Ingibjörg Hannesdóttir skólastjóri, Samúel Þorsteinsson fulltrúi kennara grunnskólasviðs, Dagný Hauksdóttir fulltrúi foreldrafélags Heiðarskóla og Brynjólfur Sæmundsson fulltrúi foreldrafélags leikskólabarna.


Þórdís Þórisdóttir fulltrúi kennara leikskólasviðs var veðurteppt og tók þátt í fundinum í gegnum netsímtal á Skype.


Fundargerð


1. Setning fundar.


Formaður setti fundinn og bauð fólk velkomið.


2. Fundargerð 77. fundar fræðslu- og skólanefndar dags. 24. nóvember 2011.


Formaður fór yfir fundargerð 77.


3. Nafnasamkeppni um nýtt nafn á skóla Hvalfjarðarsveitar. Kosning um nafnatillögu. TRÚNAÐARMÁL.


Hlynur stjórnaði umræðu undir þessum dagskrárlið. Hann fór fyrst í örstuttu máli yfir verklag síðasta fundar en eftir þann fund stóðu eftir 3 nafnatillögur.
Fyrst voru umræður um nöfnin 3 og ákveðið var að taka eitt nafnanna út.
Kosið var á milli nafnanna tveggja sem eftir stóðu í leynilegri kosningu. Niðurstaðan var að Tindaskóli hlaut flest atkvæði eða 6 á móti 3 og einn auður.


Greinargerð:


Á 111. fundi sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar var ákveðið að fræðslu- og skólanefnd og allir áheyrnafulltrúar hennar skyldu vera dómnefnd í nafnasamkeppni um nafn á sameinaðan leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar. Haldin var nafnasamkeppni sem var opin frá skólasetningu grunnskólasviðsins þann 23. ágúst til 1. nóvember 2011. Alls tóku 128 einstaklingar þátt í keppninni og sendu inn 231 nafnatillögur að 116 nöfnum. Þar af hlutu 78 tillögur eina tilnefningu og 38 tillögur hlutu tvær eða fleiri. Dómnefndin fjallaði um allar tillögur sem bárust í nafnasamkeppnina á þremur fundum fræðslu- og skólanefndar. Nefndin hefur komist að niðurstöðu og leggur til að sameinaður leik- og grunnskóli Hvalfjarðarsveitar taki upp nafnið Tindaskóli frá og með 1. janúar 2012.


Nefndin telur nafnið fallegt og hljómfagurt auk þess sem það ætti að vera auðvelt í framburði fyrir alla aldurshópa. Nafnið vísar til fagurra fjallatinda sveitarfélagsins.

 


Fundi slitið kl. 21:55


Arna Arnórsdóttir
Bjarni Jónsson
Hlynur Máni Sigurbjörnsson
Valgerður Jóna Oddsdóttir
Birna María Antonsdóttir sem ritar fundargerð

 

Niðurstaða úr nafnasamkeppni um nafn á sameinaðan leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar.

 

Vinnuskjöl:

Flokkuð nöfn

2 eða fleiri tilnefningar

1 tilnefning

Puntar

Kosningar

 

Efni síðunnar