Fara í efni

Fræðslu- og skólanefnd 2009-2014

71. fundur 17. ágúst 2011 kl. 17:45 - 19:45

Valgerður Jóna Oddsdóttir, Birna María Antonsdóttir, Bjarni Jónsson, Hlynur Máni Sigurbjörnsson og Arna Arnórsdóttir sem ritar fundargerð.


Auk þeirra Ingibjörg Hannesdóttir skólastjóri, Sigríður Lára Guðmundsdóttir fulltrúi kennara grunnskólasviðs,

Þórdís Þórisdóttir fulltrúi kennara leikskólasviðs, Guðný Kristín Guðnadóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna

en María H. Eggertsdóttir fulltrúi foreldra grunnskólabarna mætti ekki

1. Setning fundar.


Formaður setur fundinn og býður fólk velkomið.


2. Fundargerð 70. fundar fræðslu- og skólanefndar dags. 23. júní 2011.


Formaður fer yfir fundargerð 70. fundar og hún undirrituð.


3. Sumarskýrsla skólastjóra fyrir sumarið 2011.


Sameining leikskóla og grunnskóla fór í framkvæmdaferli eftir ráðningu undirritaðrar sem skólastjóra frá 8. júní síðastliðnum.


Í júní var unnið að uppsetningu skipurits fyrir nýjan sameinaðan skóla, farið með skipuritið í kynningarferli í gegnum samráðshóp og fræðslu- og skólanefnd og að lokum lagt fyrir sveitarstjórn til samþykkis. Skipuritið var samþykkt af sveitarstjórn 5. júlí.


Eftir að leikskólinn fór í sumarfríslokun 1. júlí tók við tímabil þarfagreiningar, búnaðarpantana og eftirfylgni óteljandi atriða í tengslum við byggingarframkvæmdir nýju skólabyggingarinnar. Seinni partur júlí fór í stundatöflugerð og ráðinn var textílkennari í 50% stöðu á grunnskólasviði. Mannaráðningar á leikskólasviði urðu þær að Lára Böðvarsdóttir var ráðin í 80% starf og Arna Kristín Sigurðardóttir var ráðin í 100% starf tímabundið í stað Söru Margrétar Ólafsdóttur, sem fer í námsleyfi frá 1. september næstkomandi. Magnea Sigríður Guttormsdóttir leikskólakennari mun taka við starfi deildarstjóra 1. september tímabundið þar til Sara kemur aftur. Sigurður Sigurjónsson fyrrverandi leikskólastjóri hverfur til annarra starfa eftir að sumarleyfi hans lýkur í ágúst. Þórdís Þórisdóttir verður eftir sem áður deildarstjóri á yngri deild (Dropanum), en hún var skipuð staðgengill skólastjóra á leikskólasviði skv. nýju samþykktu skipuriti skólans.


Leikskólasvið hins nýja sameinaða skóla fór rólega af stað eftir sumarfrí. Börnin hafa smám saman verið að koma inn eftir frí og starfsfólk einnig. Eftir sumarfrí hefur verið aðlögun barna á milli deilda og tvö ný börn komið inn á Dropann, en von er á fimm börnum inn til viðbótar. Á Regnboganum eru nú 21 barn og 9 börn á Dropanum.


Tveir kennarar af leikskólasviði og þrír af grunnskólasviði sóttu tveggja daga námskeið í Byrjendalæsi sem haldið var í Kópavogi ásamt kennurum af gru. Námskeiðiðnnskólasviði var bæði fróðlegt og skemmtilegt og gaf margar góðar hugmyndir. Tveir kennarar á leikskólasviði og einn af grunnskólasviði fara síðan á Numicon námskeið í ágúst. Það er því strax farið að vinna að flæði milli skólastiga og kennarar áhugasamir um að vinna saman.


Allir starfsmenn leikskólasviðsins hafa verið á fullu við að undirbúa og skipuleggja vetrarstarfið og gera deildirnar klárar fyrir veturinn. Veðrið hefur heldur betur leikið við okkur undanfarið og njótum við þess með mikilli útiveru með börnunum. Þá flytjum við dót út á skólalóðina og höfum oftar en ekki haft drekkutímann úti við góðar undirtektir barnanna.


Almennir starfsmenn á grunnskólasviði komu til starfa eftir nýrri starfslýsingu rétt eftir mánaðarmótin júlí-ágúst og skipulögðu flutninga úr gamla skólahúsnæðinu og undirbjuggu flutningsdag. Blásið var svo til flutningsdagsins, fimmtudaginn 11. ágúst, þar sem íbúar Hvalfjarðarsveitar stórir sem smáir hjálpuðust að við að flytja dót úr gömlu skólabyggingunni yfir í nýjan skóla. Veðrið var yndislegt, yfir hundrað manns mættu og stemningin var frábær. Grillaðar pylsur og drykkir voru í boði sveitarfélagsins og svo var frítt í sund í Heiðarborginni. Ótrúlega skemmtilegur dagur.


Kennarar grunnskólasviðs komu svo til starfa 15. ágúst í nýju skólahúsnæði. Mörg handtök eru eftir til að skólinn verði skólahæfur í tíma, en allir leggjast á eitt með að halda jákvæðni og vinna í sátt við þá iðnaðarmenn sem eru enn í húsi.


Fyrsti fundur allra starfsmanna sameinaðs skóla er fyrirhugaður á morgun og eftir fundinn fara allir starfsmenn í menningar- og skemmtiferð í nágrannabæ skólans. Allir starfsmenn, bæði á leik- og grunnskólasviði fara svo á námskeið saman í Uppbyggingarstefnunni sem verið hefur innleidd á grunnskólasviðinu undanfarin misseri. Ríflega 30 starfsmenn eru nú við sameinaðan leik og grunnskóla.


Skólasetning grunnskólasviðs og vígsla hins nýja skólahúsnæðis er áætluð þriðjudaginn 23. ágúst. Nemendur koma svo til starfa daginn eftir, þann 24. Það eru augljóslega spennandi tímar framundan í skólamálum í Hvalfjarðarsveit. Það er bjart yfir kennurum og betri aðstaða á eftir að hafa góð áhrif inn í skólasamfélagið.


Ingibjörg Hannesdóttir


Ingibjörg skólastjóri vildi geta þess að starfsmenn hefðu staðið sig með eindæmun vel undir miklu álagi síðustu vikur og þakkaði þeim fyrir jákvæðni og samstöðu.
Fræðslu- og skólanefnd lýsir yfir ánægju sinni með fluttningsdaginn fimmtudaginn 11. ágúst s.l. Sérstakar þakkir fær starfsfólk fyrir góðan undirbúning og íbúar fyrir góða þátttöku.


Fræðslu- og skólanefnd óskar Þórdísi Þórisdóttur til hamingju með stöðu staðgengils skólastjóra á leikskólasviði. Einnig óskar nefndin Sigurði Sigurjónssyni velfarnaðar í nýju starfi og þakkar honum fyrir vel unnin störf í leikskólanum Skýjaborg.


4. Nemendaskrá grunnskólans haust 2011.


Farið yfir nemendaskrá og stemmir hún við íbúatal sveitarfélagsins.


5. Drög að tillögu fræðslu- og skólanefndar að sameiningu foreldraráðs leikskólasviðs og skólaráðs grunnskólasviðs.


Til umræðu.

Fræðslu- og skólanefnd vísar tillögunni áfram til umræðu og mótunnar hjá hagsmunaaðilum.


6. Endurskoðun skólastefnu sveitarfélagsins.


Til umræðu.

Valgerður Jóna Oddsdóttir varaformaður nefndarinnar mun halda utan um þá vinnu sem fer í hönd.


7. Bókasafn skólans.


Til umræðu.
Bókun. Fræðslu- og skólanefnd leggur til við sveitarstjórn að fenginn verði sérfróður aðili til að yfirfara og skrá bókarkost sveitarfélagsins.


8. Starfsreglur ungmennaráðs.


Lagt fram. Umræður.
Bókun. Fræðslu- og skólanefnd vísar starfsreglum ungmennaráðs til
umsagnar Fjölskyldunefndar.


9. Framkvæmd forvarnarstefnu.


Arna Arnórsdóttir tekur að sér að halda utan um framkvæmd forvarnarstefnu.
Stefnt er að því að halda fyrsta fund hagsmunaraðila í september.


10. Dagur íslenskrar náttúru 16. september.


Vísað til skólans að halda upp á dag íslenskrar náttúru.
Bókun. Fræðslu- og skólanefnd leggur til að sveitarstjóri sjá til þess að það verði farin gönguferð um friðlandið Grunnafjörð á vegum sveitarfélagsins.


11. Umhverfisþing.


Bjarni Jónsson tekur að sér að skipuleggja hverjir fara á þingið í samráði við æskulýðs- og tómstundarfulltrúa.


12. Önnur mál.
Umsókn um undanþágu á reglu um lágmarksaldur við inntöku barns á leikskólann Skýjaborg.


Bókun.Fræðslu- og skólanefnd samþykkir þessa beiðni þar sem ekkert dagforeldri er starfandi í sveitarfélaginu. Vistun getur hafist í samráði við skólastjóra.


Tómstundaávísanir


Bókun. Fræðslu- og skólanefnd leggur til við sveitarstjórn að haldið verði áfram með útgáfu tómstundaávísana fyrir öll börn sveitarfélagsins og að upphæðin verði hækkuð í 2x15:000 kr.


Framhaldsskólaáfangar


Bókun. Fræðslu- og skólanefnd leggur til við sveitarstjórn að sveitarfélagið haldi áfram að styrkja nemendur á unglingastigi til að stunda nám á framhaldsskólastigi í völdum greinum. Saman ber bókun frá 52. Fundi fræðslu- og skólanefndar:
“Tillaga til sveitastjónar: Nemendur í 9. og 10.bekk Heiðarskóla sem lokið hafa námsefni grunnskóla í einni eða fleiri greinum með ágætum árangri, að mati skólans, fá styrk til framhaldsnáms í einni námsgrein hvora önn. Skal styrkurinn nema 100% af innritunargjaldi og 50% af kennslugjaldi. Gjaldskrá FG skal höfð til viðmiðunar. Tillagan samþykkt samhljóða.”
Og á fundi sveitarstjórnar þann 11 maí var þetta samþykkt. 4. 1005028 – “Tillaga af 52. fundi fræðslu- og skólanefndar. Tillaga um styrk til framhaldsnáms grunnskólanema í 9. og 10. bekk Heiðarskóla í einni
námsgrein. Tillagan samþykkt samhljóða, fjármögnun vísað til endurskoðunnar fjárhagsáætlunar.”
Þar sem þetta hefur gefið góða raun.


Verkfall leikskólakennara


Umræða um hugsanlegt verkfall leikskólakennara og afleiðingar þess.
Bókun. Fræðslu- og skólanefnd styður jöfnuð í kjörum kennara á leik- og grunnskólastigi. Nefndin skorar á samningsaðila að ná saman sem fyrst svo komast megi hjá afleiðingum verkfalls.


Samningur við Tónlistarskóla Akraness


Umræður

 


Fundi slitið kl. 20:55


Birna María Antonsdóttir
Bjarni Jónsson
Hlynur Máni Sigurbjörnsson
Valgerður Jóna Oddsdóttir
Arna Arnórsdóttir sem ritar fundargerð

Efni síðunnar