Fræðslu- og skólanefnd 2009-2014
Birna María Antonsdóttir, Bjarni Jónsson, Hlynur Máni Sigurbjörnsson, Valgerður Jóna Oddsdóttir og Arna Arnórsdóttir sem ritar fundargerð.
Auk þeirra Ingibjörg Hannesdóttir skólastjóri sameinaðs leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar, Helga Harðardóttir fulltrúi kennara Heiðarskóla, María H. Eggertsdóttir fulltrúi foreldra Heiðarskóla og Guðný Kristín Guðnadóttir fulltrúi foreldra Skýjaborgar.
Fulltrúi kennara Skýjaborgar, Sara Margrét Ólafsdóttir mætti ekki.
1. Setning fundar.
Formaður setur fundinn og býður fólk velkomið.
2. Fundargerð 67. fundar fræðslu- og skólanefndar dags. 9.júní 2011.
Formaður fer yfir fundargerðina og hún undirrituð.
3. Fundargerð 68. Furnar fræðslu- og skólanefndar dags. 11. maí 2011.
Formaður fer yfir fundargerðina og hún undirrituð.
4. Fundargerð 69. Fundar fræðslu- og skólanefndar dags. 26. apríl 2011.
Formaður fer yfir fundargerðina og hún undirrituð.
5. Fundargerð 4. fundar samráðshópsins dags. 15. júní 2011.
Formaður fer yfir fundargerðina.
6. Skipurit sameinaðs leik- og grunnskóla í Hvalfjarðarsveit.
Ingibjörg Hannesdóttir skólastjóri kynnir skipuritið, umræður.
Bókun: Fræðslu- og skólanefnd samþykkir skipuritið einróma enda samræmist það hugmyndum nefndarinnar um sameiningu skólastiganna.
7. Önnur mál.
Flutningur í nýja skólahúsnæðið.
Bókun: Fræðslu- og skólanefnd leggur til að skipulagður verði flutningsdagur í byrjun ágúst og fá m.a. íbúa sveitarfélagsins til að taka þátt. Ennfremur að flutningsdagurinn verði kostnaðargreindur og vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.
Nýtt nafn á sameinaðan leik- og grunnskóla.
Bókun: Fræðslu- og skólanefnd felur nýráðnum skólastjóra að vinna að og standa fyrir hugmyndasamkeppni að nýju nafni sameinaðs skóla. Ennfremur að hugmyndasamkeppnin verði kostnaðargreind og vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.
Vefsíða sameinaðs skóla.
Bókun: Fræðslu- og skólanefnd leggur til að gerð verið ný heimasíða fyrir sameinaðan skóla og að hún verði með sama sniði og vefsíða sveitafélagsins. Ennfremur að hönnun heimasíðu verði kostnaðargreind og vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.
Fundi slitið kl. 19:07
Birna María Antonsdóttir
Valgerður Jóna Oddsdóttir
Bjarni Jónsson
Hlynur Máni Sigurbjörnsson
Arna Arnórsdóttir sem ritar fundargerð.