Fara í efni

Fræðslu- og skólanefnd 2009-2014

64. fundur 16. maí 2011 kl. 17:45 - 19:45

Birna María Antonsdóttir, Bjarni Jónsson, Hlynur Máni Sigurbjörnsson,
Valgerður Jóna Oddsdóttir og Arna Arnórsdóttir sem ritar fundargerð. 
 
Auk þeirra Helga Stefanía Magnúsdóttir skólastjóri Heiðarskóla, Helga
Harðardóttir fulltrúi kennara Heiðarskóla, Sara Margrét Ólafsdóttir fulltrúi
stjórnenda Skýjaborgar, Guðrún Magnúsdóttir fulltrúi kennara Skýjaborgar,
María H. Eggertsdóttir fulltrúi foreldra Heiðarskóla og Guðný Kristín
Guðnadóttir fulltrúi foreldra Skýjaborgar.
 

1. Setning fundar.


Formaður setur fundinn og býður fólk velkomið. 
 
2. Tillaga um ráðningu skólastjóra.

Formaður fer yfir ráðningarferlið og les upp tillögu nefndarinnar og greinargerð ráðgjafans.
 
Tillaga:


Fræðslu- og skólanefnd Hvalfjarðarsveitar leggur til við sveitarstjórn að ráða Ingibjörgu Hannesdóttur í stöðu skólastjóra við nýjan sameinaðan leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar.

Greinargerð:

Fræðslu- og skólanefnd er einróma í afstöðu sinni að Ingibjörg Hannesdóttir sé hæfasti umsækjandinn um stöðu skólastjóra.


Ingibjörg Hannesdóttir uppfyllir menntunar- og hæfniskröfur sem gerðar voru til umsækjenda í auglýsingu. Ingibjörg útskrifaðist með B.ed – gráðu frá Kennaraháskóla Íslands sem grunnskólakennari vorið 1996 og lauk M.A. prófi í menningarstjórnun frá Háskólanum á Bifröst haustið 2010. 

 
Ingibjörg hefur starfað sem kennari frá því hún útskrifaðist sem grunnskólakennari bæði í Hjallaskóla í Kópavogi og Engjaskóla í Grafarvogi. Hún hefur bæði reynslu af kennslu barna á leik- og grunnskólaaldri. 
 
Ingibjörg stofnaði Myndlistarskóla Grafarvogs haustið 2009 og hefur verið þar skólastjóri síðan. Í myndlistarskólanum hefur hún kennt nemendum  á leik- og grunnskólaaldri, auk þess haldið námskeið fyrir fullorðna.
 
Leitað var eftir  einstaklingi sem hefði skýra  framtíðarsýn í skólamálum, væri skapandi, metnaðarfullur og hefði reynslu af þróunarstarfi, rekstri og stjórnun. Við teljum að Ingibjörg Hannesdóttir uppfylli öll þessi skilyrði. Ingibjörg hefur skarpa framtíðarsýn og mikinn metnað, auk reynslu af því að vinna brautryðjendastarf í skólamálum.


Fræðslu- og skólanefnd Hvalfjarðarsveitar

 
Arna  Arnórsdóttir
Birna María Antonsdóttir
Bjarni Jónsson
Hlynur Sigurbjörnsson
Valgerður Jóna Oddsdóttir


Tillagan borin upp og samþykkt samhljóða.
Umræður og fyrirspurnir.

 

 
Fundi slitið kl. 18:15 
     

Birna María Antonsdóttir 

Valgerður Jóna Oddsdóttir

Bjarni Jónsson
Hlynur Máni Sigurbjörnsson

Arna Arnórsdóttir sem ritar fundargerð.   
      

Efni síðunnar