Fara í efni

Fræðslu- og skólanefnd 2009-2014

63. fundur 05. maí 2011 kl. 17:45 - 19:45

Birna María Antonsdóttir, Bjarni Jónsson, Hlynur Máni Sigurbjörnsson, Valgerður Jóna Oddsdóttir og Arna Arnórsdóttir sem ritar fundargerð.


Auk þeirra Helga Stefanía Magnúsdóttir skólastjóri Heiðarskóla, Helga Harðardóttir fulltrúi kennara Heiðarskóla,

Sigurður Sigurjónsson skólastjóri Skýjaborgar, Sara Margrét Ólafsdóttir fulltrúi kennara Skýjaborgar,

María H. Eggertsdóttir fulltrúi foreldra Heiðarskóla og Guðný Kristín Guðnadóttir fulltrúi foreldra Skýjaborgar

1. Setning fundar.


Formaður setur fundinn og býður fólk velkomið.


2. Fundargerð 62. fundar fræðslu- og skólanefndar dags. 7.apríl 2010.


Formaður fer yfir fundargerðina.


3. Mánaðarskýrsla skólastjóra Heiðarskóla fyrir apríl 2011.


Skólastjóri les upp mánaðarskýrslu.


Bókun: Fræðslu- og skólanefnd fagnar lestrar átakinu og óskar Heiðarskóla til hamingju með styrkinn og hlakkar til að fylgjast með áframhaldinu.


4. Mánaðarskýrsla skólastjóra Skýjaborgar fyrir apríl 2011.


Leikskólastjóri fer yfir mánaðarskýrslu.


5. Fundargerð 2. fundar samráðshóps um sameiningu skólanna.


Formaður fer yfir fundargerðina.


6. Fundargerð 3. fundar samráðshóps um sameiningu skólanna.


Formaður fer yfir fundargerðina.


7. Ungmennaráð í Hvalfjarðarsveit. Tillaga.


Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar skipar sjö fulltrúa á aldrinum 13 - 18 ára í ungmennaráð Hvalfjarðarsveitar að fengnum tilnefningum og skulu þeir eiga lögheimili í Hvalfjarðarsveit. Skipunartími ráðsins er tvö ár í senn og skulu fulltrúar þess skipaðir á fundi sveitarstjórnar í september annað hvert ár. Ráðið fundar með sveitarstjórn a.m.k tvisvar á hverju starfsári. Ráðið fundar a.m.k fimm sinnum yfir starfsárið. Starfsmaður ráðsins væri æskulýðs- og tómstundafulltrúi. Sveitarstjórn beinir því til fræðslu- og skólanefndar að setja nánari reglur um hlutverk og val í ungmennaráðið.


Bókun: Fræðslu- og skólanefnd tekur jákvætt í tillöguna.


Erindi: Starfslýsing á starfi æskulýðs og tómstundarfulltrúa Hvalfjarðarsveitar.

Lagt fram.


Bókun: Fræðslu og skólanefnd tekur vel í erindið enda ánægja með þau störf sem hafa verið unnin á sviði tómstunda í sveitarfélaginu síðast liðið ár. Nefndin telur ekki tímabært að festa starfslýsingu né starfshlutfall niður strax. Tekið verður tillit til erindisins. Formaður vinnur að málinu.


8. Unglingastarf björgunarsveitarinnar. Kynning.


Erindi frestað til næsta fundar vegna óviðráðanlegra ástæðna.


9. Önnur mál.


18. fundur foreldrafélags Heiðarskóla.
Fulltrúi foreldrafélagsins M.H.E. fer yfir fundargerðina.
Umræður um fundargerðina.


Erindi frá foreldrafélagi Heiðarskóla: Forvarnir í Hvalfjarðarsveit.
Foreldrafélag Heiðarskóla vill hvetja Fræðslu- og skólanefnd til að beita sér fyrir því að unnin verði heildstæð forvarnarstefna fyrir börn og ungmenni frá 0-18 ára aldurs í Hvalfjarðarsveit. Æskilegt þætti ef slík stefna yrði unnin í samvinnu við starfsfólk sveitarfélagsins, foreldra og börnin sjálf.


Bókun: Fræðslu- og skólanefnd tekur vel í erindið og beinir því til sveitarstjórnar að samþykkja að nefndin vinni að slíkri stefnu í samvinnu við starfsfólk, foreldra og börn sveitarfélagsins.


Starfshættir í grunnskólum. Niðurstöður úr nemendakönnun í Heiðarskóla.
Skólastjóri fer yfir nokkrar áhugaverðar niðurstöður.


Umsókn um styrk dags. 4. maí 2011.


Bókun: Fræðslu- og skólanefnd gerir það að tillögu sinni að hvert barn verði styrkt um kr. 5.000 í samræmi við fjórða lið viðmiðunarreglna við styrkveitingu íþrótta- og eða afreksfólks.
Bjarni Jónsson lýsir sig vanhæfan og tekur ekki þátt í atkvæðagreiðslu. Fræðslu- og skólanefnd samþykkir styrkveitinguna.


Bókun: Fræðslu- og skólanefnd samþykkir að málstofa um skólamál og
samráðshópur barna bíði framkvæmda til haustsins


Ráðningar í stöður almennra starfsmanna í Heiðaróla.
Skólastjóri Heiðarskóla kynnti ráðningarnar.


10. Beiðni um aukin stuðning í Heiðarskóla. Trúnaðarmál.


Bréf frá foreldrum lesið upp og skýrsla frá umsjónarkennara lögð fram.


Bókun: Fræðslu- og skólanefnd tekur undir áhyggjur kennara og foreldra að aukin stuðning þurfi fyrir viðkomandi nemendur og ítrekar bókun frá síðasta fundi að búið verði að festa stuðning fyrir nemendurnar fyrir næsta skólaár. Fræðslu- og skólanefnd óskar eftir og beinir því til skólastjórnenda að tillaga um slíkt fyrirkomulag liggi fyrir á júní fundi nefndarinnar.

 


Fundi slitið kl. 20:05


Birna María Antonsdóttir
Valgerður Jóna Oddsdóttir
Bjarni Jónsson
Hlynur Máni Sigurbjörnsson
Arna Arnórsdóttir sem ritar fundargerð.

Mánaðarskýrsla Heiðarskóla

Mánaðarskýrsla Skýjaborgar

Efni síðunnar