Fræðslu- og skólanefnd 2009-2014
Valgerður Jóna Oddsdóttir, Sigurbjörg Kristmunsdóttir, Bjarni Jónsson, Hlynur Máni Sigurbjörnsson og Arna Arnórsdóttir sem ritar fundargerð.
Auk þeirra Dóra Líndal aðstoðarskólastjóri Heiðarskóla, Helga Harðardóttir fulltrúi kennara Heiðarskóla,
Sara Margrét Ólafsdóttir aðstoðarskólastjóri Skýjaborgar, þórdís Þórisdóttir fulltrúi kennara Skýjaborgar,
Guðný Kristín Guðnadóttir fulltrúi foreldra Skýjaborgar og María H. Eggertsdóttir fulltrúi foreldra Heiðarskóla.
1. Setning fundar.
Varaformaður setur fundinn og býður fólk velkomið.
2. Fundargerð 61. fundar fræðslu- og skólanefndar dags. 3. mars 2011.
Varaformaður fer yfir fundargerð 61. fundar.
3. Mánaðarskýrsla skólastjóra Heiðarskóla fyrir mars 2011.
Laugardaginn 5. mars hélt hópur starfsmanna Heiðarskóla til Glasgow. Skipulagðar voru skólaheimsóknir mánudag og þriðjudag. Á mánudeginum skiptum við okkur í fjóra hópa. Hver hópur heimsótti tvo skóla, einn primary og einn secondary. Alls voru heimsóttir átta skólar þennan dag. Þessir skólar voru allir í Glasgow. Á þriðjudeginum fórum við út í dreifbýlið og skiptum okkur í tvo skóla í smábæjunum Dune og Callander. Skoðuðum síðan öll saman einn skóla til viðbótar. Á miðvikudeginum fórum við í Sience center í Glasgow þar sem við sáum þrjár sýningar sem þar eru í gangi og skoðuðum einnig safnið. Var þessi ferð í alla staði vel heppnuð og verður frekari frásögn og myndasýning á næsta fundi. Þeir sem heima sátu fóru í skólaheimsóknir í Mosfellsbæ, Garðabæ og Reykjanesbæ og sáu auðvitað margt gagnlegt og skemmtilegt þar. Viku vetrarleyfi var hjá börnunum
Allir mættu hressir og endurnærðir til vinnu, bæði börn og fullorðnir, mánudaginn 14. mars. Við fengum til okkar Elínu Kristjánsdóttur námsráðgjafa úr Borgarnesi, þann 18. mars, með fyrirlestur fyrir 10. bekkinn og einstaklingsviðtöl. Við eigum von á henni í áframhaldandi vinnu föstudaginn 15. apríl.
Þriðjudaginn 22. mars fóru allir almennir starfsmenn í Heiðarskóla auk Dóru og Kristjönu af skrifstofunni í heimsóknir í Dalskóla og Krikaskóla til að kynna sér þau almennu störf
sem þar voru í boði.
8. bekkur fór í fermingarferðalag í Reykholt þann 24. mars og dvaldi þar heilan dag ásamt öðrum væntanlegum fermingarbörnum úr prófastdæminu.
Upplestrarkeppnin var haldin í Heiðarskóla og valdir fulltrúar úr 7. bekk til að taka þátt í Vesturlandskeppninni. Þeir sem voru valdir; Vigdís Erla Sigmundsdóttir, Ásbjörn Baldvinsson og til vara Arnór Hugi Sigurðarson.
Heiðarskóli keppti við aðra skóla á Vesturlandi í Skólahreysti 31. mars. Í keppnisliðinu voru; Svandís Lilja Stefánsdóttir, Elísa Pétursdóttir, Steinar Þorsteinsson og Ásgeir Pálmason, til vara voru þau Sigrún Bára Gautadóttir og Finnur Ari Ásgeirsson. Náði liðið góðum árangri og lenti í 5. sæti í keppninni. Þurfti í þetta skiptið að grípa til varamanns vegna meiðsla...
Nú líður að árshátíð og er byrjað að æfa hin ýmsu atriði fyrir þann viðburð. Þema hátíðarinnar verður hollt og gott. Við tökum t.d. atriði úr Latabæ og Ávaxtakörfunni , einnig verður skyggnst inn í sælgætisland til að sjá hvað er að gerast þar. Björn Páll hefur verið okkur til aðstoðar þessa vikuna.
Lokadagur danskennslunnar var í dag. Jóhanna aðstoðaði einnig stelpurnar sem verða með dansatriði á árshátíðinni.
4. Mánaðarskýrsla skólastjóra Skýjaborgar fyrir mars 2011.
Á starfsdegi þann 11. febrúar var fundað vegna sérkennslu, lokaundirbúningur fyrir foreldraviðtöl og skil á viðhorfskönnun.
Vikuna 14. – 18. mars fóru fram foreldraviðtöl sem gengu vel. Almenn ánægja er hjá foreldrum með leikskólastarfið.
Þann 25. mars kom Helgi Grímson og fundaði með skólastjóra og aðstoðarleikskólastjóra. Skoðaði leikskólann og safnaði upplýsingum.
Jónella Sigurjónsdóttir kennari hætti hjá okkur og tveir nýir starfsmenn byrjuðu í mars það eru þær Ingibjörg Unnur leiðbeinandi, hún verður á Dropanum og Arndís Ósk leikskólakennari sem verður á Regnboganum.
Eitt nýtt barn byrjaði á Dropanum í mars.
Öskudagurinn var með hefðbundnu sniði þetta árið. Börnin fengu að koma í furðufötum, náttfötum, búningum eða venjulegum fötum. Það var haldið öskudagsball, kötturinn sleginn úr tunnunni og horft á mynd og borðað popp.
Í vetur hafa tveir elstu árgangarnir farið í íþróttir í Heiðarborg. Þann 6. apríl var síðasti tíminn þetta skólaárið og fóru þá elstu börnin í sundlaugina og yngstu börnin á Regnboganum fóru með í íþróttasalinn.
Framkvæmdagleði barnanna í leikskólanum á sér fáar hliðstæður. Á lóð leikskólans rís nú glæsileg kofabygging sem börnin ákváðu að vantaði. Eftir að hafa legið yfir hönnunarteikningum og velt fyrir sér efniviði og verkfærum sem nauðsynleg þykja við slíka smíði, æfði stórihópur sig í að byggja hús úr einingakubbum. Bjartey mætti með fullt af timbri í kofasmíðina og því ekkert að vanbúnaði við að hefjast handa. Hamarshöggin dynja og allir leggja sig fram við smíðina. Stefnt að því að ræða framkvæmdina við skipulags- og byggingafulltrúa sveitarfélagsins til að tryggja að allt fari löglega fram.
Hvalfjarðarsveit er þátttakandi í Grænum apríl. Leikskólinn leggjur að sjálfsögðu sitt af mörkum og mun nota aprílmánuð til að kynna það umhverfisstarf sem nú þegar fer fram og ætlar að leggja aukna áherlsu á leik með umhverfisvænt leikefni þ.e. endurnýtanlegan efnivið. (Könnunarleikur, kofaframkvæmdir o.fl,)
Útikennslan er að aukast þessa dagana sem og aukin áhersla á útiveru barna.
Leikskólastjórinn er næstu daga á kennaraþingi kennarasambandsins , sem ber yfirskriftina ,,í skólanum, í skólanum er framtíð þjóðar falin“
Minnum á heimasíðu leikskólans skyjaborgin.is þar sem finna má ýmsan fróðleik, myndir og upplýsingar um leikskólann.
5. Umsókn um undanþágu á reglu um lágmarksaldur við inntöku barns á leikskólann Skýjaborg. Umsókn sem var frestað á síðasta fundi.
Fræðslu- og skólanefnd samþykkir þessa beiðni þar sem ekkert dagforeldri er starfandi í sveitarfélaginu. Vistun getur hafist í samráði við leikskólastjóra.
6. Niðurstöður úr viðhorfskönnun starfsfólks Skýjaborgar mars 2011. Kynning.
Niðurstöður viðhorfskönnunar kynntar.
Bókun: Fræðslu- og skólanefnd óskar leikskólanum til hamingju með jákvæðar niðurstöður könnunarinnar sem lýsir góðu og faglegu starfi.
7. 16. fundur foreldrafélags Heiðarskóla.
Fulltrúi foreldrafélagsins M.H.E. fer yfir fundargerð 16. og 17. fundar foreldrafélagsins.
8. Aðalfundur Ungmenna- og íþróttafélags Hvalfjarðarsveitar 2011.
Farið yfir fundargerðina.
Bókun: Fræðslu- og skólanefnd styður ályktun Ungmenna- og íþróttafélagsins er varðar lengri opnunartíma Heiðarborgar til að tryggja aukið aðgengi almennings að íþróttahúsi og sundlaug.
9. Skýrsla stjórnar ungmenna- og íþróttafélags Hvalfjarðarsveitar 2011.
Formaður félagsins Þ.Þ.fer yfir skýrsluna.
Bókun: Fræðslu- og skólanefnd lýsir yfir ánægju sinni með skýrsluna sem ber vott um öflugt starf.
10. Fundargerð samráðshóps um sameiningu skóla í Hvalfjarðarsveit.
Farið yfir fundargerðina. Umræður
11. Önnur mál.
Umsókn um styrk dags. 4 apríl 2011.
Bókun: Fræðslu- og skólanefnd telur beiðnina ekki rúmast innan viðmiðunarreglna um styrkveitingar til íþrótta- og tómstundaiðkunar.
Umsókn um styrk dags. 5 apríl 2011.
Bókun: Fræðslu- og skólanefnd gerir það að tillögu sinni að hvert barn verði styrkt um a.m.k. kr. 10.000 í samræmi við þriðja lið viðmiðunarreglna við styrkveitingu íþrótta- og eða afreksfólks til æfingaferða erlendis.
Aðstoðarskólastjóri Heiðarskóla sagði frá því að tveir kennarar hefðu farið á námskeið á vegum Greiningar- og ráðgjafastöð ríkisins um einhverfu og atferlisþjálfun.
D.L.H. ræddi gæslu og umgengni í íþróttahúsi á skólatíma.
Bókun: Fræðslu- og skólanefnd beinir því til sveitastjórnar að umsjón og rekstur Heiðarborgar verði tekið til skoðunar meðal annars með tilliti til starfsmannahalds og gæslu í búningsklefum á opnunartíma.
Aðstoðarskólastjóri Heiðarskóla mun senda tillögu til sveitarstjórnar um málefnið.
M.H.E. hvatti nefndarmenn til að mæta á fræðslufund í Heiðarskóla 12. apríl n.k. um rafrænt einelti.
Varaformaður sagði frá því að verið væri að undirbúa viðhorfskönnun til foreldra Heiðarskóla og Skýjaborgar.
12. Beiðni um aukinn stuðning í Heiðarskóla. Trúnaðarmál.
Bókun: Fræðslu- og skólanefnd samþykkir beiðnina fyrir sitt leiti og leggur á það ríka áherslu að stuðningur verði fenginn fyrir upphaf næsta skólaárs.
Fundi slitið kl. 20:35
Valgerður Jóna Oddsdóttir
Sigurbjörg Kristmundsdóttir
Bjarni Jónsson
Hlynur Máni Sigurbjörnsson
Arna Arnórsdóttir sem ritar fundarger