Fræðslu- og skólanefnd 2009-2014
Birna María Antonsdóttir, Valgerður Jóna Oddsdóttir, Bjarni Jónsson, Hlynur Máni Sigurbjörnsson og Arna Arnórsdóttir sem ritar fundargerð.
Auk þeirra Helga Stefanía Magnúsdóttir skólastjóri Heiðarskóla, Helga Harðardóttir fulltrúi kennara Heiðarskóla,
Sigurður Sigurjónsson skólastjóri Skýjaborgar, Sara Margrét Ólafsdóttir fulltrúi kennara Skýjaborgar og María H. Eggertsdóttir fulltrúi foreldra Heiðarskóla
1. Setning fundar.
Formaður setur fundinn og býður fólk velkomið.
2. Fundargerð 55. fundar fræðslu- og skólanefndar dags. 2.september 2010.
Formaður fer yfir fundargerð 55. fundar og hún undirrituð.
3. Mánaðarskýrsla skólastjóra Heiðarskóla fyrir október 2010.
Nokkrir nemendur úr 10 bekk gengu til góðs fyrir Rauða krossinn fyrstu vikuna í október. Við fengum fulltrúa úr stýrihóp umo uppbygginarstefnuna í Grundaskóla til okkar 11 október til að kynna okkur hvernig hefði gengið með uppbyggingardaga þar á bæ.
Lettneskur og pólskur túlkur heimsóttu okkur 11 okt og hjálpuðu okkur í viðtölum við foreldra erlendu nemendanna okkar.
13 október komu elstu nemendur Skýjaborgar í heimsókn.
Fermingarfræðsla er hafin, verður hún eftir skóla á fimmtudögum.
Skólastjóri sótti námsstefnu Skólastjórafélags Íslands á Selfossi föstudaginn 15. og laugardaginn 16. október. Þar var m.a. til umfjöllunar ný aðalnámskrá grunnskóla, vinnustaðamenning, breytingastjórnun og mat á skólastarfi.
Dóra og Björk sóttu Comeníusarfund dagana 18 – 24 október.
Áfalla og eineltisteymi Heiðarskóla sótti borgarafund um einelti sem haldinn var í Borgarnesi fimmtudagkvöldið 21. október.
Þemavika um uppbyggingarstefnuna var vikuna 25 -29 október og tókst hún í alla staði frábærlega. Unnið var með eina grunnþörf hvern dag. Við teljum okkur, með því að vinna svona markvisst með uppbyggingarstefnuna, vera m.a. að sinna forvörnum í sambandi við einelti, ofbeldi ofl.
Boðið var upp á foreldrafærninámskeið seinni partinn á þriðjudeginum og mætti eitt foreldri á það námskeið. Hins vegar mættu nokkrir foreldrar og jafnvel ömmur á föstudeginum þegar við buðum sérstaklega fólki til að skoða afrakstur vikunnar.
Kærkomið vetrarfrí var dagana 1. og 2. nóvember. Nú eru allir komnir aftur til starfa eftir vetrarfríið og verður vinnutörn fram að jólaleyfi. Við munum samt gefa okkur tíma til að undirbúa 1. des skemmtun sem er áætluð miðvikudaginn 1. desember.
4. Mánaðarskýrsla skólastjóra Skýjaborgar fyrir október 2010.
Mikill tími deildarstjóra fór í að undirbúa foreldraviðtöl sem voru í vikunni 25. – 29. október. Foreldraviðtölin sjálf gengu mjög vel, foreldrar eru ánægðir og sögðu að börnunum líði vel í leikskólanum.
Íþróttatímar fyrir tvo elstu árganga leikskólans í Heiðarborg eru byrjaðir. Inga Bryndís íþróttafræðingur sér um tímana og áætlað er að fara í 8 ferðir fyrir áramót. Aðrir fara í íþróttir í leikskólanum.
13. október var fyrsta skólaheimsóknin. Verðandi grunnskólanemendur leikskólans heimsóttu Heiðarskóla og fengu að kynnast starfinu þar. Þessi hópur kynnist Heiðarskóla eins og hann er í dag en byrjar svo líklega í nýju húsnæði næsta haust.
22. október á starfsdegi var haldið námskeið fyrir starfsfólk leikskólans. Iðjuþjálfi frá Heilsugæslunni hélt fyrirlestur/námskeið um félagsfærni, aga, athyglisvanda og hvatvísi/ofvirkni.
Við héldum upp á alþjóðlega bangsadaginn 27. október. Börnin tóku með sér bangsann sinn í leikskólann þennan dag.
Leikskólastjóri fór á námskeiðið "Kraftmikil stjórnun skapar verðmæti" hjá Félagi stjórnenda í leikskólum (FSL).
Leikskólastjóri fór á málstofuna "Skólabragur" Málstofa Sambands íslenskra sveitarfélaga um skólamál.
Í næstu viku munu starfsmenn kynna starf leikskólans hér á vesturlandi og í Tékklandi. Þórdís fer til Tékklands og kynnir starfið á umhverfisráðstefnu og 1
.
– 2 starfsmenn munu kynna starfið á fundi skóla á grænni grein.
5. Bréf dags. 14. September 2010 er varðar beiðni um vistun barns yngri en 18. mánaða í leikskólanum Skýjaborg.
Fræðslu- og skólanefnd samþykkir fyrir sitt leiti þessa beiðni þar sem ekkert dagforeldri er starfandi í sveitarfélaginu. Vistun getur hafist í janúar 2011.
6. Fjárhagsáætlun 2011.
Lagt fram til kynningar.
Bókun:
Fræðslu -og skólanefnd óskar eftir að fá drög að fjárhagsáætlun aftur til umfjöllunar með samanburðartölum frá síðasta ári.
7. Kynning aðstoðarskólastjóra Heiðarskóla á nýafstaðinni Comearnsniusar ferð.
Dóra Líndal Hjartardóttir kynnti ferð tveggja kennara Heiðarskóla til Martinique vegna Comeníusarverkefnis sem skólinn vinnur að.
8. Viðbragðsáætlun Heiðarskóla.
Lagt fram til kynningar.
Fræðslu- og skólanefnd leggur til að gerðar séu skýrar og aðgengilegar vinnureglur fyrir viðbragsáætlun skólans. Fulltúar frá öllum hlutaðeigandi aðilum þ.e. skólanum, foreldrum og nefndinni skulu koma að reglugerðinni. Hlynur Sigurbjörnsson tekur að sér að fylgja málinu eftir fyrir hönd nefndarinnar.
9. Staðan á nýbyggingu Heiðarskóla.
Formaður kynnir hver staðan er í nýbyggingu Heiðarskóla.
10. Viðmiðunarreglur Hvalfjarðarsveitar í styrkjamálum.
Lagt fram til kynningar. Umræður um styrkjamál.
Fræðslu- og skólanefnd samþykkir samhljóða viðmiðunarreglur Hvalfjarðarsveitar.
11. Skólabragur, umræða um málstofu Sambands íslenskra sveitarfélaga 1. nóv.
Samantekt á erindum frá málstofu Sambands ísl. Sveitarfélaga.
Umræður urðu um málefnið.
12. Minnispunktar frá umræðuhóp á Landsþingi íslenskra sveitrafélaga.
Samantekt Ásu Helgadóttur frá umræðuhóp um velferðarþjónustu í erfiðu árferði kynnt.
13. Önnur mál.
Leikskólastjóri Skýjaborgar innti nefndina um hvort þær upplýsingar sem hann lagði fram á síðasta fundi hefðu komið til frekari umræðna. Málin rædd.
Fræðslu- og skólanefnd óskar eftir skólanámsskrá og starfsáætlun Heiðarskóla fyrir skólaárið 2010-2011
Fundi slitið kl. 19:50
Birna María Antonsdóttir
Valgerður Jóna Oddsdóttir
Bjarni Jónsson
Hlynur Máni Sigurbjörnsson
Arna Arnórsdóttir sem ritar fundargerð