Fara í efni

Fræðslu- og skólanefnd 2009-2014

55. fundur 07. október 2010 kl. 17:45 - 19:45

Birna María Antonsdóttir, Valgerður Jóna Oddsdóttir, Bjarni Jónsson, Hlynur Máni Sigurbjörnsson og Arna Arnórsdóttir sem ritar fundargerð.

Auk þeirra Helga Stefanía Magnúsdóttir skólastjóri Heiðarskóla, Helga Harðardóttir fulltrúi kennara Heiðarskóla,

Sigurður Sigurjónsson skólastjóri Skýjaborgar, Sara Margrét Ólafsdóttir fulltrúi kennara Skýjaborgar,

Guðný Kristín Guðnadóttir fulltrúi foreldra Skýjaborgar og María H. Eggertsdóttir fulltrúi foreldra Heiðarskóla.

 

 

1. Setning fundar.

 

Formaður setur fundinn og býður fólk velkomið.

 

2. Fundargerð 54. fundar fræðslu- og skólanefndar dags. 2.september 2010.

 

Formaður fer yfir fundargerð 54. fundar.

 

3. Mánaðarskýrsla skólastjóra Heiðarskóla fyrir september 2010.

 

Einmuna blíða hefur verið í septembermánuði og höfum við getað notið blíðunnar með útiíþróttum og útikennslu þegar færi gafst.

Haustdagarnir okkar 7. og 8. september lukkuðust vel. Yngsta stigið var í Fannahlíð við leik og störf. 6 og 7 bekkir gengu á Akrafjall. Unglingarnir gengu Síldarmannagötur á þriðjudeginum og gistu í skátaskálanum í Skorradal aðfaranótt miðvikudagsins.

Yngsta og miðstigið voru keyrð með skólabílum í Ölver á miðvikudagsmorgun og löbbuðu þau síðan heim í skóla þann daginn með ýmsum uppákomum og útikennslu á leiðinni, nestisstoppi og fleiru. Okkur fannst að þessir dagar hefðu lukkast mjög vel.

Til stóð að taka slátur á mánudeginum 6 en ekki var byrjað að selja efni í svoleiðis föndur svo því var frestað að þessu sinni.

Kartöflur voru teknar upp föstudaginn 17 september og uppskeran úr garðinum okkar nam þetta árið 170 kílóum.

Við höfum fengið glænýja skólahjúkrunarkonu til okkar Ragnheiði Helgadóttur í stað Vigdísar Eyjólfsdóttur. Kemur hún annan hvern fimmtudag í skólann.

Fulltrúar frá Gámafélaginu heimsóttu okkur föstudaginn 10. okt og kynntu fyrir öllum nemendum væntanlega flokkun sorps í Hvalfjarðarsveit.

Nýr nemandi kom í Heiðarskóla þann 20 september. Brimrún Óðinsdóttir sem flutti frá Hellu og býr á Eiðisvatni. Hún er í 4. bekk. Samræmdu prófin voru á sínum stað vikuna 20 – 24 september. Tíundu bekkingar þreyttu prófin mán, þri og miðvikudag .

Fjórðu og sjöundu bekkingar þreyttu prófin fimmtudag og föstudag.

Kennarar unglingadeildar funduðu með kollegum sínum úr Brekkubæ og Grundaskóla ásamt fulltrúum FVA mánudaginn 27. sept. Umræðuefnið var „fljótandi skólaskil“ milli grunnskóla og framhaldsskóla.

Skólastjóri tók þátt í námsferð skólastjóra á Vesturlandi til Svíþjóðar og Danmerkur dagana 29 september til 1. október .

23.sept kom Gideonfélagið í sína árlegu heimsókn og færði 5. bekk Nýja testamenntið að gjöf.

1.okt var Rauði krossinn hér og útbýtti baukum til þeirra sem vildu taka þátt í verkefninu“ gengið til góðs“

Í dag fengum við heimsókn frá Alnæmissamtökunum sem bjóða upp á ókeypis fræðslu í grunnskólum landsins um kynsjúkdóma ofl.

 

4. Mánaðarskýrsla skólastjóra Skýjaborgar fyrir september 2010.

 

Ragnheiður Helgadóttir hjúkrunarfræðingur kom í heimsókn en samstarf leikskólans við Heilsugæsluna heldur áfram.

Foreldrafundur og aðalfundur foreldrafélagsins var haldinn 15. September.

Vetrarstarfið var kynnt og Bergrós talmeinafræðingur kynnti sitt starf.

Í stjórn foreldrafélagsins sitja:

Guðný Kristín Guðnadóttir

Pétur Sigurjónsson

Sigurbjörg Kristmundsdóttir

Gerður Yrja Ólafsdóttir

Karólína Borg Sigurðardóttir

Fyrsti fundur umhverfisnefndar leikskólans á þessu starfsári var haldinn og eru fundargerðir nefndarinnar á vef leikskólans. Daniela Gross er fulltrúi foreldra í umhverfisnefnd ásamt börnum í elsta hóp, Söru Margréti og Guðbjörgu frá leikskólanum.

Unnur Tedda er farin í veikindaleyfi og síðar í fæðingarorlof. Fyrir hana hefur verið ráðin Jónella Sigurjónsdóttir kennari.

Hilda Hólm hætti hjá okkur nú um mánaðarmótin en hún var að ljúka fæðingarorlofi.

Guðrún Magnúsdóttir fór á 2 daga trúnaðarmannanámskeið.

Sara Margrét fór á fór á námskeið hjá Barnaverndarstofu um barnavernd.

Þórdís fór á tveggja daga námskeið “Leiðir til að fyrirbyggja erfiða hegðun og efla félagsfærni ungra barna.”

 

5. Tillaga leikskólastjóra um fjölda barna í leikskóla skólaárið 2010-2011. Til endurskoðunar.

 

Formaður leggur til að fjöldi barna verði ekki festur við ákveðna tölu. Umræður um tilllögu formanns.

Kosið um tillögu leikskólastjóra og hún felld með þremur atkvæðum gegn tveimur.

 

Bókun Hlyns Sigurbjörnssonar: Ég greiði atkvæði með tillögunni þar sem mér finnst hún skynsamleg og setur ramma utan um starf leikskólans hvað varðar barnafjölda. Þar sem tilllagan var felld óska ég eftir því við sveitarstjórn að hún

komi með tilllögu að hámarksfjölda barna í Leikskólanum Skýjaborg starfsárið 2010-2011.

 

Bókun Birnu Maríu Antonsdóttur: Ég vil að farið sé eftir reglugerð (655/2009) gr. 6 sem segir að leikskólastjóri að höfðu samráði við sveitarstjórn eða nefnd sveitarfélaga sem fer með málefni leikskóla í sveitarfélaginu, sbr. 2. mgr. 4 gr. laga nr. 90/2008 um leikskóla og starfsfólk leikskóla, tekur ákvörðun um fjölda barna í leikskóla hverju sinni.

 

6. Umsókn um undanþágu á reglu um lágmarksaldur við inntöku barns á leikskólanum Skýjaborg.

 

Umsókn um undanþágu til umfjöllunar. ‚Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

 

7. Kynning skólastjóra Heiðarskóla á nýafstaðinni námsferð skólastjóra á vesturlandi til Svíðjóðar og Danmerkur.

 

Helga Stefanía Magnúsdóttir kynnir námsferð skólastjóra á Vesturlandi til Danmerkur og Svíþjóðar.

 

8. Erindi frá Fjölbrautarskóla Vesturlands. Ósk um þátttöku Hvalfjardarsveitar í kostnaði við skólaakstur á milli Borgarnes og Akranes. Lagt fram.

 

Lagt fram til kynningar.

 

9. Skólastefna sveitarfélaga. Handbók frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Lögð fram til kynningar.

 

Lagt fram til kynningar.

 

10. Önnur mál.

 

Umræður um starf æskulýðs- og tómstundarfulltrúa. Fræðslu- og skólanefnd leggur til að gerðar verði verklags- og öryggisreglur um starf hans. Valgerður Jóna Oddsdóttir mun fylgja málinu eftir.

 

Bókun: Fræðslu- og skólanefnd leggur til að fundargerðir frá Foreldrafélagi og Skólaráði verði sendar formanni nefndarinnar.

 

Skólastjóri Skýjaborgar Sigurður Sigurjónsson leggur fram samanburð á rekstrarkostnaði leikskólans Skýjaborgar miðað við leikskóla annara sveitarfélaga.

 

Fræðslu- og skólanefnd þakkar fyrir framlögð gögn.

 

Hlynur Sigurbjörnsson segir frá fundi skólanefndar Tónlistarskóla Akranes.

 

Fundi slitið kl. 20:10

 

Birna María Antonsdóttir

Valgerður Jóna Oddsdóttir

Bjarni Jónsson

Hlynur Máni Sigurbjörnsson

Arna Arnórsdóttir sem ritar fundargerð

 

Efni síðunnar