Fara í efni

Fræðslu- og skólanefnd 2009-2014

54. fundur 02. september 2010 kl. 17:45 - 19:45

Birna María Antonsdóttir, Valgerður Jóna Oddsdóttir, Bjarni Jónsson, Hlynur Máni Sigurbjörnsson og Arna Arnórsdóttir sem ritar fundargerð.

Auk þeirra Dóra Líndal aðstoðarskólastjóri Heiðarskóla, Helga Harðardóttir fulltrúi kennara Heiðarskóla, 

Sigurður Sigurjónsson skólastjóri Skýjaborgar, Þórdís Þórisdóttir fulltrúi kennara Skýjaborgar,

Guðný Kristín Guðnadóttir fulltrúi foreldra Skýjaborgar og María H. Eggertsdóttir fulltrúi foreldra Heiðarskóla

1. Setning fundar.

 

Formaður setur fundinn og býður fólk velkomið.

 

2. Fundargerð 53. fundar fræðslu- og skólanefndar dags. 30. júlí 2010.

 

Formaður fer yfir fundargerð 53. fundar.

 

3. Mánaðarskýrsla skólastjóra Heiðarskóla fyrir ágúst 2010.

 

Kennarar komu til starfa mánudaginn 16. ágúst aðrir starfmenn nokkuð fyrr flestir.

 

Fyrstu dagarnir fóru í ýmiskonar fundahöld og skipulagsvinnu, bekkjanámskrár skoðaðar, fyrsta yfirferð á skólanámskrá, stærðfræðirýni og fleira mætti nefna.

 

Þriðjudaginn 17. ág. fór stór hluti starfsmanna til Reykjavíkur , nokkrir á námsefniskynningu hjá námsgagnastofnun en aðrir á námskeið hjá Lýðheilsustöð varðandi hollustu í skólum, og enn aðrir á námskeiðið „Vinir Zippys“ sem gagnast vel í lífsleikni sérstaklega fyrir yngstu krakkana. Skólaliðar og stuðningsfulltrúar fóru líka á lífsleikninámskeiðið og hollustunámskeið hjá Lýðheilsustöð, svo og eldhúskonur.

 

Miðvikudaginn 18 fór hópur stærðfræðikennara á yngri stigum á námskeið um notkun Numicon kubba í stærðfræðikennslu. Við höfum nú keypt sett af þessum margrómuðu kubbum og eru kennarar yngri bekkja farnir að nota þetta markvisst.

 

Skólinn var settur þriðjudaginn 24. ágúst og eru 94 börn sem hefja skólagöngu þetta haustið.

Skóli hófst síðan daginn eftir og komu börnin almennt vel stemmd fannst okkur. Einhverjar breytingar eru í nemendahópnum bæði hafa nemendur flutt um set og nýir komið í staðinn.

Strax fyrsta skóladaginn eftir kennslu kom Andrea frá mentor og hélt námskeið fyrir kennara í notkun leiðsagnarmatsins og almennar notkunar á forritinu og þeim möguleikum sem það býður upp á. Við munum krefja kennara um að nota mentor og ætlumst til að foreldrar og nemendur geri það einnig. Ætlað er

að samskipti heimila og skóla fari að stórum hluta í gegnum þetta forrit og stórlega dragi úr miðasendingum nema einstakir foreldrar sem ekki hafa aðgang að neti óski þess s.s. eins og vinnuáætlanir ofl.

 

Fulltrúar Björgunarfélagsins heimsóttu 9 og 10 bekki föstudaginn 27. ágúst , þar sem þeir kynntu starfsemi félagsins og hvöttu unglingana til að taka þátt í félagsskapnum.

 

Foreldraviðtöl voru miðvikudaginn 1. september og með öðru sniði en áður þar sem við vinnum í vetur eftir tveggja anna kerfi. Í stað þess að ræða vitnisburð var varið yfir vetrarstarfið, námsefnið, væntingar og áætlanir allt eftir aldri.  Einnig var boðið upp á námskeið í mentor fyrir foreldra í náttúrufræðistofunni

allan morguninn og fram til klukkan 15:00. Því miður voru ekki margir foreldrar sem nýttu sér þetta tækifæri til að auka færni sína í notkun forritsins.

 

Í unglingadeildinni standa yfir busadagar og fer busavígslan fram á fimmtudagskvöldið en um daginn á skólatíma verða busarnir látnir þjóna 10. bekkingunum t.d. í matsalnum og syngja fyrir yngri bekki. Busastígur er í

unglingadeildinni sem verður fram að eiginlegri vígslu sem er um kvöldið.  Síðan er ball og pizzur.

 

Við höfum skipulagt tvo „haustdaga“ í næstu viku þar sem við færum skólastarf yngsta og miðstigs upp í Fannahlíð á þriðjudeginum en unglingadeildin labbar „Síldarmannagötur“ og gistir í skátaskálanum í

Skorradal. Á miðvikudeginum er áætlað að rúturnar keyri krakkana í Ölver og síðan fer skóladagurinn í að labba aftur heim í skóla með ýmsum uppákomum og útikennslu á leiðinni.

 

4. Mánaðarskýrsla skólastjóra Skýjaborgar fyrir júní, júlí og ágúst 2010.

 

2. júlí síðastliðinn fékk leikskólinn Grænfánann afhendan. Margt var um manninn og afhenti Katrín Jakobsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra ásamt Orra Páli Jóhannssyni verkefnisstjóra Skóla á grænni grein leikskólanum 100. Grænfánann á íslandi.

 

Vinnuskólinn var hér í sumarfríinu okkar og sá um slátt, gróðursetningu og aðra girðingavinnu. Leiktæki máluð, sandkassar og skjólgirðingar fúavarðar og fleira.

Málarinn sá um að mála eldri hluti leikskólans að innan og fúaverja hluta hússins að utan. Í lokin voru allir dúkar bónaðir.

 

Nýtt skólaár hófst 4. Ágúst og nýr leikskólakennari, Magnea Sigríður Guttormsdóttir hóf störf hjá okkur 9. Ágúst.

Aðlögun nýrra barna stendur enn yfir og höfum við tekið við 5 nýjum börnum það sem af er skólaári.

 

Leikskólastjóri og deildarstjórar fóru í heimsókn í Auðarskóla í Dalabyggð en ákveðið hefur verið að fara í samstarf við skólann. Í Auðarskóla eru 35 börn á aldrinum 2 - 5 ára.

 

Sara Margrét fór á Numicon námskeið en Numicon er samið með það í huga: að börn geti meðhöndlað, rannsakað, tekið eftir og kannað fyrirmyndir/mynstur að bjóða upp á markvissa leið til að sjá hvernig ‘næsta’ tala er ‘einum meira’ en sú síðasta. að börn læri að sjá tölur sem hreinar heildir að hjálpa börnum að “sjá” magn og koma því fyrir í kerfisbundin og þekkjanleg mynstur að sjá tengslin milli talna, með því að meðhöndla og búa til tengsl milli tákna.  Numicon er valið í samvinnu við Heiðarskóla og munu börnin halda áfram í námsefninu þegar grunnskólagangan hefst næsta haust.

 

20. ágúst var fyrsti starfsdagurinn okkar og nýttum við hann í fyrirlestur og deildarfundi. Inga Líndal leikskólastjóri Álfasteins í Hafnarfirði kynnti fyrir okkur þeirra starf með áherslu á kubbaleiki og könnunaraðferðina. Fyrri hluta starfsdagsins voru hjá okkur 3 gestir frá Auðarskóla.

 

Í ágúst var 20 manna hópur tékkneskra sveitarstjórnarmanna í heimsókn á Vesturlandi til að kynna sér vinnu sveitarfélaganna að umhverfismálum. Hópurinn valdi að fá kynningu frá leikskólanum okkar um Grænfánaverkefnið með áherslu á umhverfið og útikennslu. Tékkarnir fengu kynningu á okkar starfi og síðan var öllum hópnum boðið að koma og skoða leikskólann.

 

15. September kl 20:00 verður kynningarfundur í leikskólanum fyrir alla foreldra/forráðamenn og aðalfundur foreldrafélagsins í kjölfarið. Áhugasamir nefndarmenn eru hvattir til að mæta.

 

5. Skóladagatal Skýjaborgar veturinn 2010-2011.

 

Lagt fram til kynningar.

 

6. Comenius í Heiðarskóla. Kynnt.

 

Dóra Líndal kynnir Comeniusaverkefni sem skólinn tekur þátt í ásamt þrettán skólum frá ellefu Evrópulöndum. Umræður um verkefnið.

 

7. Vinnuskólinn og vinna ungs fólks sumarið 2010.

 

Björn Valsson Íþrótta-og æskulýðsfulltrúi kynnir sumarvinnu ungs fólks á aldrinum 17-25 ára í sveitafélaginu og hvað má betur fara í skipulagningu fyrir næsta sumar.

 

8. Unglingastarf veturinn 2010-2011.

 

Björn Valsson kynnir viðburða dagskrá í íþrótta-og æskulýðsmálum á haustönn 2010.

Fundurinn lýsir yfir ánægju sinni með starf Íþrótta-og æskulýðsfulltrúa.

 

9. Fjöldi barna í leikskóla skólaárið 2010-2011. Erindi leikskólastjóra frá síðasta fundi til umræðu.

 

Umræða um málið og formaður skoðar erindið nánar. Nefndin leggur til að skólastjóri Skýjaborgar verði fenginn til að kynna málið fyrir sveitastjórn þegar það verður tekið fyrir þar.

 

10. Undanþága fyrir inntöku barns á Skýjaborg.

Umræður um veitingu undanþága.

 

Bókun. Nefndin leggur áherslu á að öll bréf sem stíluð eru á Fræðslu-og skólanefnd komi til umfjöllunar í nefndinni.

 

11. Stefna sveitarfélagsins í styrkjamálum.

 

Formaður og varaformaður taka að sér að móta tillögur fyrir næsta fund.

 

12. Tónlistarskóli Akranes.

 

Hlynur Sigurbjörnsson tekur að sér að vera fulltrúi Hvalfjarðarsveitar í skólanefnd Tónlistarskólans og Birna María Antonsdóttir varamaður hans.

 

13. Æskan og röddin. Lagt fram til kynningar

 

Boð á ráðstefnu lagt fram til kynningar.

 

14. Skerðing á námsgagnasjóði. Lagt fram til kynningar

 

Bréf frá Námsgagnasjóði lagt fram til kynningar.

 

15. Önnur mál.

 

Umræður um endurnýjun á tölvukosti kennara. Formaður tekur að sér að kanna málið.

Umræður um öryggi barna við komu og för með skólabíl í Melahverfi. Tryggja þarf öryggi þeirra.

 

Bókun. Nefndin leggur til að fundin verði varanleg lausn á málinu.

 

16. Trúnaðarmál

 

 

Fundi slitið kl. 20:45

 

Birna María Antonsdóttir

Valgerður Jóna Oddsdóttir

Bjarni Jónsson

Hlynur Máni Sigurbjörnsson

Arna Arnórsdóttir sem ritar fundargerð

Efni síðunnar