Fara í efni

Fræðslu- og skólanefnd 2009-2014

51. fundur 04. mars 2010 kl. 17:45 - 19:45

Hlynur M. Sigurbjörnsson, Bjarni Jónsson, Valgerður Jóna Oddsdóttir, Arna Arnórsdóttir og Lára Ottesen sem ritar fundargerð.

 

Auk þeirra Helga Stefanía skólastjóri Heiðarskóla, Sigríður Lára Guðmundsdóttir fulltrúi kennara Heiðarskóla,

Sigurður Sigurjónsson skólastjóri Skýjaborgar, Sara Margrét Ólafsdóttir fulltrúi kennara Skýjaborgar,

Guðný Kristín Guðnadóttir fulltrúi foreldra Skýjaborgar og María Hlín Eggertsdóttir fulltrúi foreldra Heiðarskóla.

 

Dagskrá:

1. Setning fundar.

2. Formaður fer yfir fundargerð 50. fundar fræðslu- og skólanefndar dags. 4. feb. 2010.

3. Mánaðarskýrsla skólastjóra Heiðarskóla fyrir febrúar 2010.

4. Mánaðarskýrsla skólastjóra Skýjaborgar fyrir febrúar 2010.

5. Bréf frá Mennta- og menningarmálaráðuneytinu, dags. 7. janúar 2010 er varðar dagsetningar samræmdra prófa í 4., 7. og 10. bekk haustið 2010.

6. Niðurstöður könnunar meðal foreldra nemenda í Heiðarskóla sem framkvæmd var í foreldraviðtölum í febrúar s.l.

7. Starfshættir í grunnskólum. Niðurstöður fyrsta hluta könnunar í Heiðarskóla, sem er einn af 20 grunnskólum sem valdir voru til þátttöku af Menntavísindasviði H.Í.

8. Fundargerð 1. fundar skólaráðs Heiðarskóla, dags 23. febrúar 2010.

9. ”Gæði eða geymsla ?” Ráðstefna um starfshætti tómstundaheimila (dægradvalar, lengdrar viðveru, frístundaheimila) sem haldin verðu 9. apríl n.k.

10. Bréf frá Önnu Leif Elídóttur, dags. 2. mars 2010, er varðar skólagjöld og kostnað við námsefni grunnskólanema, sem stunda fjarnám í framhaldsskóla”

11. Að móta nýja starfshætti”. Erindi Sif Vígþórsdóttur, skólastjóra Norðlingaskóla, frá 25. febrúar s.l. Lagt fram til kynningar.

12. Önnur mál.

 

 

Fundargerð:

 

1. Setning fundar.

• Formaður setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna.

 

2. Formaður fer yfir fundargerð 50. fundar fræðslu- og skólanefndar dags. 4. feb. 2010.

• Formaður fór yfir fundargerðina.

 

3. Mánaðarskýrsla skólastjóra Heiðarskóla fyrir febrúar 2010.

• Þriðja og síðasta önn skólaársins hófst um miðjan febrúar, foreldraviðtöl voru þann 16. febr og mætin góð eins og vanalega. Við notuðum tækifærið og lögðum smá könnun fyrir foreldra og börn að loknu viðtali og var svörunin ágæt.

• Öskudagurinn var skóladagur og fengu yngri nemendur að klæða sig í furðuföt og syngja í skiptum fyrir sælgæti á nokkrum stöðum í skólanum. Kötturinn var sleginn úr tunnunni á yngsta stiginu og farið í leiki í íþróttasalnum. Miðstigið var með furðufataball eftir skóla.

• Undanúrslit spurningakeppninnar milla fjögurra efstu bekkjanna var eftir hádegið þennan dag. 7. og 9. bekkir kepptu sín á milli og síðan 8. og 10. bekkir . Liðin voru skipuð eftirfarandi gáfufólki:

• 7. bekkur. Bjarki Sigurðsson, Finnur Ásgeirsson, Þorsteinn Ólafsson

8. bekkur Benedikta Haraldsdóttir, Ásgeir Pálmason, Erling Pálsson

9. bekkur Halldór Logi Sigurðarson, Agnes Helga Björnsdóttir, Íris Jana Ásgeirsdóttir

10. bekkur Sigurbjörn Kári Hlynsson, Aron Daði Gautason, Allen Mehic

Leikar fóru þannig að 9. og 10. bekkir unnu undankeppnina og munu þau lið keppa til úrslita á hæfileikakvöldi sem áætlað er að blása til þann 11. mars og hafa þá hæfileikakeppni skólans í bland við spurningakeppnina.

• 6 kennarar úr Heiðarskóla funduðu með kennurum FVA og örfáum úr Grundaskóla og Brekkubæjarskóla, vegna fljótandi skólaskila, miðvikudaginn 17. febrúar. Var þetta mjög gagnlegur fundur þó fáir mættu úr Skagaskólunum.

• Skólaráðið hélt sinn annan fund þriðjudaginn 23. febrúar. Á þeim fundi komu einnig fulltrúar nemendanna þar sem í umræðunni voru skólareglur og agakerfi.

• Haldið var uppbyggingarnámskeið fyrir foreldra og aðra áhugasama að kvöldi þriðjudags 23. febrúar. Á námskeiðið/fyrirlesturinn mættu 16 manns. Tveir starfsmenn skólans þær Andrea Anna og Sólrún hafa hlotið þjálfun í að stýra svona námskeiði og stýrðu þær þessu.

• Leikskólinn elsti hópur kom í heimsókn til okkar miðvikudaginn 24. febrúar.

• Við höfum haft tvo útikennsludaga í febrúar þar sem við tökum hluta af deginum og kennum úti allar námsgreinar sem þá eru á töflu. Þetta hefur tekist ljómandi vel hjá okkur sérstaklega fyrri dagurinn en seinni daginn var veðrið svolítið að hrekkja okkur. Við höldum ótrauð áfram fram á vorið.

• Tveir kennaranemar eru hjá okkur þessar vikurnar.

• Anna Dórótea fylgir samfélagsfræðikennurum á mið og unglingastigi, og Auður skoðar smíðar, myndmennt og textílmennt.

• Við höfum fengið Bertu Ellertsdóttir grunnskólakennara og verðandi námsráðgjafa til að koma til okkar í nokkur skipti og leiðbeina unglingunum við námsskipulag og námsval næstu ára. Hún kom í fyrsta skiptið þriðjudaginn 2. mars. Áætlað er að hún komi þrisvar til fjórum sinnum eftir þörfum.

• 9. bekkur er þessa vikuna í ungmenna og tómstundabúðunum á Laugum í Sælingsdal með umsjónarkennara sínum Erni og stuðningsfulltrúanum Elínu.

• Möguleikhúsið og leikskólabörn voru hjá okkur miðvikudaginn 3. mars.

• Upplestrarkeppnin (undankeppni) verður í Heiðarskóla fimmtudaginn 4. mars þar sem fulltrúar skólans verða valdir til að taka þátt í Vesturlandskeppninni þann 16 mars í Laugargerðisskóla .

• Örn Arnarson fer í fæðingarorlof frá og með páskaleyfi við höfum auglýst stöðuna hans og fengið eina umsókn frá Guðrúnu M Jónsdóttur af Akranesi. Einnig höfum við fengið fyrirspurnir og þá aðallega um enskukennsluna

 

4. Mánaðarskýrsla skólastjóra Skýjaborgar fyrir febrúar 2010.

• Þann 6. febrúar er dagur leikskólans og 60 ára afmæli Félags leikskólakennara.

Við héldum upp á daginn með því að fara út að flagga íslenska fánanum, fórum í gönguferð um Melahverfið og enduðum á því að kríta hin ýmsu listaverk við stjórnsýsluhúsið.

• Þorrablót Skýjaborgar var haldið 11. febrúar að gömlum og góðum sið.

• 12. febrúar var leikskólanum lokað eftir hádegi vegna starfsdags. Farið var yfir starf okkar síðustu mánuði með sérstakri áherslu á grænfánavinnu okkar. Fórum yfir gátlista vegna grænfánaverkefnis.

• Öskudagsskemmtunin fór vel fram og skemmtu sér allir mjög vel. Kötturinn var sleginn úr tunnunni eftir dansiball og fengu allir popp í poka. Allir krakkarnir fengu öskupoka að gjöf frá húsmóður í sveitinni.

• Í tilefni af konudeginum 21. febrúar buðum við öllum mæðrum, ömmum, frænkum, systrum og vinkonum í kaffi föstudaginn 19. febrúar. Skemmtilegur dagur með flottum konum. Góð þátttaka.

• 1. mars sóttum við formlega um að fá grænfánann afhentan.

• Grænfánanefnd leikskólans hélt fund 3. mars. Í nefndinni sitja verkefnisstjóri, starfsmaður leikskólans, matráður, ræstitæknir og fulltrúi foreldra. Farið var yfir skýrslu sem verður skilað til Landverndar og gömul og ný markmið metin.

• Ný skólanámskrá er tilbúin og kemur hún úr prentun fljótlega. Mikil vinna hefur verið lögð í nýja námskrá og hafa 10 starfsmenn og 4 foreldrar lagt vel á annað hundrað klukkutíma í hana.

• Hilda er farin í veikindafrí og síðar í fæðingarorlof og höfum við fengið Dagbjörtu Þorgrímsdóttur í afleysingavinnu hjá okkur.

• Menningarmálanefnd bauð leikskólanum á leiksýningu um “Alla Nalla og tunglið” í Heiðarskóla þann 3. mars. Skemmtileg og góð tilbreyting fyrir börnin.

• Elstu börn leikskólans fóru í sína síðustu skólaheimsókn fyrir vorskólann sem hefst í apríl. Þau hafa fengið góða aðlögun þar og þökkum við starfsfólki Heiðarskóla fyrir mjög gott samstarf það sem af er. Foreldrum elstu barnanna verður boðið á fund í Heiðarskóla áður en vorskólinn hefst.

• Snjórinn í febrúr var kærkominn og nutum við útiverunnar í öllum veðrum enda allir duglegir í Skýjaborg.

• Minnum á að hægt er að fylgjast með okkur á www.skyjaborgin.is – þar er að finna margskonar fróðleik, fréttir og myndir frá starfinu.

 

5. Bréf frá Mennta- og menningarmálaráðuneytinu, dags. 7. janúar 2010 er varðar dagsetningar samræmdra prófa í 4., 7. og 10. bekk haustið 2010.

• Lagt fram til kynningar.

 

6. Niðurstöður könnunar meðal foreldra nemenda í Heiðarskóla sem framkvæmd var í foreldraviðtölum í febrúar s.l.

• Skólastjóri Heiðarskóla fór yfir niðurstöður.

 

7. Starfshættir í grunnskólum. Niðurstöður fyrsta hluta könnunar í Heiðarskóla, sem er einn af 20 grunnskólum sem valdir voru til þátttöku af Menntavísindasviði H.Í.

• Lagt fram til kynningar.

 

8. Fundargerð 1. fundar skólaráðs Heiðarskóla, dags 23. febrúar 2010.

• Skólastjóri Heiðarskóla fór yfir fundargerðina.

 

9. ”Gæði eða geymsla ?” Ráðstefna um starfshætti tómstundaheimila (dægradvalar, lengdrar viðveru, frístundaheimila) sem haldin verður 9. apríl nk.

• Lagt fram til kynningar.

 

10. Bréf frá Önnu Leif Elídóttur, dags. 2. mars 2010, er varðar skólagjöld og kostnað við námsefni grunnskólanema, sem stunda fjarnám í framhaldsskóla.

• Formanni falið að svara bréfritara.

 

11. Að móta nýja starfshætti”. Erindi Sif Vígþórsdóttur, skólastjóra Norðlingaskóla, frá 25. febrúar s.l.

• Lagt fram til kynningar.

 

12. Önnur mál.

• Valgerður Jóna lýsti ánægju sinni með það að sveitafélagið ætli að halda skólaleiðum opnum þegar ófærð er.

 

• Fyrirspurn kom um hvort ákvörðun hafi verið tekin um hvaða árgangar fái vinnu ívinnuskólanum. Formanni falið að kanna málið.

• Umræður urðu um bílbeltanotkun í skólabílum og hversu alvarlegt mál það sé ef þau eru ekki notuð. Skólastjóra falið að brýna við bílstjóra þeirra eftirlitshlutverk.

 

Fundi slitið kl: 19.15

 

Hlynur Sigurbjörnsson

Lára Ottesen

Bjarni Jónsson

Arna Arnórsdóttir

Valgerður Jóna Oddsdóttir

Efni síðunnar