Fara í efni

Fræðslu- og skólanefnd 2009-2014

50. fundur 04. febrúar 2010 kl. 17:45 - 19:45

Hlynur M. Sigurbjörnsson, Bjarni Jónsson, Valgerður Jóna Oddsdóttir, Arna Arnórsdóttir og Lára Ottesen sem ritar fundargerð.

Auk þeirra Helga Stefanía skólastjóri Heiðarskóla, Sigríður Lára Guðmundsdóttir fulltrúi kennara Heiðarskóla,

Sigurður Sigurjónsson skólastjóri Skýjaborgar, Sara Margrét Ólafsdóttir fulltrúi kennara Skýjaborgar og María Hlín Eggertsdóttir fulltrúi foreldra Heiðarskóla.

Dagskrá:

 

1. Setning fundar.

 

2. Formaður fer yfir fundargerð 48. fundar fræðslu- og skólanefndar dags. 7. jan. 2010 og 49. fundar dags. 25. jan 2010.

 

3. Mánaðarskýrsla skólastjóra Heiðarskóla fyrir janúar 2010.

 

4. Mánaðarskýrsla skólastjóra Skýjaborgar fyrir janúar 2010.

 

5. Afgreiðslur sveitarstjórnar, er varða skólamál, dags. 12. jan. 2010, lagðar fram.

 

6. Niðurstöður könnunar meðal sveitarfélaga um innleiðingu laga nr. 90/2008 um leikskóla og laga nr. 91/2008 um grunnskóla. Lagt fram til kynningar.

 

7. Verklagsreglur leikskólans Skýjaborgar, til umræðu.

 

8. Fyrirkomulag innritunar nýnema í framhaldsskóla vorið 2010, lagt fram til kynningar.

 

9. Niðurstöður samræmdra prófa haustið 2009.

 

10. Önnur mál.

 

 

Fundargerð:

 

1. Setning fundar.

• Formaður setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna.

 

2. Formaður fer yfir fundargerð 48. fundar fræðslu- og skólanefndar dags. 7. jan. 2010 og 49. fundar dags. 25. jan 2010.

• Farið var farið yfir fundargerðirnar.

 

3. Mánaðarskýrsla skólastjóra Heiðarskóla fyrir janúar 2010

• Einstök veðurblíða hefur glatt okkur á nýju ári og hafa nemendur verið mun meira úti og haft meiri ánægju af útivist en oft á þessum árstíma.

• 7. bekkur fór með umsjónarkennara sínum í skólabúðir á Reykjum í Hrútafirði dagana 11. – 15. janúar. Lukkaðist dvölin afar vel og komu þau heim með verðlaun í hárgreiðslukeppni m.a. og fullt af skemmtilegum minningum

• Skólahópurinn af leikskólanum heimsótti skólann þriðjudaginn 19. janúar.

• Tónlist fyrir alla gladdi okkur miðvikudaginn 20. janúar en þá fengum við í heimsókn fiðluleikarann Laufeyju Sigurðardóttur og Pál Eyjólfsson gítarleikara sem fluttu fyrir okkur fjölbreytta efnisskrá

• Tannfræðingur heimsótti skólann fimmtudaginn 21. Spjallaði hún við nemendur úr 6. 8. og 10. bekkjum.

• Skólastjóri fundaði með kollegum í samstarfsskólunum þann 21 og var fundurinn haldinn í Laugargerðisskóla.

• Miðvikudaginn 27 janúar fóru 3 stúlkur vestur í Grundafjörð til að taka þátt í undankeppni Samfés, en keppt er um hvaða atriði af Vesturlandi fara í aðalkeppnina sem haldin verður í Reykjavík í mars.

• Við hófum „Lífshlaupið“ með sameiginlegum göngutúr í gær og ætlum okkur auðvitað að vinna til verðlauna í þeirri keppni eins og í fyrra.

• Þorrablót var í skólanum í dag þar sem boðið var upp á þorramat og skemmtun á sal.

• Skólaráð er fullskipað og hefur haldið einn fund. Annar fundur er fyrirhugaður þriðjudaginn 23. Febr. Kl 17:00

Í ráðinu sitja auk skólastjóra, Dagný Hauksdóttir og Ingibjörg Sigurðardóttir sem fulltrúar foreldra. Helga Harðardóttir og Katrín Rós Sigvaldadóttir sem fulltrúar kennara. Birgitta Guðnadóttir sem fulltrúi annarra starfsmanna skólans. Ásgeir Kristinsson úr grenndarsamfélaginu en hann er líka foreldri. Fulltrúar nemenda eru Halldór Logi Sigurðarson og Sara Eir Árnadóttir

• Vika er í annarlok miðannar en vetrarfrí er föstudaginn 12. febrúar starfsdagur mánudaginn 15. febrúar og foreldraviðtöl þriðjudaginn 16. febrúar Nemendur fá því 5 daga kærkomið hlé frá skólanum. 4.

 

Mánaðarskýrsla skólastjóra Skýjaborgar fyrir janúar 2010.

• Starf samkvæmt dagskipulagi er komið á fullt eftir desember törnina og rólegheit yfir hátíðirnar.

• Nýr nemandi byrjaði hjá okkur 11. janúar.

• Elstu börnin fóru í sína aðra heimsókn í Heiðarskóla þann 19. janúar.

Þau fengu góðar móttökur eins og venjulega.

• Ferðir okkar í Heiðarborg hófust núna í byrjun febrúar.

• Föstudaginn 22. janúar, bóndadag, buðum við öllum feðrum, öfum, frændum og bræðrum í “kallakaffi”. Mætingin var góð og áttu kallarnir góðan dag hér í leikskólanum í kaffi, kleinur og pönnukökur.

• Leikskólinn var með kynningu um hvernig við höndlum úrgangsmál fyrir sveitarstjórn og aðra sem koma að væntanlegu útboði vegna úrgangsmála í Hvalfjarðarsveit.

• Leikskólinn hefur verið í góðu samstarfi við skógræktarfélagið og hefur fengið að nota aðstöðuna hjá þeim í Furuhlíð. Hópur frá leikskólanum fór í skógarferð þann 28. janúar og dvaldi þar í 4 klst. Hópurinn fór í göngu, hitaði sér kakó, eldaði læri og naut útiverunnar í góðu veðri.

Þessi ferð er hluti af þemavinnu sem verið er að vinna í þessa dagana. Hefur verið lögð áhersla á hafið og fjöruna, skóginn, fjöllin, dýrin og fleira.

• Þann 6. febrúar er dagur leikskólans og Félag leikskólakennara er 60 ára. Af því tilefni ætla börnin í leikskólanum að flagga, fara í gönguferð og kíkja í heimsókn í stjórnsýsluhúsið og gera þar listaverk.

Allir gestir og gangandi er velkomnir í leikskólann.

 

5. Afgreiðslur sveitastjórnar er varða skólamál, dags. 12. jan. 2010, lagðar fram.

• Lagt fram.

 

6. Niðurstöður könnunar meðal sveitarfélaga um innleiðingu laga nr. 90/2008 um leikskóla og laga nr. 91/2008 um grunnskóla. Lagt fram til kynningar.

• Lagt fram.

 

7. Verklagsreglur leikskólans Skýjaborgar, til umræðu.

• Farið yfir verklagsreglurnar og smáleiðréttingar gerðar frá samþykkt reglanna á 48. fundi nefndarinnar. Verklagsreglurnar samþykktar samhljóða.

 

8. Fyrirkomulag innritunar nýnema í framhaldsskóla vorið 2010, lagt fram til kynningar.

• Lagt fram til kynningar.

 

9. Niðurstöður samræmdra prófa haustið 2009.

• Skólastjóri Heiðarskóla kynnti niðurstöður samræmdra könnunarprófa í 4 og 7 og 10 bekk sem tekin voru í haust.

 

10. Önnur mál.

• Fulltrúi foreldra Heiðarskóla lagði fram bréf eins foreldris, dags. 3. feb. 2010 er varðar hættu sem getur skapast þegar skólarútan skilar nemendum í Melahverfi. Formanni og skólastjóra Heiðarskóla falið að vinna að ásættanlegri lausn.

 

Fundi slitið kl: 19.15

 

Hlynur Sigurbjörnsson

Lára Ottesen

Bjarni Jónsson

Arna Arnórsdóttir

Valgerður Jóna Oddsdóttir

Efni síðunnar