Fara í efni

Fræðslu- og skólanefnd 2009-2014

48. fundur 07. janúar 2010 kl. 17:45 - 19:45

Hlynur M. Sigurbjörnsson, Bjarni Jónsson, Valgerður Jóna Oddsdóttir, Arna Arnórsdóttir og Lára Ottesen sem ritar fundargerð.

Auk þeirra Helga Stefanía skólastjóri Heiðarskóla, Helga Harðardóttir fulltrúi kennara Heiðarskóla, Sigurður Sigurjónsson skólastjóri Skýjaborgar,

Þórdís Þórisdóttir fulltrúi kennara Skýjaborgar, Guðný Kristín Guðnadóttir fulltrúi foreldra Skýjaborgar og María Hlín Eggertsdóttir fulltrúi foreldra Heiðarskóla.

 

Dagskrá:

1. Setning fundar.

2. Formaður fer yfir fundargerð 47. fundar fræðslu- og skólanefndar dags. 3. des. 2009.

3. Mánaðarskýrsla skólastjóra Heiðarskóla fyrir desember 2009.  Mánaðarskýrsla skólastjóra Skýjaborgar fyrir desember 2009.

4. Afgreiðslur sveitarstjórnar, er varða skólamál, dags. 10. nóv. 2009, 24. nóv. 2009 og 8. des. 2009, lagðar fram.

5. Drög að endurbættum verklagsreglum leikskólans Skýjaborgar, dags. 15. jan. 2010.

6. Umsókn um leikskóladvöl barns utan Hvalfjarðarsveitar, dags. 3. des. 2009.

7. Sjálfsmatsskýrsla Heiðarskóla skólaárið 2008-2009, lögð fram.

8. Önnur mál.

 

 

Fundargerð

 

1. Setning fundar.

• Formaður setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna.

 

2. Formaður fer yfir fundargerð 47. fundar fræðslu- og skólanefndar dags. 3. des. 2009.

• Formaður fór yfir fundargerðina.

 

3. Mánaðarskýrsla skólastjóra Heiðarskóla fyrir desember 2009.

 

• Desembermánuður var fljótur að líða eins og alltaf.  Starfsfólk fjölmennti á jólahlaðborð Hvalfjarðarsveitar á Hótel Glym.

• Vikan 7-11 desember var árleg leynivinavika meðal starfsmanna og lukkaðist hún vel eins og alltaf. Vikunni er slitið með kaffisamsæti á föstudegi..

• 10.des fengum við til okkar lettneska túlkinn til að vera með okkur í foreldraviðtölum vegna Lettanna. Félagsþjónustan nýtti sér einnig komu túlksins.

• 10. des stóð foreldrafélagið fyrir jólaföndri í Heiðarskóla einn seinnipart og var það ágætlega sótt og mikil ánægja með það.

• Unglingunum var boðið á jólaball á Varmalandi í síðustu vikunni fyrir jól.

• Litlu jólin voru með nýju sniði þetta árið. Allir mættu á sama tíma og dönsuðu saman í kringum jólatréð við undirleik „húsbandsins“ sem skipað er starfsmönnum. Síðan skiptist hópurinn í yngri og eldri flokk. Yngri flokkurinn fékk hátíðarmat á meðan eldri flokkurinn hélt stofujól með umsjónarkennurum sínum, síðan var skipt.

Þetta fyrirkomulag gekk prýðilega og auk þess að spara töluvert í skólaakstri var skemmtilegra að hafa alla saman við jólatréð.

• Jólaleyfi hófst síðan 21. desember og kennarar komu aftur til starfa mánudaginn 4. janúar en nemendur daginn eftir.

• Sú breyting hefur orðið á starfsliði skólans að Helga Hauksdóttir sem verið hefur í veikindaleyfi er komin til vinnu . Auk þess er Andrea Guðjónsdóttir sérkennari einnig komin eftir veikindaleyfi.  Íris Kristjánsdóttir er komin í veikindaleyfi fram að fæðingarorlofi og Einar Sigurðsson kemur inn og leysir hana af. Hann hefur hafið störf.  Anna Elísabet Jónsdóttir náttúrufræðikennari baðst lausnar frá sínu starfi um áramót þar sem hún hafði fengið annað starf og höfum við ráðið Þórunni Vilmarsdóttur í hennar stað. Þórunn er u.þ.b að klára Kennaraháskólann en hún á einungis eftir lokaritgerðina.  Anna Lísa hefur verið þessa vikuna hjá okkur að setja Þórunni inn í starfið.

• Við förum af stað á nýju ári með lestrarátak í flestum bekkjum .  Unglingar hafa valið sé valgreinar á þessari önn. Í boði er myndmennt, námstækni, ljóðagerð, heimilisfræði, útivist og umhverfismennt, skólahreysti, valsvæðavinna, leiklist og kvikmyndun/ljósmyndun/myndvinnsla.

• Í næstu viku verður 7. bekkur í Reykjaskóla í skólabúðum.

 

4. Mánaðarskýrsla skólastjóra Skýjaborgar fyrir desember 2009.

• Í desember tók hefðbundið dagskipulag smávægilegum breytingum þar sem jólagjafagerð, piparkökubakstur, pappírsgerð og fleiri verkefni sem tengjast jólunum setti svip sinn á starfið.

• 4. desember kveiktu börnin á leikskólanum á jólatré Hvalfjarðarsveitar, sungu og fengu hressingu.

• 10. desember héldum við jólaball, fengum sveinka í heimsókn og fengum hjá honum mandarínur. Í hádeginu var svo jólamatur.

• 16. desember buðu börnin foreldrum, systkinum og öfum og ömmum sínum í jólakaffi. Boðið var upp á piparkökur sem börnin höfðu sjálf bakað fyrr í mánuðinum, kaffi og súkkulaði.

• Við byrjuðum aftur á nýju ári þann 4. janúar á stuttum degi fyrir börnin en starfsdagur var hjá okkur eftir hádegi. Starfsfólk nýtti daginn til funda, deildarfunda og undirbúning fyrir komandi starf.

• Nýr nemandi byrjaði hjá okkur 5. janúar.

• Nokkrar framkvæmdir hafa verið í gangi hjá okkur og hefur eldhúsið tekið nokkrum breytingum. Búið er að fjarlægja skáp til þess að hægt sé að koma fyrir mjólkurdælum (beljur) og gamli bakarofninn okkar er aftur kominn upp.

 

5. Afgreiðslur sveitarstjórnar, er varða skólamál, dags. 10. nóv. 2009, 24. nóv. 2009 og 8. des. 2009, lagðar fram.

• Lagt fram til kynningar.

• Umræður urðu um fækkun gjaldfrjálsra tíma í leikskólanum.

• Fulltrúar foreldra Skýjaborgar og Heiðarskóla komu með ábendingu um að ekki hafi verið nægur fyrirvari á tilkynninu um fækkun gjaldfrjálsra tíma á leikskólanum . Sömu fulltrúar skora á sveitarstjórn að fresta gildistökunni til 1. febrúar 2010, af þeim sökum. 6. Drög að endurbættum verklagsreglum leikskólans Skýjaborgar, dags. 15. jan. 2010.

• Farið var yfir drög að endurbættum verklagsreglum leikskólans.  Umræður fór fram og lítilsháttar orðalagsbreytingar voru gerðar. Drögin samykkt samhljóða.

Bókun:

Fræðslu og skólanefnd leggur til við sveitastjórn að verklagsreglurnar verði samþykktar.

 

7. Umsókn um leikskóladvöl barns utan Hvalfjarðarsveitar, dags. 3. des. 2009.

• Fræðslu og skólanefnd getur ekki orðið við þessari beiðni og vísar, máli sínu til stuðnings, í verklagsreglur leikskólans, þar sem segir :

” Forsenda fyrir leikskóladvöl í leikskóla í Hvalfjarðarsveit er lögheimili í sveitarfélaginu og er farið eftir búsetu skv. þjóðskrá. Foreldrar / forráðamenn sem hyggjast flytja í Hvalfjarðarsveit geta sótt um leikskóladvöl, en barn getur aðeins hafið leikskólagöngu þegar lögheimili hefur verið flutt. „

 

8. Sjálfsmatsskýrsla Heiðarskóla skólaárið 2008-2009, lögð fram.

• Lagt fram til kynningar

• Fræðslu- og skólanefnd lýsir yfir ánægju sinni með skýrsluna.

 

Fundi slitið kl: 18.45

 

Hlynur Sigurbjörnsson

Valgerður Jóna Oddsdóttir

Lára Ottesen

Arna Arnórsdóttir

Bjarni Jónsson

Efni síðunnar