Fara í efni

Fræðslu- og skólanefnd 2009-2014

47. fundur 03. desember 2009 kl. 13:00 - 15:00

Hlynur M. Sigurbjörnsson, Bjarni Jónsson, Valgerður Jóna Oddsdóttir, Arna

Arnórsdóttir og Lára Ottesen sem ritar fundargerð.

Auk þeirra Helga Stefanía skólastjóri Heiðarskóla, Helga Harðardóttir  fulltrúi kennara Heiðarskóla,

Sigurður Sigurjónsson skólastjóri Skýjaborgar, Sara Margrét Ólafsdóttir fulltrúi kennara Skýjaborgar,

Guðný Kristín Guðnadóttir fulltrúi foreldra Skýjaborgar og María Hlín Eggertsdóttir fulltrúi foreldra Heiðarskóla.

Dagskrá

 

1. Setning fundar.

 

2. Formaður fer yfir fundargerð 45. fundar fræðslu- og skólanefndar dags. 5. nóv. 2009, og 46. fund dags. 12. nóv. 2009.

 

3. Mánaðarskýrsla skólastjóra Heiðarskóla fyrir nóvember 2009.

 

4. Mánaðarskýrsla skólastjóra Skýjaborgar fyrir nóvember 2009.

 

5. Könnun Heiðarskóla meðal foreldra yngsta stigs.

 

6. ”Íslenska til alls”. Tillögur Íslenskrar málnefndar að íslenskri málstefnu fyrir Mennta- og menningarmálaráðuneyti, dags. 2. nóv. 2009. Lagt fram til kynningar.

 

7. Önnur mál.

 

 

Fundargerð

 

1. Setning fundar.

• Formaður setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna.

 

2. Formaður fer yfir fundargerð 45. fundar fræðslu- og skólanefndar dags. 5. nóv. 2009, og 46. fund dags. 12. nóv. 2009.

 

• Farið yfir fundargerðir 45. og 46. fundar.

 

• Undanþágubeiðni um vistun fyrir barn yngra en 18 mánaða í leikskólann Skýjaborg . Bréf frá 45. fundi dags. 28. okt. 2009.

Bókun:

Fræðslu- og skólanefnd samþykkir fyrir sitt leiti þessa beiðni, þar sem ekkert dagforeldri er starfandi í sveitafélaginu. Pláss og starfsfólk er til staðar á leikskólanum frá og með 5. janúar 2010 og beiðnin því veitt frá og með þeim tíma.

 

3. Mánaðarskýrsla skólastjóra Heiðarskóla fyrir nóvember 2009.

 

• Annarlok voru í Heiðarskóla í byrjun nóvembermánaðar. Haustönninni lauk þann 10. nóvember. Starfsdagur var 11. nóv og foreldraviðtöl 12. nóv. Allir voru síðan í vetrarfrí föstudaginn 13. nóv. Nemendur fengu þarna 5 daga vetrarfrí þó þeir þyrftu að koma í viðtöl og starfsmenn þrjá.

 

• Unglingarnir fóru á Æskulýðsballið í Borgarnesi fimmtudagskvöldið 12. nóv. Foreldrafélagið og Samúel sáu um undirbúning en þrír foreldrar fóru með hópnum til eftirlits og gæslu.

 

• Miðönnin hófst síðan á degi íslenskrar tungu en þann dag fór 3. bekkur í heimsókn í Leikskólann og las fyrir börnin þar. Einnig fengum við til okkar í skólann góðan gest Ólaf Hauk Símonarson rithöfund en hann las úr hinum ýmsu verkum sínum fyrir nemendur.

 

• Í framhaldinu af því voru þemadagar í þrjá daga þar sem þemað var Ólafur Haukur. Allir bekkir tóku þátt í að vinna eitthvað tengt verkum hans og var síðan afraksturinn sýndur á skemmtuninni þann 1. desember sem tókst afar vel.

 

• Slökkviliðsmenn á slökkviliðsbíl heimsóttu 3. bekk mánudaginn 23. nóv. Fengu börnin að skoða bílinn og tóku þátt í eldvarnargetraun.

 

• Fulltrúar Rauða-krossins heimsóttu skólann miðvikudaginn 24. nóv og kynntu starf samtakanna í bekkjum 1. – 7 og gáfu krökkunum endurskinsmerki.

 

• Enn erum við að glíma við töluverð forföll starfsmanna

 

4. Mánaðarskýrsla skólastjóra Skýjaborgar fyrir nóvember 2009.

 

• 13. nóvember var leikskólinn lokaður vegna starfsdags. Meðal efnis á starfsdegi var:

Deildarnar funduðu um foreldraviðtöl sem öll gengu mjög vel og fóru yfir starfið síðustu vikur og mánuði.

Drög að nýrri skólanámskrá var kynnt og styttist í að við sendum eintak til foreldraráðs/félags til yfirlestrar.

Dagskrá desember mánaðar undirbúin.

Horfðum á kynningarmyndband um flogaveiki og viðbrögð við flogaveiki

 

• 16. nóvember var haldið upp á dag íslenskrar tungu. Við byrjuðum á því að flagga íslenska fánanum. Klukkan 9:30 komu krakkar úr 3. bekk í Heiðarskóla og lásu fyrir okkur söguna um köttinn Bröndu og sungu nokkur lög. Íþróttaálfahópur var búinn að æfa þuluna "Úen dúen dín" og tveir elstu hóparnir fóru með þuluna "Bokki sat í brunni" og sungu. Í lokin sungu allir saman og fengu ávexti. Öll börnin stóðu sig vel og þökkum við börnunum úr Heiðarskóla fyrir komuna.

 

• 21. nóvember stóð foreldrafélag leikskólans fyrir jólaföndri hér í leikskólanum. Mætingin var góð og erum við hér í leikskólanum ánægð með þá ákvörðun stjórnar foreldrafélagsins að börn og foreldrar fengu að sýna sköpunarhæfileika sína þennan dag og endurvinnsla.

 

• Á Regnboganum, eldri deild leikskólans, er verið að vinna verkefni um jörðina en þessa dagana hefur verið unnið með hafið og fjöruna. Tveir elstu árgangarnir fóru að því tilefni í vettvangsferð í Grunnafjörð, söfnuðu ýmsu skemmtilegu til að rannsaka betur og skoðuðu sig um á þessum merkilega stað. Grunnafjörður var gerður að friðlandi árið 1994 og samþykktur sem Ramsarsvæði 1996, alls 14,7 km2. Er fjörðurinn eina Ramsarsvæðið á Íslandi sem liggur að sjó.

 

• Deildarstjóri Dropans, yngri deild, fór á námskeiðið íslenski smábarnalistinn og hefur fengið réttindi til að gera staðlað þroskamat á 1 – 3 ára börnum.

 

• Matráður leikskólans er farin í veikindaleyfi í nokkrar vikur og verið er að vinna í að finna afleysingu í starfið.

 

• 3. desember var árlegur piparkökubakstursdagur barna hér í Skýjaborg.

 

• Síðustu daga hafa börnin hér í Skýjaborg staðið í pappírsgerð og kemur sá pappír til með að nýtast okkur næstu vikurnar. Endurnýting og endurvinnsla er stór liður í vinnu okkar sem skóli á grænni grein.

 

5. Könnun Heiðarskóla meðal foreldra yngsta stigs.

 

• Fræðslu og skólanefnd lýsir ánægju sinni með þessa könnun og hvetur Heiðarskóla til að gera hana að árvissum lið í starfinu. Ábending kom um að áhugavert væri að gera sambærilega könnun fyrir verðandi fyrstu bekkinga.

 

6. ”Íslenska til alls”. Tillögur Íslenskrar málnefndar að íslenskri málstefnu fyrir Mennta- og menningarmálaráðuneyti, dags. 2. nóv. 2009. Lagt fram til kynningar.

 

• Lagt fram til kynningar.

 

7. Önnur mál.

 

• Trúnaðarmál nr. 7

 

• Ábending kom um að uppfæra þyrfti heimasíðu Heiðarskóla. Umræður urðu um hvaða upplýsingar ættu að að vera á nafnalistum bekkjana.

Fræðslu og skólanefnd er sammála um að rétt sé að aðeins nöfn nemenda og forsjámanna þeirra, komi fram á heimasíðunni.

 

• Leikskólastjóri ræddi um sumarlokun leikskólans sem fram til þessa hefur verið 20 dagar en starfsmenn hafa almennt lengra sumarfrí.

Skólastjóri bar upp þá hugmynd að lengja sumarlokun um 4 daga.

Formanni og leikskólastjóra, ásamt sveitarstjóra, falið að fara yfir verklagsreglur skólans og leggja tillögu fyrir nefndina.

 

• Trúnaðarmál nr. 8

 

Fundi slitið kl: 19.30

 

Hlynur Sigurbjörnsson

Valgerður Jóna Oddsdóttir

Lára Ottesen

Arna Arnórsdóttir

Bjarni Jónsson

Efni síðunnar